Óskráđ mótorkrosshjól tćtast um i náttúrunni

MororkrossdekkFullyrđa má ađ vélhjól séu orđnir miklir skađvaldar í íslenskri náttúru, meiri en flestir halda. Margt bendir til ađ hópar manna á óskráđum vélhjólum, svokölluđum mótorkrosshjól, aki um heiđar og fjöll. Ţeir fylgja annars vegar gömlum slóđum, trođningum, kindaslóđum eđa fara beint af augum.

Mótorkrosshjól eru ćtluđ til ćfinga og keppni á lokuđum brautum. Samkvćmt umferđalögum er  óheimilt ađ aka ţeim utan brauta nema ţau beri hvít skráningarnúmer.

Hjólin eru á afar grófmynstruđum dekkjum, sem grípa vel í allan jarđveg. Krafturinn er slíkur ađ ţau geta ţeytt sandi og grjóti langar leiđir.

Ţeir sem iđka akstur á mótorkrosshjólum hafa ađstöđu viđ Bolöldu, austan Vífilsfells, skammt frá Litlu kaffistofunni. Ţar hafa veriđ útbúnar ćfinga- og keppnisbrautir. Ţćr duga ţeim ekki.

Eftir ţví sem ökuţórum á mótorkrosshjólum eykst kjarkur fara ţeir víđar. Um leiđ og einn hefur búiđ til slóđ ţora ađrir ađ koma á eftir og svo eykst umferđin. Nú ţykir sjálfsagt ađ aka inn í Jósefsdal og spóla ţar sem víđast. Á loftmyndum á auđveldlega greina slóđir upp á Ţórishamar, um Draugahlíđar, milli Sauđdalahnúka, vestur fyrir Vífilsfell, suđur međ Bláfjöllum. Hjólaslóđir eru einnig frá Bolöldu út ađ Lyklafelli og vestan undir Hengli.0J2B8570

Um helgina gekk ég á Geitafell, sem er viđ Ţrengslaveg. Ţar mćtti ég tveimur hópum á mótorkrosshjólum, samtals átta manns. Ekkert hjól á númerum.

Af hjólförunum má ráđa ađ ţeir hafi komiđ af vegaslóđa sem liggur austan Meitilsfjalla. Leiđ ţeirra lá ţađan yfir Ţrengslaveg, og ţá rakleiđis upp á Sandfell, niđur hinum megin, og ţađan eftir gömlum veg og síđan norđur  viđ Geitafell og áleiđis upp á Heiđina háu. Óljóst er hvert ţeir fóru ţađan.

0J2B8613Engir vegir eđa slóđar eru á ţarna heldur er ekiđ eftir gömlum kindagötum međfram sauđfjárveikigirđingu. Víst er ađ svona liđ er ekki í klukkutíma ferđalagi. Ţeir ferđast međ bakpoka og í honum er ábyggilega gott nesti og drykkir.

Á sunnudaginn gekk ég aftur á Geitafell ţví ég hafđi lent í ţoku á fjallinu á laugardeginum. Ég lagđi bílnum viđ Sandfell og er ég kom ađ honum ađ göngu lokinni drógu mig uppi tveir mótorkrossarar. Ţeir komu frá Heiđinni háu, öndvert viđ hópanna deginum áđur. Leiđ ţeirra lá yfir Ţrengslaveg og upp međ Litla-Meitli. Skamm fyrir ofan, viđ Syđri Eldborg, er aragrúi gamalla slóđa sem urđu til áđur en landsmenn áttuđu sig á ţví ađ akstur utan vega vćri í eđli sínu glćpur.

Nú er utanvegaakstur brot á umferđalögum. Einnig akstur óskráđra mótorhjóla utan afmarkađra svćđa. Engu ađ síđur er ekiđ á ţessum hjólum um Heiđmörk.

0J2B8618Iđulega sjást óskráđ mótorkrosshjól aka á malarvegi međfram Suđurlandsveginum og ađ Bolöldu. 

Myndir

Efsta myndin er af mótorkrossdekki. Grófmynstrađ, hrikalegur skađvaldur í náttúru landsins.

Önnur myndin er af knapa á hjóli sínu á örmjórri kindagötu viđ sauđfjárveikigirđingu.

Ţriđja myndin er af fimm manna hóp á ţeysireiđ eftir gömlum vegaslóđa. Skammt frá endar hann og ţá óku hópurinn eftir kindagöntum skamma hríđ og svo upp á heiđi.

0J2B8871Fjórđa myndin sýnir hvernig ökuţórarnir sveigja frá veginum ţar sem hann er illfćr. Skiptir engu ţó ţá sé ekiđ á gróđri.

Fimmta myndin sýnir slóđina eftir vélhjólaliđiđ upp Sandfell.

Á sjöttu myndinni sjást mótorkrossknaparnir á sunnudeginum hverfa upp veginn undir Litla-Meitli.

Síđasta myndin fannst á vefnum og sýnir mann á mótorkrosshjóli sínu stilla sér hetjulega upp í útspóluđu moldarflagi í Jósefsdal. Seint gćr ţarna upp.

 

0J2B8867

 

 

 

 

 

 

 

Í jóseflsdal

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki er vitađ um lengd vegaslóđa á Íslandi, en hún er meiri samtals en 20 ţúsund kílómetrar. Til samanburđar má nefna ađ í ţekktasta jeppaţjóđgarđi Bandaríkjanna, Giljalandi (Canyonland) nálćgt Moab, sem er Mekka jeppaaksturs í BNA, eru 1600 km af slóđum og ţykir mikiđ.

Hvergi var á ferđum mínum um ţjóđgarđinn ađ sjá eitt einasta hjólfar utan vel merktra slóđa.  

Ómar Ragnarsson, 1.7.2019 kl. 22:02

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Svakalegur samanburđur, Ómar.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 1.7.2019 kl. 22:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband