Munnsvćđi brotaţola ekki fórnarlambs og hafnarmál í halloka

Orđlof

Markmiđ 

Hćttum ađ reyna ađ „framfylgja markmiđum“. Ţađ er ekki hćgt. 

Mađur getur framfylgt ákvörđunum, áformum, áćtlunum og ţvíumlíku – en markmiđin eru ţađ sem stefnt er ađ. 

Mađur setur sér markmiđ og framfylgir síđan áformunum um ađ ná markmiđinu. 

Eitt enn: ekki reyna ađ „ná fram“ markmiđi! 

Máliđ á blađsíđu 65 í Morgunblađinu 5. desember 2019.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Mađurinn var ákćrđur fyrir ađ hafa ţann 9. júlí 2017 á Selfossi fellt brotaţolann í jörđina ţar sem hann hélt honum niđri, ţrýsti hné sínu ađ munnsvćđi fórnarlambsins.“

Frétt á visir.is.              

Athugasemd: Löggufréttir fjölmiđla eru stundum skemmtiefni margra sem nenna ađ lesa ţćr. Viđ hin reynum ţó ađ brosa í gegnum tárin.

Hef ekki áđur heyrt um „munnsvćđi“ fórnarlamba. Latneska orđiđ er „regio oralis“ segir á máliđ.is. Ţađ skýrir nú allt ...

Ég held ađ sumar löggufréttir séu of ítarlegar. Ţarna er til dćmis getiđ um dagsetningu. Sá sem varđ fyrir árásinni nefnist fyrst „brotaţoli“, mikilfenglegt orđ sem rekur ćttir sínar í lögfrćđibćkur. Sem kunnugt er mega lögfrćđimenntađir ekki tala alţýđlegt mál, eitthvađ verđur ađ skilja tíuţúsundkallanna frá ţúsundköllunum. 

„Brotaţoli“ í fréttinni verđur skýringalaust ađ „fórnarlambi“ međ munnsvćđi. Líklega frekar einkenni ţess síđarnefnda en hins.

Svo koma fyrir orđ eins og jörđ og hné. Allt er ţetta ofgnótt upplýsinga ţegar hćgt hefđi veriđ ađ segja frá ţessu öllu međ sjö orđum, sjá tillöguna.

Svo segir í fréttinni:

Ţar hafi hinn ákćrđi veriđ ađ verki og tjáđ sér ađ hann ćtlađi ađ berja brotaţola fyrir ađ hafa stungiđ undan manni. Ţví nćst hafi ákćrđi slegiđ brotaţola niđur.

Er ţetta ekki fyndiđ? Hann sló manninn niđur fyrir ađ hafa kokkálađ hann eđa einhvern annan. 

Hugsiđ ykkur hvađ gćti gerst ef blađamenn hćttu ađ láta löggu og lögfrćđinga mata sig og fćru ađ skrifa á alţýđlegri íslensku um öll ţessi félagslegu vandamál. Skyldum vér dauđlegir skilja?

Tillaga: Mađurinn var ákćrđur fyrir ađ slasa annan.

2.

„Rćktunin fer fram í hátćknigróđurhúsi í Fellabć, alls á um tvö ţúsund fermetrum.“

Frétt á blađsíđu 20 í Morgunblađinu 5.12.2019.            

Athugasemd: Nú „fer allt fram“, allt er „um ađ rćđa“ og allt er „til stađar“ úti í bć eđa úti á landi. Svona orđalag er alls ekki rangt en mjög ofnotađ í öllum fjölmiđlum. Í mörgum tilvikum er hćgt ađ einfalda máliđ og nota sögnina ađ vera.

Í fréttinni segir:

Ragnar Atli segir ađ um hágćđaframleiđslu sé ađ rćđa …

Líklega á blađamađurinn viđ ţetta:

Ragnar Atli segir ađ fyrirtćkiđ framleiđi hágćđavöru …

Einfalt mál er alltaf best nema ţegar skrifarinn er stórskáld og ţá er einfalt má best.

Tillaga: Plantan er rćktuđ í tvö ţúsund fermetra hátćknigróđurhúsi í Fellabć.

3.

Hafnamálin hafa óneitanlega fariđ halloka.

Frétt á blađsíđu 24 í Morgunblađinu 5.12.2019.                

Athugasemd: Getur málaflokkur fariđ halloka. Orđiđ merkir ađ tapa, bíđa lćgri hlut. Má vera ađ ţetta sé ekki rangt, frekar svona kjánalegt. 

Á máliđ.is segir:

Halloka, fara halloka, bíđa lćgri hlut, af hallur og ok og líkingin tekin af ćkisdrćtti dráttardýra.

Líklega hefđi mátt finna betra orđ en ţetta til ađ lýsa ţví ađ umfang og starf ađ hafnarmálum hafi dregist saman.

Munum ađ halloki er eintöluorđ, ekki til í fleirtölu.

Tillaga: Minni áhersla á hafnarmál en áđur.

4.

Vitni sáu manninn einnig henda hjólinu og poka, sem reyndist innihalda skammbyssu, í nćrliggjandi á.“

Frétt á blađsíđu 24 í Morgunblađinu 5.12.2019.                

Athugasemd: Hvađ var í pokanum? Í honum var skammbyssa. Af hverju er ekki ţađ sagt í stađ ţess ađ pokinn innihaldi.

Stundum freistast ég til ađ skrifa of langar málsgreinar í stađ ţess ađ beit punkti og hafa ţćr stuttar. Stundum getur ţó veriđ nauđsynlegt ađ hafa málsgrein langa en ţá verđa einstakir liđir innan hennar ađ tengjast, eiga eitthvađ sameiginlegt. Oftar en ekki er betra ađ stytta málsgrein sem gerir hana skýrari og setningar á eftir verđa markvissari. Allt ţetta veltur á ţeim stíl sem skrifarinn vill tileinka sér og sýna. Sundurleysi í stíl bitnar á lesandanum. Stílleysi er einkenni margra blađamanna, alls ekki allra.

Tillaga: Einnig sáu vitni manninn henda hjólinu og poka í nćrliggjandi á. Í pokanum var skammbyssa.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband