Sáralítil kvikusöfnun bendir til túristagoss

Áætlað er að Arnarseturshraun sé um 0,3 rúmkílómetrar að rúmmáli.

Samkvæmt frétt Veðurstofu Íslands 26. janúar var áætlað samkvæmt grófu mati að rúmmál kvikusöfnunarinnar hefði verið um ein milljón rúmmetra eða 0,001 rúmkílómetri. Það er 1/300 af rúmmáli Arnarseturshrauns.

Ef þessi kvika nær til yfirborðs og ekki verður meira aðstreymi kviku verður um lítið gos að ræða, að sögn Magnúsar [Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur hjá ÍSOR]. Hann sagði talið að kvikan væri á um þriggja km dýpi.

ArnarseturshraunÍ þessari vel skrifuðu frétt í Morgunblaðinu í dag er einfaldlega sagt að verði eldgos vestan við Þorbjarnarfell við Grindavíkur benda allar líkur til þess að það verði ekki mikið. Ástæðan er sú að á um þriggja km dýpi er frekar lítil kvika sem þó hefur náð að lyfta landinu.

Hér er komið að því sem mestu skiptir en hefur því miður ekki fengið verðskuldaða athygli.

Auðvitað eru eldgos afar slæm en jarðfræðingar sjá og skilja meira en áður. Tæknin er slík að hægt er að reikna út hversu mikið er í kvikuhólfinu og það hefur jarðfræðingurinn hjá Ísor gert. 

Þegar ekið er til Grindavíkur af Reykjanesbraut liggur vegurinn eftir nær endilöngu Arnarseturshrauni.

Illahraun er tiltölulega lítil hraunbreiða sem liggur vestan undir Þorbjarnarfelli og norðan við það. Í norðurjaðri hraunsins er Hitaveita Suðurnesja og Bláa lónið. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er kvikusöfnunin því sem næst undir miðju Illahrauni.

Meðfylgjandi er kort frá Isor. Ég hef auðkennt Arnarseturshraun með gulum lit, Illahraun með bláum og hraunin úr Elvörpum með grænum. Öll þessi hraun runnu á tímabilinu 9. til 13. aldar.

Eldgos er dauðans alvara en getur verið að hugsanlegt eldgos sé aðeins „túristagos“ eins og sagt er? Allt bendir til þess að svo sé. Engu að síður getur lítið eldgos skemmt á vegi, heitavatnsleiðslur og önnur mannvirki.

Miðað við þessar upplýsingar læðist sú hugsun að manni að viðbrögðin séu ekki í samræmi við þær upplýsingar sem þó liggja fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Mögnuð spekúlasjón hjá þér

Halldór Jónsson, 29.1.2020 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband