Veftröllin sem ljúga, bölva og formæla

HáværUmræður á alþingi götunnar standa nú sem hæst. Þær bergmála í athugasemdakerfum dagblaðanna og lemur þar hver á öðrum með öllum því versta sem fólk í sandkassaleik getur upphugsað, hugsi það á annað borð. Ekki margir lesa athugasemdirnar enda engin ástæða til. Sjaldnast hefur neitt uppbyggilegt komið frá þeim sem þar tjá sig. 

Hér er sýnishorn af talsmáta. Við grípum niður dv.is þar sem standa yfir umræður um hugsanlega forsetakosningar í sumar:

Hrafnhildur Sif Thorarensen: Það stefnir allt greinilega í spennandi kosningar. Guðmundur Franklín fær svo sannarlega mitt atkvæði!

Jack Hrafnkell Danielsson: Maðurinn er siðblindur fjárglæframaður sem hefur gert sér það að leik að hafa fé út úr sakleysingjum og reyndar heilum lífeyrissjóði, orðið margsinnis gjaldþrota eða í það minnsta fyrirtækin sem hann hefur stofnað og fengið fólk og félög til að fjárfesta í, stungið öllu saman undan og sett allt draslið á hausinn.
Það yrði þá félegur forseti að hafa þetta rasista, sjallakvikindi sem forseta því að sjálfsögðu fengi sjallamafían alla þá fyrirgreiðslu sem hún bæði um og yrði þar með einráð í landinu.
Er það kanski það sem fólk vill sem slefar yfir þessum glæpahundi?

Arnar Loftsson: Jack Hrafnkell Danielsson einstaklega ósmekkleg orð og flokkast eiginlega sem meinyrði gagnvart Guðmundi.
Ég myndi aldrei dirfast að dylgja svona um fólk opinberlega.
Þú ert væntanlega með hreinann skjöld sjálfur og hvítþeginn og aldrei gert nein mistök á ævinni?

Og æsast nú leikar.

Jack Hrafnkell Danielsson: Arnar Loftsson Hvað er meinyrði?
Held að þú ættir að byrja á að læra íslensku og hvað orð þýða áður en þú ferð að glenna á þér rassgatið og ræpa eins og sá fáviti sem þú ert.

Arnar Loftsson: Dæmir sjálfann þig....með ósmekkleg orð gagnvart mér lika.
Hef séð skrif þín á fjölmiðlum. Net tröll sem sem býr í útlöndum. Og orðljótur með afbrigðum.

Jack Hrafnkell Danielsson: Arnar Loftsson Hef líka lesið eitt og annað eftir þig og ekkert af því er hægt að kalla vitrænt eða skynsamlegt.
Orðagjálfur hálfvitans hafa margir sagt um þig og þín skrif.

Arnar Loftsson: Jack Hrafnkell Danielsson þú ert ekki bara ljótur í framan og heldur líka illa innrætur að innan, svo að það á ekki við um þig, um að dæma fólk ekki eftir útlitinu.
Ég væri líka alltaf reiður ef ég myndi horfa á þetta andlit í speglinum á hverjum degi

Jack Hrafnkell Danielsson: Arnar Loftsson Lýðræðislegur MARKAÐSSINNI - innblásin af Adam Smith, Milton Friedman, Voltaire & frjálshyggju. Segir allt sem segja þarf um þig því milli eyrnana á þér er ekki neitt.

 

Á alþingi götunnar eru ekki greidd atkvæði heldur hafa þeir alltaf betur sem háværastir teljast, tvinna saman mest bölv og formælingar. Þeir eru sagðir fara hallloka sem ekkert tjá sig eða nenna ekki að elta ólar við sorann. Þögnin er misskilin og espar þá hver annan, keppast um að gera lítið úr öðrum og skýra mál af engri þekkingu. Veftröllin taka þögn sem viðurkenningu á upploginni sök.

Varla er hægt að álasa fólki fyrir að tjá sig í athugasemdadálkunum en það kann sig ekki. Vandamálið eru þeir sem leggjast svo lágt að lesa forina sem þar birtist. Ótrúlegt er að fólk hafi ekki hreinlega skaðast af lestrinum. Okkur verður mörgum bumbult.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband