Orđlof
Fréttastjóri međ kröfur
Ţegar Emil Björnsson var fréttastjóri og dagskárstjóri Frétta- og frćđsludeildar Sjónvarpsins hér um áriđ gerđi hann ţá kröfu, ađ engin málvilla heyrđist í Sjónvarpinu.
Ţetta kostađi ţađ ađ hann las sjálfur yfir allt sem sagt var í fréttatímanum, leiđrétti og fćrđi til betri vegar. Ef einhver Íslendingur hefur veriđ uppi međ óbrigđult málskyn, var ţađ hann.
En hann gerđi enn meiri kröfur. Hann krafđist ţess ađ allur texti vćri á lipru og auđskildu máli.
Ţegar ég var nýbyrjađur á fréttastofunni fékk ég ţá bestu kennslu í ţessum efnum sem ég hef fengiđ.
Eftir ađ handrit ađ frétt hafđi legiđ inni hjá honum í meira en klukkustund, kallađi hann á mig inn til sín.
Hann veifađi handritinu framan í mig og benti á ţađ međ fingrinum um leiđ og hann sagđi međ bylmingshárri röddu:
Ég er fréttastjóri hér og hef nóg annađ viđ tímann ađ gera en ţađ sem ég er búinn ađ vera ađ strita viđ í langan tíma, ađ reyna ađ koma ţessu bulli ţínu á mannamál! Ţetta gengur ekki!
Sérđu, hver afraksturinn er: Krafs međ leiđréttingum mínum út um allt blađ! Ţetta er ónýtt! Ég hef unniđ til einskis og geri ţá kröfu ađ ég ţurfi ekki ađ eyđa dýrmćtum tíma mínum í svona vitleysu!
Hann hćkkađi róminn enn frekar og sagđi međ miklu ţunga:
Ţetta má aldrei koma fyrir aftur! Farđu og skrifađu ţetta allt saman aftur á máli sem fólkiđ skilur!
Íslands ţúsund ár, blogg Ómars Ragnarssonar frá 2014.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Eldur kom upp í bíl eftir árekstur tveggja ţeirra á Korpúlfsstađavegi á milli Barđastađa og Vesturlandsvegar um klukkan átta í morgun.
Frétt á visir.is.
Athugasemd: Eldur kvirknar í bíl eftir árekstur tveggja ţeirra. Ţeirra hverja? Fréttin er viđvaningslega skrifuđ og blađamađurinn fljótfćr.
Svo virđist sem blađamađurinn telji ađ ţađ sé frétt ađ enginn hafi veriđ fluttur á slysadeild. Ţví hefđi mátt sleppa ţví ţađ hefđi veriđ frétt ef einhver hefđi slasast.
Í fréttinni segir:
Veginum hefur veriđ lokađ vegna slyssins á međan viđbragđsađilar vinna á vettvangi.
Hverjir eru viđbragđsađilar. Ţetta er eitthvađ orđ sem hvergi er skilgreint og ţar ađ auki frekar illa samansett orđ.
Á máliđ.is segir:
Athuga ađ ofnota ekki orđiđ ađili.
Oft eru til góđ og gegn orđ í málinu sem fara mun betur en ýmsar samsetningar međ orđinu ađili.
Ofangreind málsgrein hefđi ađ skađlausu mátt vera svona:
Veginum hefur veriđ lokađ međan hreinsađ er til ţar sem áreksturinn varđ.
Ekkert slys varđ í árekstrinum eđa vegna eldsins. Slys er atburđur sem veldur meiđslum eđa er ţeim mun alvarlegri. Ţar af leiđir ađ ófćrt er ađ kalla ţetta slysstađ.
Tillaga: Tveir bílar lentu í árekstri á Korpúlfsstađavegi um klukkan átta í morgun og kviknađi eldur í öđrum ţeirra.
2.
Ásgeir Jónsson, seđlabankastjóri, segir mest um skipulagsbreytingar í fyrsta kasti.
Frétt á visir.is.
Athugasemd: Skilur einhver ţessa setningu?
Tillaga: Engin tillaga.
3.
Ţeir ćtluđu ađ forđa sér ţegar ţeir urđu varir viđ lögreglu án árangurs.
Frétt á visir.is.
Athugasemd: Setningin hér ađ ofan er svo flöt og illa gerđ ađ furđu sćtir. Merkingin er ţessi:
Lögreglan náđi ţeim.
Á undan segir:
Í Njarđvík eru unglingar sagđir hafa veriđ stađnir ađ ţví ađ sprengja flugelda inni í nýbyggingu.
Merkingin er ţessi:
Unglingar sprengdu flugelda inni í nýbyggingu og voru stađnir ađ verki.
Og svo er ţađ ţetta:
Lögreglumenn rćddu viđ ţá um atvikiđ og höfđu jafnframt tal af forráđamönnum ţeirra.
Merkingin er ţessi:
Löggan gaf ţeim tiltal og sögđu forráđamönnum ţeirra frá.
Tilhneigin er sú ađ nota fleiri orđ en ţörf er á. Ástćđan er einfaldlega kunnáttuleysi blađamanna og ţeirra sem skrifa fyrir lögguna.
Í fréttinni segir einnig:
Ţá var lögreglu tilkynnt um pilta sem voru ađ kasta flugeldum í íţróttahús.
Ekkert má nú. Miklu alvarlegra er ađ kasta grjóti í íţróttahús en flugeldum. Grjótiđ skemmdir en pappírshólkar sem nefnast flugeldar skemma ekkert sé ţeim kastađ í hús. Nema auđvitađ ađ ţeim sé kastađ logandi inn í hús en um ţađ segir ekkert í fréttinni. Til ađ skilja ţessa málsgrein ţarf ađ lesa fréttir í öđrum fjölmiđlum.
Tillaga: Ţeim tókst ekki ađ forđa sér undan löggunni.
4.
Eftir ađ honum varđ bjargađ var O´Conner fluttur á spítala ţar sem hann er nú í stöđugu ástandi og bíđur eftir fjölskyldumeđlimum sínum.
Frétt á frettabladid.is.
Athugasemd: Ţađ er svo sem ekkert ađ ţví ađ tala um međlimi í hinu og ţessu. Sumir ćtla sér ađ vera svo flottir ţeir gleyma ađ fjölskylda er betra en fjölskyldumeđlimir og áhöfn er miklu betra orđ en áhafnarmeđlimir og svo má lengi upp telja.
Á vef CNN sem er heimildin fyrir fréttinni segir:
He is undergoing a medical evaluation and is in stable condition awaiting family members to join him
Í íslensku fréttinni gleymist ađ geta um međhöndlunina á spítalanum. Á CNN kemur fram orđalagiđ family members og ţađ ţýđir blađmađurinn snarlega sem fjölskyldumeđlimur af ţví ađ hann er ađ flýta sér og hann ţekkir orđin. Hann hefđi eftir smá umhugsun getađ sagt ađ mađurinn vćri ađ bíđa eftir fjölskyldu sinni.
Ég hnýt um ţetta stöđugt ástand sem einatt er talađ um. Ţađ getur eiginlega ţýtt hvađ sem er, allt frá ţví ađ mađurinn sé međvitundarlaus međ nćringu í ćđ og tengdur viđ alls kyns tćki og tól, og upp í ţađ ađ hann sitji í rúmmin, horfir á sjónvarpiđ og bíđi eftir ađ vera sóttur.
Tillaga: Eftir ađ honum var bjargađ var O´Conner fluttur á spítala. Hann bíđur eftir fjölskyldumeđlimum sínum.
5.
Innbrot var framiđ í eina af höllum Margrétar Danadrottningar
Frétt á blađsíđu 10. í Fréttablađinu 4.1.2020.
Athugasemd: Allt bendir til ađ brotist hafi veriđ inn í höllu drottningar. Nafnorđavćđingin er slćm. Íslenska sagnorđamál en enskan heldur upp á nafnorđin. Ţess vegna notum viđ hér sögnina ađ brjóta.
Ég skrifađi viljandi höllu drottningar. Flestir beygja kvenkynsnafnorđiđ höll svona:
Höll, um höll, frá höll, til hallar.
Ţó ţekkist ţessi beyging mćtavel:
Höll, um höllu, frá höllu, til hallar.
Hćgt er á leita á Google og velja til dćmis leitarorđin höllu drotningar eđa höllu konungs og ţá koma upp dćmi allt frá fornsögunum og fram á síđustu ár um beygingu orđsins.
Merkilegt er ţó ađ höll međ ákveđnum greini beygist ađeins svona
Höllin, um höllina, frá höllinni, til hallarinnar.
Ekki er viđurkennt ađ í ţolfalli og ţágufalli megi nota hölluna og höllunnar.
Tillaga: Brotist var inn í eina af höllum Margrétar Danadrottningar
6.
Prófarkalesarar óskast til starfa á Fréttablađinu.
Auglýsing á blađsíđu 10 í atvinnuauglýsingum Fréttablađsins 4.4.2020.
Athugasemd: Ţetta heyrir til tíđinda og ber ađ fagna. Prófarkalesarar hafa ekki starfađ á Fréttablađinu eftir ţví sem ég best veit. Dreg ţá ályktun međal annars af óleiđréttu málfari í fréttum blađsins.
Vonandi verđur vefurinn frettabladid.is einnig prófarkalesinn. Mikilvćgt er ađ allar fréttir verđi ađ minnsta kosti lesnar yfir eftir á og lagfćrđar, sé ţörf á. Hvorugt er núna gert.
Í auglýsingunni stendur:
Prófarkalesari ţarf ađ hafa góđa tilfinningu fyrir íslensku máli og búa yfir framúrskarandi stafsetningarkunnáttu.
Stafsetningakunnáttan ţar ekki ađ vera framúrskarandi ţar sem tölvur eru búnar leiđréttingaforriti sem lagfćrir stafsetningarvillur. Tölvur kunna hins vegar ekki málfar og ţví ćttu allir blađamenn ađ hafa góđa tilfinningu fyrir íslensku máli.
Eitt er ađ leiđrétta villur í texta og annađ ađ leiđbeina blađamönnum. Prófarkalestur er nauđsynlegur fyrir lesendur en hjálpar blađamönnum lítiđ.
Ţegar ritstjórar ráđa í starf blađamanns ćttu ţeir ađ spyrja hvađa fornrit umsćkjandanum ţyki mest variđ í og hvers vegna. Til viđbótar mćttu ţeir spyrja hvort hann hafi til dćmis lesiđ Fjallkirkjuna, Íslandsklukkuna og Höll minninganna.
Sá sem ekki hefur lesiđ neitt í fornsögunum eđa hefur ekki lesiđ neitt eftir til dćmis Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxnes eđa Ólaf Jóhann Ólafsson er ekki vćnlegt efni í blađamann.
Hvers vegna?
Blađmennska veltur öđrum ţrćđi á drjúgum orđaforđa og kunna ađ beita honum. Ađeins lestur bókmennta eykur orđaforđa einstaklings. Sá sem ekki stundar lestur verđur aldrei skýr í skrifum.
Tillaga: Engin tillaga.
7.
United átti 15 skot ađ marki Wolves en tókst ekki ađ skjóta á markiđ einu sinni.
Frétt á dv.is.
Athugasemd: Fóboltaliđ átti fimmtán skot ađ marki en samt tókst ţví ekki ađ skjóta á markiđ. Skilur einhver ţetta?
Ţar fyrir utan kemur orđalagiđ einu sinni síđast í málsgreininni. Ekki veit ég hvađ ţađ á ađ ţýđa. Er átt viđ ađ ađ ekki hafi tekist ađ skjóta einu sinni á markiđ? Sé svo hefđi mátt orđa ţetta svona:
en tókst aldrei á skjóta á markiđ.
Símskeytastíllinn í íţróttafréttum á vef DV er svo sem ágćtur en ţví miđur er textinn oftar en ekki óskýr og jafnvel hrođvirknislega saminn. Hvort tveggja er slćmt. Enginn leiđbeinir viđvaningunum á DV.
Tillaga: Engin tillaga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.