Koikoi en ekki Vínber, lćrisveinar ţjálfarans og tímapunktur
9.1.2020 | 13:32
Orđlof
Brjóstbirta
Í orđabók sinni segir Björn Halldórsson ađ brjóstbirta merki e-đ hjartastyrkjandi; hressing og í Íslenskri orđabók er merkingin sögđ ´góđur biti´ og ´vín til hressingar´.
Vafalaust er ţetta allt rétt en mér er einungis síđasta merkingin töm. Í ritmálssafni Orđabókar Háskólans eru 11 dćmi, m.a. eftirfarandi:
Síđan ţakkađi hann fyrir sig og kallađi [mjólkina] mikla brjóstbirtu veriđ hafa (SögÍsaf I, 301 (GKon));
Ţeir luku úr troginu og báđu guđ ađ launa svo góđa brjóstbirtu (f20 (ŢjóđsSigfSigf X, 101));
Sagđi ađ minna mćtti ei duga, gaf honum brennivín í brjóstbirtu og kallađi kaupfestu (m20 (Grímaný III, 163)).
Í fornu máli (Jóns sögu postula) er kunnugt dćmi sem mér virđist af sama meiđi og varpa nokkru ljósi á merkinguna:
Og sakir ţess ađ hann var fagur mađur í ásjón [´ásýndum; í útliti´] og öllum vexti virđist honum oftar en um sinn [´oftar en einu sinni´] sem jungfrúin sjái kćrlega til hans á kveldiđ, einkanlega ţá er öl birtir brjóstiđ [´huginn´] og alla alvöru ţar um (Pst 507 (13501400)).
Nýlegt dćmi sýnir reyndar og sannar ađ ţađ getur komiđ sér bölvanlega ef öl birtir brjóstiđ.
Málfarsbankinn, Jón G. Friđjónsson.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Fyrirtćkin verđa ekki sameinuđ en nafni Vínbers verđur breytt í Koikoi.
Frétt á blađsíđu 6 í Viđskiptamogganum 8.1.2019.
Athugasemd: Já, auđvitađ er Koikoi miklu ţjálla og betra orđ en Vínber eđa önnur álíka hallćrisleg íslensk orđ. Forđumst íslenskuna og tökum upp útlensku eđa einhvern blending af fögrum útlenskum orđum. Viđskiptalífiđ er óđum ađ hverfa frá íslenskum nöfnum.
Auđvitađ verđur ţetta til ţess ađ íslenskan hverfur og öllum er andskotans sama.
Tillaga: Engin tillaga.
2.
Snjóflóđ hafa falliđ yfir bćđi Siglufjarđarveg og Ólafsfjarđarveg og eru báđir vegirnir lokađir vegna snjóflóđahćttu og ófćrđar.
Frétt á Facebook-síđu Veđurstofunnar.
Athugasemd: Ţarna er tönglast á orđinu vegur. Ţađ liggur í augum uppi ađ ţegar snjóflóđ hefur falliđ á veg er hann oftast ófćr og ţví lokađur.
Í fréttinni segir ennfremur:
Viđ ţessar ađstćđur heldur áfram ađ safna í gil og hlíđar sem eru hlémegin viđ vindáttina.
Hér er átt viđ ađ snjó safnist í gil og hlémegin í hlíđar. Aftur á móti ćtti öllum ađ vera ljóst ađ orđiđ hlémegin á viđ ţar sem er skjól, vinds gćtir ekki. Hlé getur ađ sjálfsögđu veriđ í giljum.
Frétt Veđurstofunnar er fljótfćrnislega skrifuđ.
Tillaga: Snjóflóđ hafa falliđ yfir Siglufjarđarveg og Ólafsfjarđarveg og eru ţeir nú lokađir. Ţar er enn hćtta á snjóflóđum.
3.
Rúnar Kristinsson og lćrisveinar hans í KR hefja titilvörnina á Íslandsmóti karla
Frétt blađsíđu 69 í Morgunblađinu 9.1.2020.
Athugasemd: Hvenćr skyldu lćrisveinar Rúnars útskrifast? Sumir eru búnir ađ vera ansi lengi hjá lćriföđurnum en ekkert bólar á útskrift. Samt varđ liđiđ Íslandsmeistari á síđasta ári sem ćtti nú ađ teljast meiriháttar árangur lćrisveina.
Blađamenn Moggans smjatta sí og ć á orđinu lćrisveinn sem ţeir af vanţekkingu sinni telja ađ á helgidögum megi ţađ koma í stađinn fyrir orđiđ ţjálfari.
Yfirleitt er mćlt međ ţví ađ blađmenn segi hlutina beinum orđum en skreyti ekki fréttir sínar međ orđagjálfri eđa ómarkvissu hjali. Ţar ađ auki er ţađ síst af öllu verkefni íţróttablađamanna Morgunblađsins ađ breyta tungumálinu og dreifa ambögum sínum yfir áskrifendur. Viđ eigum betra skiliđ.
Tillaga: KR-ingar hefja titilvörnina á Íslandsmóti karla
4.
Á ţessu ári munu koma sá tímapunktur ađ menn hafa búiđ samfleytt í geimnum í heil tuttugu ár.
Frétt á visir.is.
Athugasemd: Hvađan merkir ţetta orđ tímapunktur og hvers vegna er hann á hreyfingu? Nei, svona er ekki hćgt ađ taka til orđa. Beriđ ţessa málsgrein saman viđ tillöguna hér fyrir neđan.
Fyrirsögn fréttarinnar er svona:
Haugur af vélmennum sendur til Mars á árinu.
Hvađ er haugur. Á máliđ.is segir ađ haugur sé hrúga af einhverju, til dćmis rusli eđa dóti. Haugur getur einnig veriđ hlađinn legstađur (frá fornöld. Hvorugt merkingin passar inn í fyrirsögnina.
Í nútímamáli er óreglusamur mađur oft nefndur haugur, svona í hálfkćringi, og er ţađ ekki hrós. Á unglingsárunum ćtlađi ég ađ fá bílasölu til ađ selja gamlan bíl sem ég átti. Sölumađurinn hló og kallađi bílinn haug, og ţađ voru ekki međmćli.
Blađamađur hefur ekki leyfi til ađ skrifa í einhverjum hálfkćringi. Hann ber ábyrgđ gagnvart lesendum og ţađ eitt á ađ setja honum sjálfkrafa skorđur í orđavali. Sá sem ekki skilur ţađ er bölvađur haugur.
Í myndatexta segir:
X-37B er ekki stórt í smíđum.
Ekki er ljóst hvađ ţarna er átt viđ. Allir ţekkja orđalagiđ stórt í sniđum sem merkir ţađ sem mjög stórt eđa risavaxiđ. Vera má ađ samsláttur hafi orđiđ í huga blađamannsins og hann sett smíđum í stađ sniđum. Draga má í efa ađ eitthvađ sé stórt í smíđum en ţađ er ţó ekki útilokađ.
Í fréttinni segir einnig:
Ţá óttast sérfrćđingar ađ öngţveiti muni myndast á braut um jörđina á nćstu árum ţar sem gervihnöttum fer sífellt fjölgandi. Fleiri ríki senda ţá út í loft og ţađ gera fyrirtćki einnig.
Líklega eru fleiri en ein braut í geimnum fyrir ofan jörđu. Furđulegt er ađ orđa ţađ ţannig ađ ríki sendi gervihnetti út í loft.
Enn furđulegra er ađ enginn lesi yfir fréttir sem eiga ađ birtast á visir.is. Furđulegast er ţó ađ á fréttavefinn sé ráđiđ fólk sem er ekki vel skrifandi á íslenskt mál.
Allt ţetta bitnar á okkur lesendum og um leiđ dregur úr trúverđugleika vefsins. Vilja stjórnendur hans ţađ?
Tillaga: Á ţessu ári hafa menn búiđ samfleytt í geimnum í tuttugu nár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.