Misjafnir hlutir, eiga frábćrt mót, umbúđir á hausnum og sitjandi Trump
30.6.2019 | 21:29
Orđlof og annađ
Skipta um hest í miđri á
[Merkir] breyta afstöđu sinni til einhvers eftir ađ ţađ er hafiđ (án ţess ađ ástćđa sé til) [ ]
Orđatiltćkiđ er kunnugt úr nútímamáli. Líkingin vísar til ţess ţegar fariđ er ríđandi yfir vatnsfall en eftir ađ lagt er af stađ er óskynsamlegt ađ skipta um reiđskjóta. [e. change hroses in midstream].
Mergur málsins eftir Jón G. Friđjónsson.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Liđin tólf sem leika í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max- deildinni, ćtla sér misjafna hluti í lengsta sumarglugganum
Frétt blađsíđu 44 í Morgunblađinu 29.1.2019.
Athugasemd: Ekki er ţetta gott orđalag. Ćtla ţau sér eitthvađ misjafnt eđa er stefna félaganna ólík? Félögin ćtla sér ekki misjafna hluti, ţetta er bara hnođ, illskiljanlegt í ţokkabót. Ćtlar Valur sér misjafnari hluti en Fylkir? Og hvađa hluti er veriđ ađ tala um, varla leikmenn?
Sé hugsun blađamannsins sú ađ félögin hafi ólíka stefnu í leikmannakaupum ţá ćtti hann ađ segja ţađ á einfaldan hátt. Upphafinn texti er oftast rembingur, slćmur og illskiljanlegur.
Svona er málsgreinin í heild sinni:
Liđin tólf sem leika í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max- deildinni, ćtla sér misjafna hluti í lengsta sumarglugganum til ţessa en ţau eiga ţađ ţó öll sameiginlegt ađ ef eitthvađ spennandi dettur inn á borđ til ţeirra, verđi ţađ skođađ af fullri alvöru.
Ţetta er langloka, flókin og illskiljanleg. Hvađ er til dćmis sumargluggi og hvers vegna er hann langur? Í kirkjum ţekkjast til dćmis langir gluggar. Er algengt ađ eitthvađ detti inn á borđ fótboltafélaga? Hvađa borđ? Falla leikmenn á borđiđ?
Stađreyndin er ţessi, í júlí mega leikmenn skipta um félag, nái ţeir og félögin samningi um slíkt. Ţetta hefur veriđ kallađur gluggi, félagaskiptagluggi og annađ álíka. Ástćđan er sú ađ tímabil félagaskipta hefur hingađ til veriđ frekar stutt. Látum vera ađ félagaskiptin séu kölluđ gluggi en ţađ gengur ekki nema skýring fylgi. Veit ekki hvort til er vetrargluggi.
Sumir íţróttablađamenn eru ţekktir fyrir yfirburđaţekkingu á íţróttum en eru ţví miđur lakari í skrifum og íslensku máli.
Tillaga: Liđin í úrvalsdeild karla í fótbolta hafa ekki sömu stefnu um leikmannakaup í sumarglugganum
2.
Eftirtektarsamir nágrannar vöktu íbúa í brennandi húsi.
Fyrirsögn á visir.is.
Athugasemd: Ekki er rangt ađ orđa ţetta svona. Hins vegar eru til fleiri orđ sem nota má í stađinn fyrir langa, samsetta orđiđ eftirtektarsamur. Eitt af ţeim er lýsingarorđiđ vökull en samkvćmt orđabókin merkir bókstaflega ţann sem vakir lengi, ţann sem er athugull eđa áhugasamur.
Munum ađ notkun ţessara orđa veltur á samhenginu. Í ţessu tilviki er líka hćgt ađ nota orđiđ athugull.
Tillaga: Vökulir nágrannar vöktu íbúa í brennandi húsi.
3.
Fjölskylda greiddi 1,3 milljónir fyrir íbúđ sem reyndist ekki vera til stađar.
Fyrirsögn á visir.is.
Athugasemd: Óvanir skrifarar ţekkjast úr. Ţeir skrifa um ađ rćđa, vera til stađar og annađ álíka sem gerir lítiđ fyrir frásögnina en eyđileggur stílinn.
Ţarna er síđasta orđinu algjörlega ofaukiđ.
Tillaga: Fjölskylda greiddi 1,3 milljónir fyrir íbúđ sem reyndist ekki vera til.
4.
Knattspyrnukonan Megan Rapinoe hefur heldur betur veriđ í umrćđunni ţessa daganna en hún er ađ eiga frábćrt heimsmeistaramót fyrir Bandaríkin í Frakklandi ţessa daganna.
Frétt á mbl.is.
Athugasemd: Málsgreinin er ómerkilegt hnođ. Leirburđurinn hún er ađ eiga er furđuleg framlenging á einföldu orđalagi, hún á. Í ţessu tilviki stendur fóboltakonan sig afburđa vel og ţví bara óskiljanleg fíkn í nafnorđ ađ segja ađ hún eigi gott mót.
Svona leirskrif eru ótrúlega algeng og bendir til ađ blađamađurinn hafi ekki úr miklum orđaforđa ađ mođa. Eru engir á fjölmiđlum sem segja nýliđunum til eđa skiptir málfar engu máli?
Síđar í fréttinni segir.
en ríkjandi heimsmeistararnir eru ţar međ komnir í undanúrslit.
Liđ sem er heimsmeistari er einfaldlega heimsmeistari, óţarfi ađ taka ţađ fram ađ ţađ sé ríkjandi. Hverju bćtir orđiđ ríkjandi viđ frásögnina? Engu.
Tillaga: Bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe hefur heldur betur veriđ í umrćđunni ţessa daganna. Hún hefur stađiđ sig frábćrlega á heimsmeistaramótinu í Frakklandi.
5.
Jón Guđni birti myndir af ţví á Facebook-síđu sína ţar sem má sjá hann međ umbúđir á hausnum eftir viđskipti viđ Hörđ.
Frétt á dv.is.
Athugasemd: Ţetta er illa skrifađ, hugsunarlaust. Hafi blađamađurinn lesiđ fréttina yfir bendir flest til ađ hann sé slakur í skrifum.
myndir af ţví ţar sem má sjá.
Ekkert samhengi er í ţessu.
Var mađurinn međ umbúđir ofan á hausnum eđa var bundiđ um höfuđ hans?
Er kappleikur tveggja liđa viđskipti eđa í viđureign?
Margir blađamenn hafa hvorki nćgan orđaforđa né skilning á málinu til ađ gera skrifađ eđlilegan texta. Ţar ađ auki er fljótfćrnin mikil. Afleiđingin er stórskemmd frétt.
Stuttu síđar var fréttinni breytt og orđalagiđ um viđskiptin ţurrkađ úr. Hún byrjar núna svona:
Ţađ fór fram Íslendingaslagur á dögunum en liđ Krasnodar og CSKA Moskva áttust ţá viđ í Austurríki.
Ţetta er ljótt ađ sjá, endemis vitleysa.
Hvađ er ţetta ţađ sem fréttin byrjar á? Jú, persónufornafniđ. Setningar sem byrja á ţađ flokkast oft sem leppur ţví hann er gjörsamlega merkingarsnauđur. Hann er algengur í barnamáli og í talmáli fullorđinna og er fátt út á ţađ ađ setja. Í ritmáli er hann afar hvimleiđur. Ţar kallast persónufornafniđ aukafrumlag sem flestir reyna ađ forđast. Afar ţroskandi er ađ skrifa sig framhjá leppnum.
Tillaga: Jón Guđni birti myndir af sér međ umbúđir um höfuđiđ eftir viđureignina viđ Hörđ.
6.
Sykurskatturinn er milli tannanna á hjá fólki.
Frétt kl. 12 í fréttum Bylgjunnar 30.6.2019.
Athugasemd: Fréttamađurinn á líklega viđ ađ mikil umrćđa sé um sykurskattinn. Hann skilur ţó ekki orđasambandiđ ađ vera á milli tannanna. Ţađ ţýđir ekki umrćđa heldur er beinlínis veriđ ađ baktala ţann sem fyrir verđur. Sykurskatturinn er hér ekki baktalađur og ţar af leiđandi á orđalagiđ ekki viđ.
Blađa- og fréttamenn freistast of oft til ađ nota málshćtti, orđtök og orđatiltćki sem ţeir skilja ekki. Sérstaklega á ţetta viđ um ungt fólk sem hefur lítiđ stundađ bóklestur og ţar af leiđandi ekki byggt upp orđaforđa eđa ítarlegan skilning á málinu. Fyrir alla er öruggast er ađ skrifa einfalt mál, forđast orđtök og orđatiltćki.
Tillaga: Fólk rćđir mikiđ um sykurskattinn.
7.
Donald Trump var í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna sem fer til Norđur-Kóreu.
Frétt í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins og einnig í kvöldfréttum sjónvarps 30.6.2019.
Athugasemd: Samkvćmt ţessi mun Trump hafa setiđ í hjólastól eđa á ţríhjóli (veđja á ţađ síđarnefnda) og einhver ýtt honum yfir landamćrin.
Nei, varla. Hér er veriđ ađ rugla međ orđiđ sitjandi, rétt eins og bullađ er međ ríkjandi. Hiđ fyrrnefnda er stundum haft um kjörna ráđamenn, forseti er sagđur sitjandi jafnvel ţó hann standi eđa liggi út af. Hiđ síđarnefnda er tíđum misnotađ í íţróttafréttum, heimsmeistarar eđa landsmeistarar eru oft sagđir ríkjandi sem er skiljanlega gagnslaus viđbót.
Sé Trump fyrsti bandaríski forsetinn sem fer yfir til Norđur-Kóreu ţarf ekkert ađ tíunda ţađ frekar. Viđbótin sitjandi bćtir engu viđ skilning hlustandans. Öđru máli gildi ef Clinton eđa Bush hefđu fariđ til Norđur-Kóreu. Ţá vćri viđ hćfi ađ geta ţess ađ ţeir séu fyrrverandi forsetar, ef svo ólíklega vildi til ađ einhver vissi ţađ ekki.
Tillaga: Donald Trump var í dag fyrsti bandaríski forsetinn sem fer til Norđur-Kóreu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Facebook
Athugasemdir
Hundar greinast međ iPhone
Fyrirsögn á frétt Moggans
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.7.2019 kl. 10:39
Bestu ţakkir fyrir ţetta, Hallgrímur. Fć ađ nota ţetta nćst.
Nokkuđ skondin fyrirsögn. Einn hundur greinist međ kvef, annar međ iPhone. Hvort skyldi nú vera hćttulegra?
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 1.7.2019 kl. 11:37
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.