Lćrisveinar, sitjandi tónleikar og strandrof sem hótar vita

Orđlof

Hláka og hlćr

Komum viđ ţá ađ orđum eins og hláka, hlána, og lýsingarorđinu hlár sem upphaflega merkti ţíđur eđa volgur, en fékk seinna niđrandi merkingu. 

Ţá var líka til ađ hláka vćri ekki ađeins haft um ţíđviđri, heldur einnig í merkingunni glađleg kona, en ţađ fór stundum eins og međ hlár, ađ merkingin varđ miđur vingjarnleg. Tók ţá orđiđ hláka ađ merka „kvensa", lítilfjörleg kona. 

Hlákulegur er ekki bara haft um veđriđ, heldur einnig um menn, og ţá helst = glađhlakkalegur, en einnig óráđinn og til alls vís.

Hlár gat ađ fornu tekiđ i-hljóđvarpi og breyst í hlćr, en merkingin er söm: hlýr, ţíđur, volgur.

Íslenskt mál, Gísli Jónsson, 793. ţáttur, Morgunblađinu 22.4.1995.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Lćrisveinar Heimis Hallgrímssonar töpuđu …“

Íţróttafréttir Ríkissjónvarpsins 21.10.2019               

Athugasemd: Íţróttafréttamađur í Sjónvarpinu er farinn ađ kalla leikmenn fótboltaliđa „lćrisveina“. Ţetta apar hann eftir nokkrum íţróttablađamönnum prentmiđla.

Ţjálfarar í íţróttum eru ekki „lćrifeđur“ heldur einfaldlega ţjálfarar. Leikmenn eru ekki „lćrisveinar“, ţeir eru ekki ađ lćra heldur undir verkstjórn ţjálfara. Í hópíţróttum eru ţeir leikmenn. 

Ţetta er svo óskaplega vitlaust ađ engu tali tekur og gengur ţvert á alla málhefđ. Fréttamenn á Ríkisútvarpinu eru ekki lćrisveinar fréttastjórans eru blađamenn lćrisveinar ritstjóra eđa ritstjórnarfulltrúa.

Ef ţetta verđur látiđ óátaliđ má allt eins kalla ţá lćrlinga eđa lćrisveina sem starfa undir verkstjórn annarra. Á sama hátt mćtti kalla stjórnendur lćrifeđur. Auđvitađ gengur ţetta ekki. Svokallađ „íţróttamál“ má ekki brjóta gegn málfrćđi og málhefđ.

Ađ lokum má geta ţess ađ liđiđ tapađi og ţjálfarinn er hluti af ţví. Varla getur ţađ veriđ ađ leikmennirnir hafa tapađ en ekki ţjálfarinn.

TillagaLiđ Heimis Hallgrímssonar tapađi ...

2.

„Ég held ađ Kenny hafi ekkert međ ţetta ađ gera, til ţess ađ vera hreinskilinn.“

Frétt á visir.is.               

Athugasemd: Hér skín enskan í gegn, ţýđingin er léleg. Líklegast er ađ blađamađurinn noti Google Translate sem skilur ekki blćbrigđi íslensks máls enda var forritiđ ekki lengi ađ snara ţessu svona aftur yfir á ensku:

I think Kenny has nothing to do with that, to be honest.

Google Translate ćtti ekki ađ starfa í blađamennsku á Íslandi. „Hann“ hefur ađ vísu nćgan orđaforđa en kann ekki ađ nýta sér hann svo vel sé. 

Tillaga: Í hreinskilni sagt held ég ađ Kenny hafi hvergi komiđ nálćgt ţessu.

3.

„Eftir nokkur lög fara tvćr stelpur fyrir framan okkur ađ dilla sér sem er náttúrulega kannski ekkert athugavert nema ţađ ađ ţetta eru sitjandi tónleikar …“

Frétt á dv.is.                

Athugasemd: Á sumum tónleikum er gert ráđ fyrir ađ áheyrendur sitji, á öđrum eru engin sćti og fólk stendur. Oft er erfitt ađ ráđa viđ sig tónlistin streymir frá listamönnunum og fólk rís ósjálfrátt úr sćtum sínum og dillar sér og dansar.

Eitthvađ ókunnuglegt og óeđlilegt er ađ tala um „standandi“ eđa „sitjandi“ tónleika ţví ţeir eru atburđur sem getur hvorki stađiđ né setiđ. Orđalagiđ er komiđ úr ensku. Cambridge Dictionary virđist ekki ţekkja „sitting concert“ en Google ţekkir ţetta mćtavel.

Vera má ađ ţetta sé ekki ađalatriđiđ heldur málhefđin. Tónleikar geta ekki stađiđ ţó áhorfendur standi eđa sitji. Ekki frekar en viđ getum talađ um „akandi vegi“, „gangandi fjöll“, „skrifandi borđ“, „hlaupandi stíga“, „greiđandi öpp“, „fundandi sal“ svo nokkur fáránleg en sambćrileg dćmi séu nefnd um vegi, skrifborđ, hlaupastíga, bankaöpp og fundarsal.

Stundum hefur mađur lent í standandi vandrćđum međ eitthvađ. Ţá eru vandrćđin mikil. Sá sem er standandi hissa er afar undrandi og sá sem er í vanda staddur en kemur standandi niđur hefur ekki skađast verulega. Ţetta orđalag er ţó varla sambćrilegt viđ „standandi tónleika“ eđa sitjandi tónleika“.

Tillaga: Eftir nokkur lög byrja tvćr stelpur fyrir framan okkur ađ dilla sér sem er svo sem allt í lagi nema vegna ţess ađ ćtlast er til ţess ađ tónleikagestir sitji í sćtum sínum 

4.

„DV tókst ekki ađ ná tali af Gísla Pálma eđa Ástrósi ţrátt fyrir ítrekađar tilraunir.“

Frétt á dv.is.                

Athugasemd: Nafniđ Ástrós er ţarna rangt fallbeygt. Ţađ beygist svona:

Ástrós, um Ástrós, frá Ástrós, til Ástrósar.

Kvennafniđ Rósa beygist á annan veg:

Rósa, um Rósu, frá Rósu, til Rósar.

Aftur á móti beygist kvenkynsnafnorđiđ rós eins og Ástrós:

Rós, um rós, frá rós, til rósar.

Auđvelt er ađ sćkja sér hjálpar á máliđ.is. Ţar er vísađ til fallbeyginga allra orđa í eintölu og fleirtölu, án og međ greini.

Tillaga: Eftir nokkur lög fara tvćr stelpur fyrir framan okkur ađ dilla sér sem er svo sem allt í lagi nema vegna ţess ađ ćtlast er til ţess ađ tónleikagestir sitji í sćtum sínum 

5.

„… en strandrof frá Norđur­sjó hef­ur um tíma hótađ vit­an­um ađ steypa hon­um niđur í sjó.“

Frétt á mbl.is.                

Athugasemd: Fréttin er fróđleg og skemmtileg en málfariđ er slćmt, eiginlega mjög vont. Skrifin eru dálítiđ útlendingsleg og viti menn, ofangreind málsgrein er komin úr ensku og líklega ţađan úr dönsku.

Á vef BBC segir:

… but coastal erosion from North Sea winds threatened to topple it into the sea.

Betur fer á ţví ađ tala um sjávarrof en strandrof, sjórinn ógnar vitanum, ströndin rofnar vegna ágangs sjávar. Líklega stendur vitinn á sandhćđ og vel má vera ađ vindurinn eigi einhverja sök á rofinu. Miđađ viđ myndir sem fylgja fréttinni er líklegast ađ brimiđ sé stóri skađvaldurinn og smám saman rýrnar hćđin rétt eins og dćmi eru til hér á landi. Nefna má til dćmis Valahnúk á Reykjanesi.

Hér minnist mađur ţess sem segir í góđri bók:

En hver sem heyrir ţessi orđ mín og breytir ekki eftir ţeim, sá er líkur heimskum manni, er byggđi hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatniđ flćddi, stormar blésu og buldu á ţví húsi. Ţađ féll, og fall ţess var mikiđ.

Ekki er gott ađ segja „strandrof hótar vitanum“. Nćr er ađ rofiđ ógni vitanum.

Í fréttinni segir:

Ţađ mun taka nokkr­ar klukku­stund­ir ađ fćra vit­ann en ţađ er ekki hćgt ađ hreyfa hann hrađar en 12 metra á hverri klukku­stund.

Orđalagi ađ „hreyfa vitann 12 metra á klukkustund“ er dálítiđ furđulegt og getur varla veriđ rökrétt. Betra ađ ađ nota orđ eins og flytja, ýta, draga eđa álíka.

Í fréttinni segir einnig:

Svćđiđ í kring­um vit­ann mun nú vera fyllt međ sementi.

Hér er ókeypis ráđ. Ekki dreifa sementi í kringum vitann, ţađ styrkir ekki undirstöđurnar. Betra er ađ steypa í kringum hann. Líklegast hefur ţađ veriđ gert ţrátt fyrir orđalagiđ í fréttinni.

Tillaga: … en sjávarrof hefur ógnađ undirstöđum vitans. 

6.

„Nú eru tvćr vik­ur áđur en hann fer í skurđađgerđ sem mun ađ öll­um lík­ind­um draga hann til dauđa.“

Frétt á mbl.is.                 

Athugasemd: Ţarna er réttara ađ segja ţar til hann fer. Skera upp er fallegra orđalag en ađ „fara í skurđađgerđ“.

Tillaga: Nú eru tvćr vikur ţar til hann verđur skorinn upp sem ađ öllum líkindum verđur banamein hans.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband