Leita af, veđur í kortunum og banaslys á sjómönnum

Orđlof

Eignarfallsflótti

Eitt fyrirbrigđi, sem ég gćti nefnt í ţessu sambandi, er ţađ sem Helgi Skúli Kjartansson nefnir eignarfallsflótta í samnefndri grein sem hann skrifađi fyrir um ţađ bil tíu árum. 

Ég hef svolítiđ gert ađ ţví ađ fylgjast međ ţessu fyrirbrigđi og lćt hér fylgja nokkur dćmi:

Forsćtisráđherra á fárra kosta völ, annarra en ţá (ćtti ađ vera ţeirra eđa ţess) ađ ganga til samstarfs. (Fréttir í Ríkisútvarpinu 28. janúar 1990)


Bókin Óljóđ hefur alltaf stađiđ hálfpartinn í skugga Sjödćgru, meistaraverki (ćtti ađ vera meistaraverks) Jóhannesar [úr Kötlum] frá 1955. (Skólaritgerđ í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ, desember 1989)


X er kominn í stjórn Guinness Peace Aviation, einni stćrstu (ćtti ađ vera einnar stćrstu) flugvélaleigu heims. (Ríkisútvarpiđ, 6. febrúar 1990)


Viđ minnumst góđs drengs, fullan (ćtti ađ vera fulls) af starfsgleđi. (Morgunblađiđ, minningargrein 27. ágúst 1989, C 25)

Ţessi dćmi sýna ţađ ađ jafnvel í virtustu fjölmiđlum landsins getur mönnum orđiđ hált á ţessu.

Hugleiđingar um íslenskt lagamál, blađsíđu 5, Kristján Árnason. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Sigrar hennar í einliđaleik á risamótunum áttu sér stađ frá árinu 1978 til 1990.“

Frétt á blađsíđu  í Morgunblađinu 12.2.2020.               

Athugasemd: Orđalagiđ er ekki vel valiđ. Í fréttinni á íţróttasíđunni er fjallađ um sigursćlan tennisleikara sem sigrađi í mörgum keppnum á ţessum árum. Ţar af leiđandi hentar ekki ađ segja ađ „sigrar hennar áttu sér stađ“.

Til ađ skilja orđalagiđ ţarf ađ huga ađ „stađnum“ ţar sem eitthvađ gerđist.

Árekstur kann ađ eiga sér stađ, ekki umferđ.

Mótmćli eiga sér stundum stađ á Austurvelli, ekki mótmćlaganga.

Afmćlisveisla á sér stađ en síđur árafjöldi.

Í stuttu máli orđalag í rćđu og riti ţarf ađ hćfa efninu. Annars „á eitthvađ sér stađ“ eins og „ţruma úr heiđskírum lćk“.

Orđalagiđ ađ eiga sér stađ er miskunnarlaust misnotađ í fjölmiđlum, sérstaklega ef skrifarar eru óvanir. Yfirleitt breytist ekkert ţó orđalaginu sé sleppt. Sama á viđ annađ jórtur í fréttum, til dćmis „um ađ rćđa“, „fer fram“ og álíka.

Tillaga: Hún sigrađi á risamótum í einliđaleik frá 1978 til 1990.

2.

„… og talađi hann um ađ fólk ćtti alltaf ađ búast viđ ţví versta í fólki en leita af ţví besta.“

Frétt á visir.is.                

Athugasemd: Leikari fékk Óskarinn og hélt rćđu af ţví tilefni. Blađamađurinn skildi ábyggilega rćđuna enda var hún á ensku. Hann áttar sig ţó ekki á ţví ađ á íslensku er leitađ ađ, ekki af. Skiptir engu hvort leitađ sé ađ kindum, leitađ ađ hamingju, leitađ ađ fólki eđa öđru. Alltaf leitum viđ .

Strax eftir ţessa málsgrein kemur önnur, ekki skárri:

Hann tileinkađi verđlaununum börnunum sínum en rćđuna má sjá hér ađ neđan.

Tileinkađi mađurinn verđlaununum eđa verđlaunin? Slćmt er vera „fallvilltur“ en verst ađ hafa ekki ţá tilfinningu fyrir málinu ađ sagnorđin stjórna föllum nafnorđa.

Blađamađurinn segir ađ sami leikari hafi „fengiđ Óskar fyrir framleiđslu á kvikmyndinni 12 Years a Slave áriđ 2014“. Já, ekki fyrir gerđ myndar heldur „framleiđslu myndar“. Óvenjulegt orđaval.

Skyldi Kjarval hafa framleitt málverk, Halldór Laxnes framleitt Íslandsklukkuna og Andri Snćr Magnason framleitt söguna Um tímann og vatniđ, Hildur Guđnadóttir framleitt tónlistina í Jókernum? Sé svo er vísst ađ blađamađurinn framleiddi fréttina.

Tillaga: … og sagđi hann ađ fólk ćtti jafnan ađ vera viđbúiđ hinu versta en sćkjast eftir ţví besta.

2.

„Ofsa­veđur í kortunum …“

Fyrirsögn á frettabladid.is.                

Athugasemd: Ekkert er ađ óttast, veđriđ er bara „í kortunum“. Sama er međ Wuhan-veiruna, hún er bara í fréttunum.

Hvernig er hćgt ađ fá blađamenn til ađ hćtta ađ nota klisjur sem hafa enga ţýđingu fyrir fréttir. Hvers vegna er „ofsaveđur í kortunum“. Af hverju getur blađamađurinn ekki gert eins og kollegi hans á Ríkisútvarpinu en sá fréttamađur sagđi ađ austanbáli vćri spáđ á landinu á föstudaginn? Annar á sama miđli sagđi illviđri spáđ ţann sama dag.

Jónas heitinn Kristjánsson, fyrrum blađamađur segir á vef sínum:

Góđur stíll felst alls ekki í ađ kunna rétta stafsetningu. Menn geta fyrst byrjađ ađ fást viđ stíl, ţegar ţeir kunna stafsetningu. Stafsetning er bara forsenda, sem allir ţurfa ađ kunna. Hún er ekki millistöđ og hvađ ţá endastöđ í leit okkar ađ góđum stíl.

Og hann segir ennfremur (framsetningu breytt):

Vondur stíll einkennist af löngum málsgreinum og löngum málsliđum. 

Af of lítilli notkun sagnorđa og hossi á stirđum nafnorđum

Af of mikilli notkun lýsingar- og atviksorđa og smáorđa yfirleitt. 

Af notkun ţolmyndar og af stöđugum klisjum og endurtekningu.

Fjölmargir blađamenn hefđu gott af ţví ađ lesa vefsíđu Jónasar, sérstaklega ţeir ungur og raunar allir. 

Tillaga: Ofsaveđri spáđ …

3.

Föstudagslćgđin er ekki „Denni dćmalausi“ sem kemur á laugardaginn.“

Fyrirsögn á visir.is.                 

Athugasemd: Ekki er ljóst hvađ á ađ kalla ţađ ţegar blađamenn rugla orđaröđinni svo úr verđur bjánaleg málsgrein. Fyrirsögnin er frekar ruglingsleg. 

Djúp lćgđ sem nefnd hefur veriđ „Denni dćmalausi“ er vćntanleg hingađ til lands á laugardaginn. Önnur lćgđ kemur á föstudaginn og mun valda miklu óveđri en er hins vegar nafnlaus.

Hér hefđi hjálpađ ađ setja kommu á eftir dćmalausi og sleppa „sem“, rétt eins og gert er í tillögunni hér fyrir neđan.

Engin prófarkalestur er á fjölmiđlum og ţví lekur öll vitleysa inn á fréttavefi. Engin gćđastefna er á ţeim og allt bitnar á lesendum. Aldrei nokkurn tímann hefur vef- eđa prentmiđill beđiđ lesendur sína afsökunar vegna illra gerđra frétta. Ţeir láta eins og ekkert sé, ţegja um yfirsjónir sínar og halda síđan áfram. Á fjölmiđlamáli er ţetta kallađ „yfirhylming“ og „samtrygging“. Hver á ađ passa gćslumennina, „fjórđa valdiđ“?

Tillaga: Föstudagslćgđin er ekki „Denni dćmalausi“, hann kemur á laugardaginn.

4.

„Hátt í 1.400 eru nú látnir á heimsvísu af völdum kórónaveirunnar …“

Frétt á ruv.is.                  

Athugasemd: Ein fyrsta vísan sem margir lćra er um afa og ömmu úti á Bakka. Heimsvísa er ţó allt öđru vísi og ekki kveđskapur. Heimsósómi er ţó annađ, fimmtán erinda ljóđ og sem ort var á 16. öld og Skáld-Sveinn talinn höfundur. Í ţví er ţetta erindi:

Hart má holdi hefna,
ţađ hefur svo margt til böls,
leti međ langa svefna,
lysting matar og öls.
Ţá hann gleđur sinn gráđugan kviđ,
ţykir ţá jafnt sem öndin aum
einskis ţurfi viđ.

Eins og talađ úr mínu hjarta (eđa um mig). Stuttur en fróđlegur pistill eftir Tryggva Gíslasonar um veraldarviljann er hér.

Nú er ég kominn nokkuđ úr vegi „heimsvísunnar“ sem áđur er getiđ. Lćt duga ađ „heimsvísa“ hafi veriđ óţarft orđ, sjá tillöguna.

Tillaga: Hátt í 1.400 eru nú látnir í heiminum af völdum kórónaveirunnar …

5.

„Engin banaslys urđu á íslenskum sjómönnum á síđasta ári.“

Frétt kl. 7 í Ríkisútvarpinu.                  

Athugasemd: Ţetta er rangt, banaslysi verđur ekki á fólki. Fólk slasast og margir deyja. Sem betur fer hefur fréttinni veriđ breytt og ofangreint orđalag er ekki ađ finna í fréttinni sem er hér á ruv.is. Fyrirsögnin á ţeirri frétt er góđ:

Engin banaslys á sjó ţriđja áriđ í röđ.

Í fréttinni á vefnum stendur og haft upp úr ársskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa:

Nefndin skráđi 57 atvik ţar sem slys urđu á fólki.

Hefđi ekki veriđ nćr ađ sleppa nafnorđasmitinu og segja til dćmis:

Skráđ er ađ fimmtíu og sjö sinnum slasađist fólk.

Stjórnsýsluliđiđ skrifar sitt eigiđ stofnanamál ţar sem nafnorđin ríkja. „Atvik“ gerast, „slys verđa á fólki“.

Líklega halda höfundar ársskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa ađ stofnanamáliđ sé farsćlast svo fjölmiđlar og stjórnmálamenn taki mark á skýrslunni. Lakara vćri ef höfundarnir séu ekki skrifandi. 

Atvik“ er vinsćlt orđ hjá skýrslugerđarframleiđendum ríkisins, ekki bara hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa heldur líka hjá Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi og eflaust fleirum í ţessum iđnađi.

Hér áđur fyrr var sjaldan talađ um atvik í skýrslum eđa fréttum og ţví til sönnunar skađađist enginn lesan „atvik“ skađa af.

Svo koma nýjar kynslóđir, fólk sem ólst ekki upp viđ lestur og hefur ţví úr litlum orđaforđa ađ mođa en treyst til ađ framleiđa skýrslur á stofnanamáli, ţungar og illskiljanlegar eins og lagatextar almennt eru. Ţetta fólk gerir sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum enda eru ritlist ekki kennd í háskólum landsins. Sumir telja ţađ góđa skýrslu ef engin stafsetningavilla finnst í ţeim. 

Kristján Árnason segir um nafnorđastílinn í erindi sem hann kallar Hugleiđingar um íslenskt lagamál:

Ţegar rćtt er um sérhćft og uppskrúfađ málfar verđur mörgum tíđrćtt um stofnanamáliđ svokallađa og nafnorđastílinn sem helst er talinn einkenna ţađ. […]

En hvađan kemur ţá nafnorđastíllinn? Ég hygg ađ ađ hluta til megi rekja hann til eins konar misskilinnar trúar á skýrleik hans eđa tilfinningar um ađ nafnorđastíllinn sé á einhvern hátt hlutlćgari eđa vísindalegri.[…]

Viđ sjáum sem sé ađ nafnorđastíll er sérfyrirbrigđi og engin ástćđa til ţess ađ ţeir sem semja lagatexta temji sér hann frekar en ađrir.

Mćli međ ţessu ágćta erindi sem Kristján flutti á fundi dómara og lögmanna áriđ 1990. Á ţrjátíu árum sem liđin eru hefur stofnanamáliđ aldrei veriđ „blómlegra“. Raunar svo ađ blađamenn „kikna í hnjáliđunum“, „missa vatniđ“ og rođna eins og unglingar á skólaballi ţegar ţeir komast í skýrslur frá rannsóknarnefnd sjóslysa, dagbók löggunnar og álíka fyrirbćrum. Ţeir kaupa allt orđalag rétt eins og höfundarnir séu íslenskufrćđingar og fornritasérfrćđingar í háskólum.

Bendir ţetta ekki til til ađ blađamennirnir séu engu skárri en skýrslugerđarframleiđendur, löggan og ađrir í iđnađinum?

Veit ţađ ekki, held’đa bara. 

Tillaga: Engin banaslys á sjó á síđasta ári.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband