Ákvarđanatökuvettvangur og uppsagnir sem hafa veriđ framkvćmdar

Orđlof og annađ

Mjalli

Skynsemd; gott ástand, heilbrigt sálarlíf; hreinleiki, hvítleiki.

Vera ekki međ öllum mjalla: Vera ekki andlega heilbrigđur, vera ekki međ fullu viti.

Orđatiltćkiđ er kunnugt frá síđari hluta 18. aldar. Úr fornum rímum eru kunn orđasamböndin ekki er ţessi mjalli á og engi ţótti mjalli á. Úr síđari alda máli er kunnugt svipađ orđafar: Á honum er samur mjallinn og ţá er á enginn mjallinn ţar sem mjalli virđist merkja hreinleiki, hvítleiki.

Elsta dćmi um nútímamálsmerkinguna er frá síđari hluta 18. aldar: Hann er ekki međ öllum mjalla, sbr. einnig hafa nokkurn mjalla, hafa nokkurt vit. Líking og uppruni er óljós.

Úr bókinni Mergur málsins eftir Jón G. Friđjónsson.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Oddur hlakkar til nćsta tímabils.“

Undirfyrirsögn á blađsíđu 24 í Morgunblađinu 27. maí 2019.         

Athugasemd: Sögnin ađ hlakka telst persónuleg, ţađ er breytist eftir orđinu sem hún stendur međ. Hún stjórnar nefnifalli.

Höfundur fréttarinnar veit ţetta enda reyndur og vel skrifandi og skrifar rétt. 

Sumir hefđi skrifađ „Oddi hlakkar …“. Ţađ er rangt og var kallađ ţágufallssýki hér áđur fyrr. Nú er umburđarlyndiđ er slíkt ađ ekki má lengur nota ţađ orđ. Rangt fall er enn sem fyrr talin villa.

Tillaga: Engin tillaga.

2.

„Drjúgur hluti ákvarđana ţingsins nćr einnig til okkar ţó óbeint sé svo ţetta er einhver mikilvćgasti ákvarđanatökuvettvangur utan landsteinanna fyrir daglegt líf uppi á Ísland.“

Frétt á blađsíđu 4 í Morgunblađinu 39. maí 2019.         

Athugasemd: Stjórnmálafrćđingur nokkur er iđinn viđ ađ semja og útbreiđa rassbögur, sjá hér.

Einhver verđur ađ taka ađ sér ađ leiđa honum fyrir sjónir ađ „ákvarđanataka“ er alvarlega nafnorđafíkn og „ákvarđanatökuvettvangur“ er sama fíkn á lokastigi (eđa ţannig). Engin lyf eru til viđ ţessu, ađeins heilbrigđ skynsemi.

Tillaga: Engin tillaga.

3.

„Hvernig skyldi standa á ţví ađ Már Guđmundsson Seđlabankastjóri vill ekki gera grein fyrir …“

Pistill á bloggsíđu.         

Athugasemd: Ótrúlegt ađ mađur sem er alvanur skrifum skuli láta svona frá sér fara. Ţarna flaskar höfundur á grundvallaratriđi, sögnin ađ vilja á ađ standa í viđtengingarhćtti, vilji.

Manninum til afsökunar er ađ sjálfsögđu ađ hann er ekki fjölmiđill, getur ekki látiđ sérhćfđi starfsmenn lesa yfir ţađ sem hann skrifar. 

Úbbs … Hvernig lćt ég. Fjölmiđlar gera ţetta ekki heldur vegna ţess ađ ţeir einblína á magn texta ekki gćđi. Ţess vegna er okkur neytendum bođiđ upp á skemmdar fréttir.

Alvanur skrifari á ţó ađ kunna skil á eđli sagnorđa.

Tillaga: Hvernig skyldi standa á ţví ađ Már Guđmundsson Seđlabankastjóri vilji ekki gera grein fyrir …

4.

„Í Landsbankanum hafa engar stórar uppsagnir veriđ framkvćmdar síđastliđinn mánuđ …“

Frétt í Morgunblađinu blađsíđu 6, laugardaginn 1. júní 2019.        

Athugasemd: Ţetta er hrćđileg málsgrein, blađamanni og ćtt hans til vansa (nei, auđvitađ ekki, er bara ađ spauga). Uppsagnir á fólki eru ekki framkvćmdar, ţví er sagt upp

Nafnorđafíknin gerir út af viđ fréttina. Síđar í henni segir:

Í Kviku banka hafa engar stórar uppsagnir veriđ á síđustu misserum …

Hvađ eru stórar uppsagnir? Jú líklega ţegar starfsmanni yfir 100 kg er sagt upp störfum. Nei, frekar ţegar manni yfir 190 cm er sagt upp. Nei, nei, líklegast ţegar yfirmanni er sagt upp. Nei, nei nei …

Blađamenn eru margir svo vel ađ sér í málum ađ ţeir gleyma stundum ađ skýra smáatriđin út fyrir lesendum. Ekkert stórt hefur gerst í Landsbankanum eđa Kviku … Lesendur eiga síđan ađ giska á hvađ stórt er. Ekki spyrja hvađ merkir ađ gera stórt.

Er annars til of mikils mćlst ađ blađamenn skrifi fréttir ţannig ađ ţćr upplýsi lesandann?

Tillaga: Engin tillaga.

5.

„Nóg verđur um ađ vera í höfuđstađ Norđurlands ţessa sjómannadagshelgi sem ađrar.“

Frétt í Morgunblađinu blađsíđu 32, laugardaginn 1. júní 2019.        

Athugasemd: Sú ţjóđsaga gengur ljósum logum međal blađamanna af akureyskum kynţćtti ađ Akureyri sé „höfuđstađur Norđurlands“. Ţetta er rangt. Enginn höfuđstađur er í landsfjórđungum. 

Af öllum bćjum ćtti ţó Skagaströnd ađ vera höfuđstađur Norđurlands, Djúpivogur höfuđstađur Austurlands, Vík á Suđurlandi, Búđardalur á Vesturlandi, Hólmavík á Vestfjörđum.

Af hverju?

Ţví er auđsvarađ og ţađ međ sömu rökum og akureyskir vilja ađ Akureyri sé höfuđstađur Norđurlands. Af ţví bara.

Ţess ber hins vegar ađ geta til ađ forđa skrifara frá holskeflu mótmćla frá ţeim sem hlynntir eru höfuđstađarkenningunni ađ ást hans og ađdáun á Akureyri er mikil og síst af öllu vill hann draga úr veg og virđingu stađarins. En ţá er ţađ ţetta međ Akureyringa ... Ţađ er nú allt annađ mál (hér ćtti auđvitađ ađ vera tilfinningatákn [e. emoji) en flestir skilja kaldhćđni (nema Akureyringar)).

Grundvallaratriđi er ţó ţetta: Yfirleitt ađ ađ skrifa fréttir án útúrdúra.

Tillaga: Nóg verđur um ađ vera á Akureyri ţessa sjómannadagshelgi sem ađrar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband