Mótorhjólum misbeitt gegn náttúru landsins - myndir

0J2B8253Akstur utan vega er alvarlegt vandamála á suðvesturhorni landsins. Sérstakur vandi er vegna mótorhjóla, svokallaðra „krossara“. Félagsskapur manna mótorhjólum fékk fyrir um tuttugu árum aðstöðu austan við Vífilsfell, þar sem heita Bolöldur. Það var misráðið því mótorhjólalið hefur iðkað akstur langt út fyrir það svæði sem þeim var markað og valdið stórskaða á náttúrnni.

Nú er svo komið að hjólastígar hafa myndast vestan við Vífilsfell og Bláfjöll, einnig austan við fjöllin og má segja að Bláfjöll séu nær hringekin en þar á hvergi að vera ekið á vélknúnum ökutækjum. Raunar hefur verið ekið langleiðina upp á topp Vífilsfells.

DSC_0064Sandkletturinn Ölduhorn vestan undir Víflsfelli hefur verið hringspólaður og umhverfi hans stórskemmt og verður seint lagað þó mótorhjólaumferðin leggist af.

Vestan undir Hengli hafa mótorhjólamenn reykspólað eins og þeir eigi svæðið. Spólað sig upp móbergsklappir, og tætt þær. Þeir hafa hjólað inn í Innstadal, fylgt gömlum göngu- og kindastígum, breikkað þá og dýpkað.

Um helgina sá ég svo merki um akstur mótorhjóla í Grindaskörðum. Þar hefur hjólum verið ekið upp bratta hlíð við Miðbolla. Má vera að það hafi verið gert á meðan frost var í jörðu og snjór að hluta til á. Engu að síður sjá ummerkin greinilega, mosinn er dauður í hjólförunum.

DSC_0179Svo virðist vera að margir „krossarar“ beri enga virðingu fyrir náttúru landsins og telji sér heimilt að aka af augum svo framarlega sem þeir nást ekki, kærðir og dæmdir. Þetta viðhorf er svo hrikalega ruddalegt að engu tali tekur. Þörf er á því að taka á þessum vanda, hirða „krossara“ og kæra.

Efsta myndin er tekin í Grindaskörðum, horft niður. Þarna sést hvernig hjólakapparnir hafa gert nokkrar tilraunir til að komast upp brekku. Snjór hefur verið í brekkunni ekki á mosanum sem er dauður í hjólförunum.

Önnur myndin er tekin vestan undir Vífilsfelli. Þarna hafa myndast þrír troðningar hlið við hlið. Þegar sá fyrsti er illfær færa kapparnir sig til hliðar og búa til annan og svo koll af kolli.

DSCN0667Þriðja myndin er líka tekin undir Vífilsfelli, undir Ölduhorni. Þar gera „krossarar“ sitt besta til að eyðileggja fallega náttúru.

Fjórða myndin er tekin vestan undir Hengli á leið í Marardal. Þarna hafa kappar reynt sig við móbergið og greinilega komist upp, hrósað sigri. Má vera að þeir hafi verið á nagladekkjum.

dsc_4423_bSíðasta myndin er af mótorhjólamönnum sem komust langleiðina upp á Vífilsfell. Þarna eru þeir ofan við svokallaða Sléttu, á leið niður móbergið. Þeir komst ekki miklu ofar en þetta. Sem betur fer var nægur snjór og þeir náðu ekki að spóla sig í gegnum hann. Dekkin voru alsett stórum nöglum og er mjúkt móbergið engin fyrirstaða. 

 

 


mbl.is Mótorhjólum ekið utan vega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband