Virkja óvissustig, virkja ađgerđastjórn og tilkynna međ tilkynningu

Orđlof

Mannanöfn

Mín persónulega skođun er sú ađ íslensk nöfn eigi ađ vera í samrćmi viđ íslenskar málvenjur og í samrćmi viđ íslenska stafsetningu, og viđ erum međ reglur um hvernig viđ stafsetjum allt í íslenskri tungu og af hverju ćttu mannanöfn ađ vera ţar undanskilin?

Auđur Björg Jónsdóttir hrl, viđtal í visir.is. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Óvissustig Almannavarna virkjađ og …“

Frétt á mörgum vefmiđlum, kemur frá Veđurstofunni               

Athugasemd: Ég leyfi mér ađ draga ţađ í efa ađ hćgt sé ađ „virkja“ óvissu, hvađ ţá óvissustig. Sögnin ađ virkja er notađ úr hófi fram og ţar ađ auki er ţađ ónothćft í mörgum tilvikum ţar sem skrifarar, blađmenn og ađrir kjósa ađ nota ţađ.

Orđiđ hefur hingađ til haft ţá merkingu ađ „beisla afl eđa orku“ eđa  gera einhvern virkan, nýta starfsorku einhvers eins og segir á vefnum Íslensk nútímamálsorđabók.

Líklega er ekkert út á ţađ ađ setja ađ fólk sé virkjađ til ákveđinna starfa. Varasamt er ţó ađ ofnota orđiđ sérstaklega ţegar auđveldlega má velja önnur. Hitt gengur ekki ađ virkja eitthvađ sem er algjörlega óáţreifanlegt, „óvissu“ eđa „óvissustig“. Slíkt gengur gegn málhefđ og er ţar ađ auki órökrétt. 

Í fjölmiđlum ađ undanförnu hefur sést orđalagiđ „Ađgerđastjórn hef­ur veriđ virkjuđ vegna …“. 

Er ekki betra ađ segja ađ ađgerđastjórnin hafi veriđ kölluđ saman í stađ ţess ađ hún hafi veriđ virkjuđ? Aldrei er talađ um ađ „afvirkja“ ađgerđastjórn sem ţó gćti veriđ rökrétt fyrst ađ hún hafi á annađ borđ veriđ virkjuđ. 

Varla er hćgt ađ kveikja og slökkva á nefnd eđa stjórn, „virkja“ eđa „afvirkja“? Sé svo má líkja ţeim viđ prentara eđa lampa međ rofa sem nota má til ađ kveikja eđa slökkva.

Ţetta er auđvitađ tóm della. Enginn segir ríkisstjórn hafi veriđ „virkjuđ“ og varla skólaráđiđ í Hólabrekkuskóla, mannanafnanefnd, hafnarstjórn, húsfélagsstjórn, borgarstjórn eđa tómstundaráđ. 

Fólk í nefndum, stjórnum og ráđum er kallađ saman. Hvers vegna í ósköpunum er ţá veriđ ađ „virkja“ ađgerđarstjórn eđa almannavarnarnefnd? Og hvernig er stađiđ ađ ţví ađ „afvirkja“ ţau?

Tillaga: Almannavarnanefnd kölluđ saman …

2.

„Banda­ríkja­menn hafa kallađ eftir ţví ađ stjórn­völd í Írak upp­fylli skyldur sínar og

Frétt á frettabladid.is.              

Athugasemd: Orđalagiđ ađ „kalla eftir“ einhverju er komin úr ensku, „to call for“, „to call on“.

Heimild fréttarinnar í Fréttablađinu er vefur BBC. Ţar er haft eftir viđmćlanda í Utanríkisráđuneytinu í Bandaríkjunum:

We call on the Government of Iraq to fulfil its obligations to protect our diplomatic facilities.

Blađamađurinn ţýđir ţetta beint. Ţar međ er óvíst hvort hvađ utanríkisráđuneytiđ er ađ gera. Er ţađ ađ óska eftir, krefjast, heimta eđa álíka? 

Allt bendir hins vegar til ţess ađ viđmćlandinn hafi ekki opnađ glugga í ráđuneytinu og kallađ út um hann ofangreind orđ. Bandaríkjamenn eru greinilega ađ krefjast ţess ađ Íranar uppfylli skyldur sínar.

Sögnin ađ „kalla eftir“ er allt annars eđlis en enska orđalagiđ „call for“ eđa „call on“.

Fađir vor kallar á kútinn, sögđu Bakkabrćđur. Líklega hefur karlinn hrópađ til ţeirra, heimtađ ađ ţeir fćrđu sér hann strax. Blađamađur sem lítiđ ţekkir til myndi segja ađ sá gamli hafi kallađ eftir kútnum án ţess ađ hćkka röddina. Ţannig er sögnin ađ kalla ekki notuđ.

TillagaBanda­ríkja­menn hafa krafist ţess ađ stjórn­völd í Írak upp­fylli skyldur sínar og

3.

„Margir róbótar frá Samey í Noregi.“

Fyrirsögn á blađsíđu 11 í Morgunblađinu 29.1.2020.              

Athugasemd: Hvađ merkir ţessi fyrirsögn? Getur veriđ ađ róbótar komi frá norskri eyju sem nefnist Samey og ţađ búi Samar? Nei, Samey er bara fyrirtćki í Garđabć sem framleiđir róbóta.

Blađamenn og ađrir sem stunda skriftir ţurfa ađ lesa yfir ţađ sem ţeir skrifa svo ljóst sé ađ ekkert misskiljist. 

Sem dćmi um verulega meinlegan misskilning er ţessi fyrirsögn sem birtist í visir.is fyrir nokkrum árum:

Jón Gnarr ćtlar ađ breyta nafni sínu í Houston.

Hér er um ađ gera ađ „misskilja ekkert vitlaust“ eins og stundum er grínast međ. Enn ber mađurinn nafn sitt en heitir ekki Jón Houston eđa Jón Gnarr Houston.

Tillaga: Samey selur marga róbóta til Noregs.

4.

„Cintamani tilkynnti um gjaldţrot fyrirtćkisins međ tilkynningu fyrir stuttu …“

Fréttir kl. 12:20 í Ríkisútvarpinu 29.1.2020.            

Athugasemd: Hér er óţarfa tvítekning í setningunni. Slćmt segja ađ eitthvađ hafi veriđ tilkynnt međ tilkynningu. 

Tillaga: Cintamani tilkynnti um gjaldţrot fyrirtćkisins fyrir stuttu …


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband