Inn í nóttina og bílaumferđ verđur lokađ

Orđlof

Lést friđsamlega

Í fréttum Ríkisútvarps á miđnćtti á jóladag var sagt svona frá láti frćgs erlends tónlistarmanns: Hann lést í kyrrţey á heimili sínu. Ţetta var endurtekiđ í fréttum klukkan eitt og klukkan tvö eftir miđnćtti. Enginn las yfir. Hann fékk hćgt andlát á heimili sínu.

Mbl.is segir líka frá láti söngvarans og orđar ţađ sínum hćtti: „Í til­kynn­ingu frá fjöl­miđlafull­trúa hans kem­ur fram ađ Michael hafi lát­ist „friđsam­lega heima hjá sér.“ …

Á íslensku er talađ um ađ fá hćgt andlát. 

Ţegar ferill tónlistarmannsins var rakinn í hádegisfréttum Ríkisútvarp sá annan í jólum var sagt frá hljómsveit,sem hann var í sem hefđi leyst upp laupana. Of algengt ađ heyra misfariđ međ orđtök, sem eru föst í tungunni. Ađ leggja upp laupana, er ađ hćtta, gefast upp. Enginn les yfir. Ekkert gćđaeftirlit međ framleiđslunni!

Bloggsíđa Eiđs Guđnasonar, 29.12.2016. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Leita áfram inn í nótt­ina ađ manni á Snć­fellsnesi.“

Fyrirsögn á mbl.is.                  

Athugasemd: Áriđ 1985 kom út bíómynd í Bandaríkjunum sem heitir „Into the night“. Leikstjórinn er John Landis og í ađalhlutverkunum eru međal annarra Jeff Goldblum og Michelle Pfeiffer. Myndin fćr 6,5 á IMDb en ég mćli ekkert sérstaklega međ henni.

Ólíkt skemmtilegra er lagiđ „Into the night“ međ Santana, hrađur taktur og fjalla um manninn sem ćtlar ađ stökkva fram af háu hús en sér ţá stúlku dansa. Sjá myndbandiđ, til dćmis hér hér. 

Svo fallega er ort:

Like a gift from the heavens, it was easy to tell,
It was love from above, that could save me from hell …

Hinn ágćti rithöfundur Ólafur Jóhann Ólafsson skrifađi bókina Höll minninganna sem kom út áriđ 2001 og er mikiđ lofuđ. Bókin var ţýdd á ensku og fékk nafniđ „Walking into the night“.

Á íslensku er sagt ađ rökkriđ komi hćgt og hljótt og á eftir fylgir nóttin, dimm eđa björt eftir árstíma. Sumariđ kemur, einnig veturinn og sama má segja um ýmsa daga, jólin koma, páskarnir og afmćlisdagurinn svo dćmi séu tekin.

Held ţađ séu um ţađ bil tíu ár síđan ágćt kona sagđist ganga kát „inn i sumariđ“. Ég varđ hissa, ţurfti nokkrar sekúndur til ađ skilja ummćlin. Ţetta er ţó alţekkt orđalag á ensku og hefur náđ fótfestu hér á landi. Ástćđan er líklega sú ađ orđin eru svo auđţýdd og merkingin skiljanleg. Viđ göngum inn í hús en varla árstíđir. Ţó ţekkist ađ menn hafi gengiđ í björg og jafnvel fjöll en ţađ er nú önnur saga (sögur).

Svona eru nú áhrif enskunnar á íslenska tungu.

Tillaga: Leitađ fram á nótt ađ manni á Snćfellsnesi.

2.

„Tveir eru tald­ir hafa orđiđ fyr­ir meiđslum en von­ast er ekki til ţess ađ ţau séu ekki al­var­leg.“

Frétt á mbl.is.                  

Athugasemd: Fljótfćrni skemmir. Varla er vonast blađamađurinn eđa einhverjir ađrir til ţess ađ meiđslin séu ekki alvarleg. 

Sá blađamađur sem tekur starf sitt alvarlega, les yfir og lagfćrir orđalag og stafsetningu, ber virđingu fyrir lesendum. Hvađ er mikilvćgara einum blađamanni en lesendur fjölmiđilsins?

Tillaga: Tveir eru tald­ir hafa orđiđ fyr­ir meiđslum en von­ast er ađ ţau séu ekki al­varleg.

3.

„Skot­svćđin og pallarnir verđa af­markađir međ keilum og borđum, en ásamt ţeim mun sér­stakt gćslu­fólk sjá um ađ halda skot­glöđum ein­stak­lingum réttu megin viđ línuna ţegar ţeir skjóta upp og međ ţví reyna ađ koma í veg fyrir ađ fólk fagni ára­mótunum á Bráđa­mót­tökunni.“

Frétt á frettabladid.is.                   

Athugasemd: Ţetta er löng og flókin málsgrein í illa skrifađri frétt. Blađamađurinn hefđi betur lesiđ fréttina sína yfir fyrir birtingu og haft vit á ţví ađ stytta málsgreinina, stutt málsgrein er alltaf betri en löng.

Hver er munurinn á „sérstöku gćslufólki“ og gćslufólki. Líklega hefđi veriđ óhćtt ađ sleppa ţessu „sérstaka“

Í fréttinni segir líka:

Fjöldi slysanna sé mjög breyti­legur ár frá ári en ára­mótin séu hins vegar ekki búin enn og ţví gćtu komiđ upp ein­hver til­vik nćstu daga.

Hversu löng geta áramótin eiginlega veriđ ađ mati blađamannsins? Varla eru ţau margir dagar eins og ţarna kemur fram. Betur fer á ţví ađ sleppa ákveđna greininum í orđinu slys í upphafi málsgreinarinnar.

Í lok fréttarinnar segir:

Lög­reglan bendir einnig á ţađ ađ bíla­um­ferđ verđur lokuđ á Skóla­vörđu­holti …

Ţetta er tóm vitleysa. Umferđ verđur ekki lokađ, hins vegar er hćgt ađ loka götum og takmarka ţannig umferđ.

Blađamenn Fréttablađsins virđast margir ungir og óreyndir en fá engu ađ síđur ađ leika lausum hala á síđum blađsins og vefnum. Ritstjórarnir hafa ekki tíma til ađ skóla ţá til eđa ţeim er alveg sama hvers konar skrif eru birt á milli auglýsinga. 

Tillaga: Skot­svćđin og pallarnir verđa af­markađir međ keilum og borđum. Gćslu­fólk mun sjá um ađ halda skot­glöđum ein­stak­lingum réttu megin viđ línuna. Tilgangurinn er ađ reyna ađ tryggja öryggi fólks.

4.

„Kostađi augun úr í sumar en má nú fara.“

Fyrirsögn á dv.is.                   

Athugasemd: Fyrirsögnin er óskiljanleg. Blađamađurinn bullar.

Í fréttinni segir:

Pep Guardiola hefur tjáđ Cancelo ađ hann geti fariđ, stjórinn hefur haldiđ trausti viđ Kyle Walker.

Hvađ merkir orđalagiđ ađ „halda trausti“. Kannast ekki viđ ţađ. Í upphafi  var talađ um Gardiola og Cancelo. Ţarna birtist annađ nafn, Kyle Walker, en ekkert sagt nánar sagt um manninn.

Fréttin er afskaplega rýr. 

Í annarri frétt á DV skrifar sami blađamađur:

Raiola er umdeildur umbođsmađur hjá United, Sir Alex Ferguson hatađi Raiola og ţađ hefur smitađ sér í samskiptum hans viđ félagiđ og stuđningsmenn.

Hvađ merkir orđalagiđ ađ „smita sér“.

Í ţessari frétt á DV er fyrirsögnin „Pogba ferđađist ekki međ United – Er hann ađ fara?

Í annarri frétt í DV međ fyrirsögninni „United tćkist ađ skemma Pele og Maradona,“ og ţar segir sami blađamađur:

Raiola er umdeildur umbođsmađur hjá United, Sir Alex Ferguson hatađi Raiola og ţađ hefur smitađ sér í samskiptum hans viđ félagiđ og stuđningsmenn.

Glöggir lesendur sjá ađ ţessar tvćr tilvitnanir eru alveg eins. Raunar eru fréttirnar alveg eins, frá upphafi til enda. Ađeins fyrirsagnirnar eru ólíkar. Svona lagađ er tómt svindl, svik viđ lesendur. Ţar ađ auki er lesandinn engu nćr um efni seinni fyrirsagnarinnar.

Útgefandi og ritstjóri DV ţurfa greinilega ađ gefa blađamanninum tiltal. Hann ćtti ađ velta ţví fyrir sér hvort blađamennska henti honum.

Tillaga: Engin tillaga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband