Klettur sem gróf sig og bananahýđi fyrir lćrisveina Klopps

Orđlof

Hundruđ

Baráttan viđ „hundruđir“ mun halda áfram til efsta dags. Ţetta er eins og líkamsrćkt, ekki dugir ađ láta deigan síga. 

Hundrađ (nafnorđiđ) er hvorugkynsorđ – ţótt til séu kvenkyns ţúsundir. Fleirtalan verđur ţví hundruđ, ekkert „ir“, og eignarfall hennar (til) hundrađa, ekki „hundruđa“.

Máliđ, Morgunblađiđ, 4.11.2019, blađsíđa 21.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Erfitt er ađ koma ţví til skila hversu erfitt er ađ spila svona leiki.“

Frétt á blađsíđu 32 í Morgunblađinu 1.11.2019.                 

Athugasemd: Ótrúlegt ađ blađamađurinn skuli ekki hafa komiđ auga á nástöđuna. Blađamenn verđa ađ skilja ađ endurtekning sama orđs gengur ekki, slíkt er skađi fyrir frásögnina og truflar lesandann. Listin er í ţví fólgin ađ skrifa framhjá eins og ţađ er kallađ. Viđ ţađ batnar stíllinn.

Tillaga: Ekki er hćgđarleikur ađ koma ţví til skila hversu erfitt er ađ spila svona leiki.

2.

„Um 65 metra hár klettur gróf sig frá berginu og varđ frístanandi en á milli hans og bergsins var gjá sem breikkađi og var orđin á ţriđja metra ţegar bergfyllan hrundi fram.“

Frétt á visir.is.                  

Athugasemd: Ţetta er skrýtin lýsing. Fćstir hafa heyrt um eđa séđ klett sem „grefur sig frá“ einhverju. Reyndar gleymir blađamađurinn ađ nefna sprungu sem myndađist af eđlilegum orskökum

Svo varđ „kletturinn frístanandi“ (ekki frístandandi) sem blađamađur veit ekkert um vegna ţess ađ engar athuganir voru gerđar á sprungunni, hvort hún hafi veriđ svo djúp ađ ţetta hafi veriđ reyndin.

Í fréttinni segir ađ eftir ađ kletturinn hrundiđ hafi orđiđ til „bingur“ í fjörunni, „jarđvegsbingur“ segir líka. Hvernig getur ţađ gerst ađ eftir skriđu verđi til „bingur“?

Fréttin er meira samin af vilja en getu. Margt er ofsagt og enn fleira vantar. Blađamađurinn reynir ađ giska á ţađ sem gerist í stađ ţess ađ hringja í jarđfrćđing og spyrja hann nánar út í atburđarásina. Fyrir vikiđ verđur fréttin ótrúverđug og hallćrisleg.

Tillaga: Engin tillaga

3.

„Sky Sports grein­ir nú frá ţví ađ Arsenal neit­ar ţví al­fariđ ađ Sanllehi og Mour­in­ho hafi mćst og ađ ţeir hafi ekki talađ sam­an í nokk­ur ár.“

Frétt á mbl.is.                   

Athugasemd: Nokkur munur er á ţví ađ mćtast og hittast. Á förnum vegi mćtist fólk. Fyrir kemur ađ einhverjir hitta óvart kunningja, vini eđa ćttingja og staldra ţá stundum viđ og spjalla.

Sagnirnar tvćr hafa geta svipađa merkingu en í ţessu tilviki er ekki hćgt ađ tala um ađ Sanllehi sem er starfsmađur enska fótboltafélagsins Arsenal, og Mourinho, ţjálfarinn atvinnulausi, hafi mćst. Réttara er ađ segja ađ ţeir hafi hist eđa fundađ.

Sögnin ađ neita er í tilvitnuninni í framsöguhćtti en á ađ vera í viđtengingarhćtti eins og segir í tillögunni.

Málsgreinin er frekar löng. Punktur er sjaldan ofnotađur í rituđu máli en getur veriđ gott stílbragđ. Ţegar samtengingin og kemur fyrir tvisvar eđa oftar er oft skynsamlegt ađ setja punkt

Hitt er svo annađ mál ađ ţađ er ekkert víst viđ stuđningsmenn Arsenal viljum fá Mourinho ţó svo ađ núverandi ţjálfari virđist koma litlu í verk, enn sem komiđ er.

Tillaga: Sky Sports grein­ir nú frá ţví ađ Arsenal neiti ţví al­fariđ ađ Sanllehi ogho Mourinho hafi fundađ. Ţeir hafi ekki talađ sam­an í nokk­ur ár.

4.

„Fimm mínútum fyrir leikslok virtist ţessi leikur ćtla ađ vera bananahýđi fyrir lćrisveina Klopp en á lokamínútunum tókst ţeim ađ nýta sér ţreytta fćtur Aston Villa og skapa tvö mörk.“

Frétt á frettabladid.is.                    

Athugasemd: Líklega mćtti hćla höfundinum fyrir líkingamál vćri ţetta ekki frétt. Í fréttum er best ađ tala hreint mál, sleppa líkingum, orđatiltćkjum og málsháttum eftir ţví sem kostur er. Segja fréttirnar á einföldu, íslensku máli.

Íţróttafréttir á ađ skrifa eins og ađrar fréttir.

Tillaga: Fimm mínútum fyrir leikslok virtust sem leikurinn myndi enda međ jafntefli. Liverpool náđi ţá ađ skora tvö mörg enda leikmenn Aston Villa orđnir ţreyttir.

5.

„Ţúsundir íslenskra barna međ offitu.

Frétt á frettabladid.is.                    

Athugasemd: Er ekki átt viđ ađ börnin séu of ţung? Hins vegar er alkunna ađ ţúsundir íslenskra barna eru međ síma. Varla er hćgt ađ orđa ţađ ţannig ađ fita sé ţađ sem fólk er međ rétt eins og sími. Offita er afleiđing óhóflegrar neyslu og ţví eđlilegra ađ tala um ţyngd í ţessu samandi.

TillagaŢúsundir íslenskra barna eru of ţung.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband