Nafn afhjúpađ, samankomin kvöld og magn ábendinga

Orđlof og annađ

Skammstafanir

Í samfelldu rituđu máli fer best á ađ hafa skammstafanir sem fćstar. Sérstaklega fer illa ef skammstöfuđ eru fallorđ. „Hann ráđlagđi frkvstj. ađ segja af sér.“ „Frkvstj. bađst undan ţví í lengstu lög.“ 

Hefđ hefur hins vegar skapast um skammstafanir nokkurra orđa og orđasambanda sem sjaldnast eru skrifađar fullum fetum í samfelldu máli: t.d., ţ.e.a.s., ţ.e., o.s.frv., o.fl., u.ţ.b., s.s. og ýmsar fleiri.

Málfarsbankinn.

Skammstafanir eru mjög víđa í fornum skinnhandritum. Ţćr voru ađallega notađa til ađ spara pláss. Á síđari tímum voru ţćr ađ öllum líkindum til ađ spara pláss í blýsetningu og ađ auki ađ auđvelda setninguna. Núorđiđ skipta skammstafanir litlu máli, nóg er plássiđ á netinu. Fjöldinn er mikill og mikil vinna ađ geta sér til um merkinguna, ţađ tefur lesandann, nefna má Íslensku orđsifjabókina sem er á malid.is.

Svo er ţađ hinir óhefđbundnu nettengdu skammstafanir. Ţćr hafa bćđi komiđ til vegna plássleysis (til dćmis á Twitter) og til ađ lýsa tilfinningum. Margt ungt fólk skilur ekki lengur texta, svo sem fyndni, kaldhćđni og annađ álíka nema myndir fylgi. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Nafn kon­ung­lega drengs­ins af­hjúpađ.“

Fyrirsögn á mbl.is.              

Athugasemd: Vart er hćgt ađ afhjúpa ţađ sem ekki er á einhvern hátt huliđ. Á malid.is segir:

hjúpa kv. † ‘yfirhöfn, kápa’; hjúpur k. ‘ţađ sem sveipađ er um e-đ, blćja; hula’; hjúpa s. ‘sveipa e-u um e-n, vefja í hjúp’.

Í Stóru orđabókinni um íslenska málnotkun er ţessi gagnlega upptalning um hjúp:

Lofthjúpur, gufuhjúpur, veđrahjúpur, veđurhjúpur, skýjahjúpur, ţokuhjúpur, skuggahjúpur, nátthjúpur, nćturhjúpur, veturhjúpur, kuldahjúpur, klakahjúpur, jökulhjúpur … dularhjúpur, helgihjúpur, huliđshjúpur, töfrahjúpur, ţagnarhjúpur, gleymskuhjúpur, tilfinningahjúpur, blekkingarhjúpur, lygahjúpur … efnishjúpur, silkihjúpur, líkhjúpur.

Allt falleg orđ og sum háfleyg og jafnvel skáldleg. 

Ţegar eitthvađ er afhjúpađ felst í ţví ađ hjúpurinn tekinn af. Líklega má segja ađ nafn barns sé afhjúpađ, til dćmis viđ skírn. Ţannig er aldrei tekiđ til orđa, ţađ strandar á máltilfinningu flestra.

Ég hef ţađ á tilfinningunni ađ afhjúpun sé eitthvađ sem er áţreifanlegt, eins og til dćmis ţegar minnisvarđi er afhjúpađur, spilling, eđa einhver er afhjúpađur vegna glćps.

Ţetta er ef til vill langt mál um ţađ sem sumir segja smáatriđi en ég er ekki sammála. Orđ verđa ađ hćfa tilefni. Til dćmis er trúlofun ekki afhjúpuđ, enginn er afhjúpađur sem vćntanlegur maki, nýr formađur húsfélagsins er ekki afhjúpađur og svo framvegis.

Á ensku er til dćmis sagt um nafn prinsins: „the name has been announced“ eđa „the name has been revealed“.

Hefđi ekki mátt kalla „konunglega drenginn“ prins? Ţađ er einfaldara enda er hann í senn drengur og konunglegur.

Tillaga: Nafn prinsins opinberađ.

2.

Saka dómsmálaráđherra Bandaríkjanna um vanvirđingu gagnvart ţinginu.“

Fyrirsögn á mbl.is.              

Athugasemd: Meirihluti dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjanna sakar dómsmálaráđherrann um ađ óvirđa ţingiđ, sýna ţví óvirđingu, ekki tilhlýđilega virđingu. Ţađ gerir hann međ ţví ađ afhenda ţví ekki ákveđna skýrslu.

Vanvirđing er nafnorđ. Sagnorđiđ er ađ vanvirđa. Íslenska er mál sagnorđa en enska er nafnorđavćtt tungumál. Ţeir blađamenn sem kunna vel ensku eru  ekki endilega góđir í íslensku. Ţađ sannast best í ţessu tilviki.

Í stađ sagnarinnar ađ vanvirđa má nota ađrar sagnir sem hćfa betur tilefninu, til dćmis ađ óvirđa eđa lítilsvirđa.

Tillaga: Saka dómsmálaráđherra Bandaríkjanna um lítilsvirđa ţingiđ.

3.

„Ţrjú klikkuđ knattspyrnukvöld í röđ og hér eru ţau samankomin.

Fyrirsögn á visir.is.               

Athugasemd: Margir íţróttablađamenn skrifa eins og ţeir tala og láta allar ambögur og vitleysur fylgja. Hins vegar er mikill munur á talmáli og ritmáli. Ţetta er ómöguleg fyrirsögn, raunar órökrétt og fáránleg. Látum samt vera ađ kvöldin hafi veriđ klikkuđ.

Kvöld geta ekki komiđ saman, ađeins eitt kvöld er á hverjum sólarhring. Ţetta vita allir, jafnvel sá sem skrifar svona, en hann er blindur á eigin verk. Íţróttafréttamađurinn hefur tekiđ saman valdar myndaklippur af ţremur áhugaverđur fótboltaleikjum og ţađ heitir hjá honum ađ kvöldin hafi komiđ saman. Ţetta er ekki góđur stíll

Orđaforđinn virđist ekki vera upp á marga fiska. Í stuttri frétt er óţćgileg nástađa. Orđiđ „dramatík“ kemur tvisvar fyrir í ţremur línum. Hefđi blađamađurinn lesiđ skrif sín yfir, og vitađ hvađ nástađa er, hefđi hann getađ sleppt orđinu á öđrum hvorum stađnum og talađ um áhrifamikinn fótboltaleik, tilkomumikinn leik eđa eitthvađ annađ. 

Blađamađurinn hefur mikiđ dálćti á persónufornafninu ţađ og setur líka í nástöđu. Góđir blađamenn reyna ađ forđast ţennan leiđindalepp sem margir kalla svo. Orđiđ er yfirleitt merkingarsnautt. Fćstir virđast átta sig á ţessu, sérstaklega ţeir sem hvorki eru vanir lestri né skrifum. Sá nánar til dćmis hér.

Ţađ er ekki á hverjum degi …“ stendur skrifađ. 

Hvađ er ekki á hverjum degi? má spyrja á móti. 

Jú, „knattspyrnuveislan“, er líklegt svar. 

Byrjađu ţá á ţví sem máli skiptir, mađur. Ekki nota leppinn ţegar í bođi er fínt orđ eins og „knattspyrnuveisla“.

Upphafnar lýsingar á fótboltaleikjum eru leiđinlegar fyrir lesendur. 

Sjaldnast vinna liđ ţess í stađ „landa ţau sigri“. Svona klisjur eru ofnotađar og verđa viđ ţađ ómerkilegar og leiđinlegar fyrir lesendur. 

Ţegar eitt liđ er miklu betra en annađ í fótboltaleik er talađ um ađ ţađ „yfirspili“ andstćđinginn. Hvađ ţýđir ţađ? Af hverju má ekki segja ađ liđiđ hafi veriđ betra, leikiđ betur, veriđ klókara …?

Tillaga: Klippur frá ţremur frábćrum fótboltaleikjum á einum stađ.

4.

Gríđarlegt magn af ábend­ing­um berst dags­dag­lega frá íbú­um Reykja­vík­ur­borg­ar til borg­ar­yf­ir­valda um ţađ sem bet­ur má fara í sam­göngu­mál­um borg­ar­inn­ar.

Frétt á mbl.is.            

Athugasemd: Fer ekki betur á ţví ađ tala um fjölda ábendinga en magn? Magn getur hvort heldur er veriđ í kílóum eđa fjölda. Ţó fer betur á ađ orđsendingar séu nefndar sem fjöldi.

Í orđinu ábending felst ađ athugasemd, veriđ er ađ benda á eitthvađ, ţó ekki endilega um ţađ sem betur má fara, kvartanir fylgja líka án efa. Hér er tillaga um einfaldari og styttri málsgrein.

Tillaga: Gríđarlegur fjöldi ábendinga berst dags­dag­lega frá íbú­um um ţađ sem bet­ur má fara í sam­göngu­mál­um borg­ar­inn­ar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband