Einungis bólusetning gegn COVID19 bjargar

bólusetningEin­asta von­in að út­rýma kór­óna­veirunni er að nægilega stór fjöldi fólks verði með mótefni. Sú náttúru­lega vörn fæst ein­göngu með bólu­setn­ingu eða smiti. Þegar nógu stór hóp­ur er kom­inn með mót­efni á veir­an erfiðara með að dreifa sér. Slíkt kall­ast hjarðónæmi.

Þetta segir Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði athyglisverðu viðtali í Morgunblaði dagsins. Þar með höfum við leikmenn loksins staðfesting á því sem margir hafa velt fyrir sér. Þegar allir hafa veikst deyr faraldurinn út. En hvernig er hægt að ná þessu markmiði?

Hugtakið hjarðónæmi hefur verið í umræðunni síðan veiran barst frá Kína. Sumir hafa haldið því fram að sem flestir ættu að smitast, talað hefur verið um að ef 60% þjóðar hafi smitast muni hjarðónæmi hafa myndast.

Sagt er að Svíar stefni beint og óbeint á að öll þjóðin veikist af COVID-19 sem er ansi djarft tiltæki og getur skaðað marga, jafnvel lífshættulegt fyrir fjölmarga áhættuhópa.

Besti árangurinn næst að sjálfsögðu ef mótefni finnst og hægt verði að bólusetja stærsta hluta þjóðar. Einungis með bóluefni komast þjóðfélög heimsins í samt lag aftur. Þetta á við efnahag ríkja, fyrirtækja og einstaklinga.

Ólíklegt er að fólk fái heimild til að ferðast um heiminn án vottorðs um að það hafi verið bólusett. Ég spái því að staðfesting á því muni framvegis verða sett í vegabréf á rafrænan hátt og jafnvel önnur persónuskilríki.

Efnahagsleg framtíð fólks byggist á því að mótefni finnist og hægt verði nota það til bólusetningar. Fólk þarf að geta aflað tekna, átt íbúð, fætt sig og klætt og búið börnum sínum heimili. Hér er allt í húfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er mikilvægara en nokkru sinni nú að skoða stöðu hjarðónæmis hér í kjölinn.

Sú staðreynd að nálaægt 90% finna lítið sem ekkert fyrir smiti og vita hreinlega ekki af því, segir manni að möguleiki sé á að stór hluti þjóðarinnar sé þegar kominn í gegnum þetta grunlitlir eða grunlausir og því þegar ónæmir.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2020 kl. 11:27

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Allir sérfraedingar munu segja ther, ad thessi vírus er ekki framleiddur. Vandamálid er thetta, Shi Zheng Li, sem vinnur vid veirustofnunina í Wuhan, bjó thennan vírus til árid 2015. Ástaeda thess, ad menn vilja ekki vidurkenna thessa stadreynd, er ad thetta kastar skugga á vísindamenn almennt.

Stadreyndin er, ad hvort sem menn eru hér heima eda erlendis er staersti atvinnurekandi vísindamanna ... herinn. Hvort sem menn starfa í Bandaríkjunum, Rússlandi eda Kína ... jafnvel önnur lönd, bera sömu draumóra.

Thetta er thjódfelagsleg stadreynd.

Hvada thídingu hefur thetta ... thad finnst engin bólusettning gegn thessum vírus. Eins og Jón Steinar segir, er eina vörn okkar ... "herd immunity". Vid verdum ad leifa okkur ad verda smitud, til ad verja tha veikustu í samfélaginu.

Menn munu deyja, vid thvi er ekkert ad gera ... annad en ad reyna ad stemmu stigu vid, hversu margir thad eru.

Svíar, hafa rétt í thessu daemi ... enda eru Svíar, og hafa alltaf verid fremstir thegar laeknavísindi eru annars vegar.

Örn Einar Hansen, 14.4.2020 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband