Ákvarđanatökuvettvangur, ákvarđanatökuvald og knúsa í ţig

Orđlof og annađ

Rétt mál og vont …

Óviđeigandi orđaval eđa kauđalegar setningar geta ţannig til dćmis oft talist rétt mál án ţess ađ vera í raun málnotkun viđ hćfi og geta ţá veriđ í senn rétt mál og vont! […]

Samkvćmt íslenskri málstefnu telst ţađ yfirleitt gott eđa vandađ mál í flestum málsniđum ađ velja íslensk orđ fremur en erlendar slettur og ađ velja hefđbundnar beygingar fremur en beygingar sem eru eđa hafa veriđ hugsanlegir vísar ađ breytingum á beygingakerfinu.

Vísindavefurinn, pistill eftir Ara Pál Kristinsson, rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum frćđum

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Ţjálfari ríkjandi Evrópumeistara í körfubolta međ námskeiđ á Íslandi um helgina.“

Fyrirsögn á visir.is.          

Athugasemd: Sé félagsliđ eđa landsliđ Evrópumeistari koma önnur liđ ekki til greina. Ţar af leiđandi er lýsingarorđiđ ríkjandi óţarft. 

Vilji svo til ađ ţjálfari liđs sem ekki er lengur Evrópumeistari sé međ námskeiđ hér á landi má bćta viđ orđinu fyrrverandi eđa nefna ártal.

Tillaga: Ţjálfari Evrópumeistara í körfubolta međ námskeiđ á Íslandi um helgina.

2.

Af hverju ćttir ţú ađ knúsa í ţig?.“

Fyrirsögn á visir.is.          

Athugasemd: Sagt er ađ öllum sé mikilvćgt ađ varđveita barniđ í sér og má ţađ vera rétt. Í lífinu kemur hins vegar sá tími (ekki tímapunktur) ađ öllum er mikilvćgt er ađ fullorđnast og tala til annars fólk á eđlilegan hátt, sleppa hjalinu. Ţetta er blađamönnum sérstaklega mikilvćgt af ástćđu sem vart ţarf ađ rekja frekar.

Hvađ merkir orđalagiđ „ađ knúsa í ţig“? Ţađ ţekkist ekki. Er líklega einhvers konar barnamál. Ekki fer vel á ţví ađ börn starfi sem blađamenn.

Tillaga: Engin tillaga.

3.

Ákvarđanatökuvettvangur, ákvarđanatökuvald.“

Viđtal í morgunútvarpi rásar 2 í Ríkisútvarpinu 22.5.2019.          

Athugasemd: Stjórnmálafrćđingur var í viđtali á rás tvö og nefndi ađ Evrópuţing ESB vćri „ákvarđanatökuvettvangur“ og ţar lćgi „ákvarđanatökuvaldiđ“. 

Ţetta eru illa „hönnuđ“ orđ en má vera ađ orđskrípiđ „ákvarđanataka“ hafi náđ fótfestu í málinu og er ţađ miđur. Ástćđan er einföld. Orđiđ er samsetning á orđalaginu ađ taka ákvörđunÁkvörđun er nafnorđ og sögnin er ađ ákveđa.

Viđ getum hćglega tekiđ ákvörđun eđa ákveđiđ eitthvađ og ţađ er yfirleitt gert á ţingum, hvort sem ţau eru löggjafarţing eđa annađ.

Á malid.is segir: 

Almennt er frekar mćlt međ ţví ađ segja ákvörđunartaka en ákvarđanataka, ţ.e. nota eignarfall eintölu frekar en eignarfall fleirtölu af orđinu ákvörđun. Mjög sterk hefđ er ţó fyrir ţví ađ nota eignarfall fleirtölu.

Stjórnmálafrćđingurinn bćtir engu viđ ţó hann noti orđskrípin sem vitnađ er til. Ţing ESB er  stađur ţar sem ákvarđanir eru teknar vegna ţess ađ ţađ hefur vald til ţess. Vart ţarf ađ tíunda ţetta frekar.

Tillaga: Engin tillaga.

4.

„Vinningsliđiđ er samsett af, Basalt Arkitektum, Eflu, Landmótun og Reginn fasteignafélagi.“

Frétt í dv.is.           

Athugasemd: Tilvitnunin er ađ ofan er kölluđ ţolmynd og hún fer ekki vel ţarna. 

Ţolmynd er mynduđ međ hjálparsögninni ađ vera eđa ađ verđa og lýsingarhćtti ţátíđar af ađalsögn. Í henni er lögđ áhersla á ţolanda en ekki geranda og hans stundum ekki getiđ. Dćmi: 

  • Vitađ er ađ jörđin er lífvćnleg. 
  • Henni var hjálpađ.

Ţolmynd ţekkist líka af forsetningunni af, til dćmis: 

Jón var klćddur af móđur sinni.

Í stađinn ćtti ađ nota germynd og ţá er einfaldlega sagt ađ í vinningsliđinu hafi veriđ ţessi fyrirtćki.

Svo má ţess geta ađ rangt er ađ setja fyrstu kommuna í setningunni ţar sem hún er. Hugsanlega má setja ţar rittáknin semikommu (;) eđa tvípunkt (:).

Tillaga: Í vinningsliđinu voru Basalt Arkitektar, Efla, Landmótun og Reginn fasteignafélag.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband