Láta gott heita, söndunarbíll í flugtaki og lagđi í veg fyrir gangbraut

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

Stofnanamál

Ástćđan fyrir ţyngslalegri spurningu var óttinn viđ ađ skrifa of einfalt mál og sú trú ađ ađ baki samanhamrađra setninga hljóti ađ felast mikil speki. 

En blađamađurinn er ekki einn um ţessa skođun og ţetta er ekki séreinkenni stofnanamáls ţótt ţess sjáist ţar víđa merki, heldur hygg ég ađ meinsins sé ađ leita í vantrú margra á einföldu máli og í ţeim misskilningi ađ ţví meira mark sé tekiđ á bréfum eđa greinum ţeim mun samanskrúfađri sem textinn sé.

Guđrún Kvaran, rćđa á málţingi um málfar í opinberum skjölum, 29.9.2001, sjá hér.

 

1.

„Íslandsvinurinn lćtur gott heita. 

Frétt á visir.is.            

Athugasemd: Látum vera ţótt orđiđ „Íslandsvinur“ sé eitt ofnotađasta heiti á útlendingum sem ferđast hafa hingađ til lands eđa starfađ hér. Verri er klisjan ađ láta gott heita sem er óţćgilega mikiđ notuđ. 

Fréttin fjallar um mann sem ćtlar ađ hćtta störfum og líklega fara ađ njóta efri áranna.

Í fjölmiđlum er međ öllum ráđum reynt ađ komast hjá ţví ađ nota sögnina ađ hćtta. Hér eru nokkur hjáheiti (ţetta orđ er ađ vísu ekki til, heldur samheiti. Orđiđ er ţó myndađ á sama hátt og hjákona, hjásvćfa og önnur álíka sem teljast minna dónaleg en önnur.): Láta gott heita, stíga til hliđar, stíga niđur, kveđja (starfiđ) og fleiri.

Tillaga: Lögfrćđingurinn Lee Buchheit hćttur störfum.

2.

„Verđtrygging eđa golsótt ćr. 

Spjall í morgunútvarpi Rásar tvö 14.2.2019.             

Athugasemd: Málfarsráđunautur Ríkisútvarpsins hafđi ásamt umsjónarmönnum ţáttarins nokkrar áhyggjur af merkingu viđskiptafrćđilegra orđa og efnahagslegra, eins og ebitda, vísitala og fleirum. Umrćđan fjallađi öđrum ţrćđi um hlustendur eđa lesendur fjölmiđla, hvort ţeir skildu fréttir međ svo „framandi“ orđum.

Yfirleitt skilja flestir ţađ sem um er rćtt. Sé ekki svo er umrćđan eftir vill dálítiđ sérhćfđ. Hins vegar er engin ástćđa til ađ fjalla ekki um sérhćfđ mál ţó umir skilji ekki öll orđ. Hér eru til dćmis nokkur sem mörgum kann ađ finnast furđuleg og illskiljanleg en koma öll fyrir í fréttum:

 • Golsótt ćr, kró, skjöldótt kýr, brokk, gimbur
 • Keis á síđutogara, Bakborđi, stjórnborđi,hvalbakur, gils, poki, gálgi
 • Verg ţjóđarframleiđsla, viđskiptajöfnuđur, vinnsluvirđi
 • Debet eđa kredit fćrsla, útskattur, innskattur, sjóđstreymi, ebitda
 • Rangstćđa, óbein aukaspyrna, tvígrip, tćknivilla, tvívíti
 • Gafl, mćnir, útlögn, burđarlag, síukrafa
 • Ökuritaskífa, harđkornadekk, skriđvörn, vetnisbíll
 • Brunahreyfill, ventlar, núningsstuđull og hrađi bíls
 • Niđurhal, upphal, gagnaver, mćnir, mótald, minnislykill, rauntími, amapóstur
 • Frumlag, lýsingarháttur nútíđar, aukafall, íđorđ
 • Ţjóđlenda, kjörgengi, kjörfundur, kjörbréf, kennivottorđ

Skilja lesendur öll ţessi orđ? Sérhćfđ orđ eru ekki öllum skiljanleg en til ađ auka skilning og ţekkingu eru til orđabćkur og feikn upplýsinga á veraldarvefnum. Mjög erfitt er ađ skrifa frétt sem allir geti skiliđ, sé ţađ hćgt ţarf ađ fara út í mjög einfalt barnamál.

Svo er ţađ hitt, ađ ţeir eru til sem halda ađ ţeir skilji allt, jafnvel áđur en allir málavextir eru ljósir. Ţeir stökkva til og tjá sig af eintómri vanţekkingu eins og oft má sjá í athugasemdadálkum fjölmiđla. Viđ erum ábyggilega margir sem ţurfum ađ tileinka okkur ţá speki ađ mćla ţarft eđa ţegja.

Tillaga: Engin gerđ.

3.

Alvarleg árekstrarhćtta ţegar flugvél rétt náđi yfir söndunarbíl í flugtaki. 

Fyrirsögn á visir.is.              

Athugasemd: Ólíklegt er ađ söndunarbíll (ber sand á flugbrautir) geti flogiđ. Međ ţađ í huga er líklegra ađ ţađ hafi veriđ flugvélin sem var í flugtaki, ekki bíllinn. Af samhenginu í setningunni má vissulega skilja hana, en málfrćđilega er hún ekki rétt.

Blađamenn verđa ađ vera gagnrýnir á eigin skrif. Orđalagiđ ađ ná yfir dugar ekki. Flugvélin var í flugtaki og gat međ naumindum (herkjum) flogiđ yfir söndunarbílinn. Ţarna lá vissulega viđ árekstri, mjóu munađi.

Fyrirsögnin er klúđur. Ţađ segir sig sjálft ađ hćttan á árekstri hafi veriđ alvarleg ţegar flugvélinni tókst međ naumindum ađ fljúga yfir bílinn. Ţar af leiđandi er nóg ađ skrifa: Hćtta á árekstri …

Flugvélin náđi yfir söndunarbílinn. Var veriđ ađ bera saman hćđ ţessara tćkja? Ekkert um flugtak flugvélarinnar, blađamađurinn gleymir ţví.

Tillaga: Lá viđ árekstri ţegar flugvél í flugtaki tókst međ naumindum ađ fljúga yfir söndunarbíl.

4.

Lagđi í veg fyrir gangbraut, göngustíg og gangstétt. 

Fyrirsögn á visir.is. 

Ábending frá Jóhannesi Laxdal Baldvinssyni: Lagđi í veg fyrir gangbraut!  Má skilja ţađ sem svo, ađ gangbrautin hafi veriđ á hreyfingu?            

Athugasemd: Já, ljótt er ţađ ţegar gangbraut, göngustígur og gangstétt komast ekki leiđar sinnar vegna bíls sem er illa lagt. Ţessi rassbaga er svo endurtekin í meginmáli fréttarinnar. Stađreyndin er sú ađ ökumađur bílsins lagđi á mótum ţessara ţriggja leiđa.

Haft er eftir lögreglunni í óbeinni rćđu ađ „fremsti bíllinn hafi hindrađ umferđ gangandi vegfarenda á ţremur vígstöđvum“.

Blađamađurinn las greinilega ekki yfir skrif sín eđa ţađ sem verra er, skildi ţau ekki. Hvergi í fréttinni er talađ um fleiri bíla en einn.

Ţvílík della er ađ tala hér um „vígstöđvar“. Orđalagiđ er haft eftir lögreglunni sem bendir eindregiđ til ţess ađ löggan sé varla skrifandi. Ţarna er stofnanamáliđ allsráđandi og orđaskilningur lítill. Löggan ţarf ađ taka sig mikiđ á.

Ţó ţessi fyrirsögn sé doldiđ fyndin er sorglegt ađ blađamađurinn skuli vera gjörsamlega gagnrýnislaus á skrif sín. Hann ţarf ađ taka sig mikiđ á.

Tillaga: Lagđi bíl á mótum gangbrautar, göngustígs og gangstéttar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband