Afkastamikil helgi, stofna til utanvegaaksurs og horfa á Klopp sem mikilvćgan

Orđlof og annađ

Málvillur

„Já, ég hef komiđ at­huga­semd­um vegna ís­lensks máls í frétt­um Rík­is­út­varps­ins á fram­fćri viđ Rík­is­út­varpiđ, svo sem viđ Brodda Brodda­son vara­f­rétta­stjóra og Boga Ágústs­son, ţann frétta­mann sem lengst­an starfs­ald­ur hef­ur.

Og ţađ verđur ađ segj­ast eins og er ađ at­huga­semd­um mín­um hef­ur ekki veriđ tekiđ vel og af litl­um skiln­ingi,“ seg­ir Tryggvi [Gíslason, magister og fyrrum skólameistari MA].

Viđtal, Morgunblađiđ.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Listasafn Samúels veriđ opnađ fyrir sumariđ eftir afkastamikla vinnuhelgi.

Undirfyrirsögn á blađsíđu 10 í Morgunblađinu 3.6.2019.         

Athugasemd: Helgar geta ekki veriđ afkastamiklar, ţađ segir sig sjálft. Hins vegar höfđu menn unniđ svo mikiđ um eina helgi ađ hćgt var ađ opna safniđ. Ţađ er allt annađ mál.

Líklega er ţađ meiri frétt ađ Listasafn Samúels hafi veriđ opnađ en ađ einhverjir hafi veriđ duglegir ađ undirbúa opnunina.

Erfitt er ađ skilja ađ safniđ hafi „veriđ opnađ fyrir sumariđ“ ţví sumariđ er ţegar komiđ samkvćmt dagatalinu. Ţessu hefđi mátt sleppa.

Tillaga: Listasafn Samúels hefur veriđ opnađ eftir mikla vinnuhelgi.

2.

Lögreglumenn frá Húsavík höfđu í dag afskipti af ökumanni bifreiđar sem ekiđ hafđi veriđ utan vegar í Bjarnarflagi viđ Mývatn.

Frétt á visir.is.          

Athugasemd: Hvađ merkir orđiđ „afskipti“ í másgreininni? Lesandinn áttar sig ekki á ţví enda má skilja orđiđ á marga vegu. Var mađurinn á flótta, náđist hann á hlaupum, var spjallađ viđ hann, fór hann í yfirheyrslu, náđist hann á náđhúsinu, í kaffi eđa á skokki …?

Lögreglan skrifar ţetta um sama mál á samfélagsmiđli og er textinn birtur í fréttinni:

Lögreglumenn frá Húsavík höfđu í dag hendur í hári ökumanns, sem tók upp á ţeim ósóma ađ stofna til utanvegaaksturs í Bjarnarflagi viđ Mývatn, skammt frá Jarđböđunum.

Ţetta er alls ekki góđ málsgrein og í raun jafn illskiljanleg og skrif blađamannsins. Hvers vegna skrifar löggan ađ „hafa hendur í hári“ í stađ ţess ađ segja ađ ökumađurinn hafi náđst? 

Hvernig dettur löggunni í hug ađ orđa ţađ svo ađ ökumađur hafi „stofnađ til utanvegaaksturs“. Afsakiđ orđbragđiđ en ţetta er tóm vitleysa ţví ekkert styđur orđalagiđ. Mađurinn ók utan vega, stofnađi ekki til neins, einfaldara getur ţađ ekki veriđ. Ţvílík plága sem nafnorđafíknin er orđin.

Stofna til einhvers merkir ađ byrja eitthvađ, til dćmis rekstur eđa jafnvel mótmćli. Enginn stofnar til utanvegaakstur, ţannig er ekki talađ.

Af hverju er ekki hćgt ađ orđa hlutina á einfaldan hátt? Klisjurnar eru skelfilega leiđinlegar og oftast ónothćfar; „afskipti af ökumanni“ eđa hafa „hendur í hári ökumanns“. Allir skilja hins vegar ţegar löggan nćr ökumanni sem brotiđ hefur lög. 

Tillaga: Lögreglumenn frá Húsavík náđu í dag ökumanni sem ók utan vegar í Bjarnarflagi viđ Mývatn.

3.

Borgin sigrar sólarlottóiđ.

Fyrirsögn á visir.is.          

Athugasemd: Tapađi „sólarlottóiđ“. Nei, auđvitađ ekki. Enginn sigrar keppni, ekki heldur happdrćtti og ţar međ taliđ lottó. Hins vegar er hćgt ađ sigra í keppni, fá vinning í happdrćtti. Ţá er stundum sagt ađ einhver hafi unniđ í happdrćttinu eđa í lottóinu. Aldrei ađ ţau hafi veriđ sigruđ.

Í fyrirsögninni er ofmćlt ađ Reykjavík hafi sigrađ í ţessu „sólarlottói“. Ástćđan er einfaldlega sú ađ vinningshafarnir voru fleiri, til dćmis önnur sveitarfélög á suđvesturhorni landsins. 

Ţađ vćri án efa veđurfrćđilegt undur ef sól hafi skiniđ í Reykjavík en ekki í Kópavogi, Hafnarfirđi, Garđabć eđa Mosfellsbć. Jú, auđvitađ getur veriđ skýjađ á sumum stöđum eđa ţoka. Skýjafar fer samt aldrei eftir landamerkjum sveitarfélaga. Lesandanum er óhćtt ađ trúa ţví.

Tillaga: Sólríkt á Suđur- og Vesturlandi.

4.

Carragher sagđi í […] ađ hann horfi á Klopp sem eina mikilvćgastu persónuna í Liverpool.

Frétt á visir.is.          

Athugasemd: Sumir eru svo „ógeđslega“ góđir í ensku og vita „allt“ um fótbolta en kunna ekki ađ tjá sig á íslensku. Ţannig verđa til á skemmdar fréttir.

Sá ágćti mađur Liam Carrager finnst Klopp ekki ađeins vera mikilvćgur ţegar hann horfir á hann heldur líka ţegar hann er hvergi sjáanlegur.

Stađreyndin er hins vegar sú ađ hann álítur eđa telur Klopp mikilvćgan. Eđa finnst hann mikilvćgur.

Í fréttinni segir líka ţetta:

Ég held ađ hann sé sérstakur stjóri.

Hvađ á blađamađurinn viđ? Lýsingarorđiđ sérstakur merkir ekki ađ stjórinn sé frábćr, stórkostlegur, afburđamađur, fallegur, virđulegur, góđur, indćll svo dćmi sé tekiđ um gildishlađin orđ sem lýsa einkennum einstaklings. 

Sérstakur er bara eins og orđiđ er myndađ, hentar til takmarkađra nota.

Hćgt er ađ segja ađ fótboltamađur sé sérstakur í liđi sínu af ţví ađ hann er sá eini sem er örfćttur.

Bíll sem alltaf er ađ bila telst sérstakur, ađrir myndu segja hann lélegan.

Í gamla daga var ţótti sá sérstakur sem gekk á fjöll, nú hafa fleiri ţetta tómstundagaman.

Loks má geta ţess ađ í fyrirsögninni hér ađ ofan er ein stafsetningavilla.

Tillaga: Carragher álítur í […] Klopp einn af ţeim mikilvćgustu í Liverpool.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband