Handalögmál, sá sem sigrađi valentínusardaginn og efri táin

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

Lesendur geta sent tilvitnanir eđa athugasemdir um málfar á netfangiđ: sigurdursig@me.com. 

 

Stundum gleymist eignarfalliđ

Eignarfallsflótti nefnist sú tilhneiging ađ beygja ekki orđ í eignarfalli eđa ađ gefa ţví óhefđbundiđ eignarfall. Ţetta er dćmi um málbreytingu.

Dćmi: Ég er ađ fara til Kristínu. Samkvćmt málhefđinni hefđi átt ađ segja „til Kristínar“ […]

Lokađ vegna byggingu brúarinnar. Samkvćmt málhefđ hefđi átt ađ segja „Lokađ var vegna byggingar brúarinnar.

Úr Wikipedia. Tengt efni er nefnifallssýki og ţágufallssýki.

1.

„Kom til handalögmála á milli stuđningsmannasveita. 

Frétt á karfan.is.             

Athugasemd: Ţetta merkir ađ stuđningsmennirnir hafi slegist. Ekki flókiđ. Blađamađurinn er fjarri ţví ađ vera skýrari međ ţví ađ nota fíneríis orđ eins og „handalögmál“. Ţvert á móti.

Fréttin er frekar ekki vel skrifuđ. Málsgreinar eru til dćmis ómarkvissar og punktum virđist dritađ niđur af handahófi.

Sagt er „Liđ ţessi hafa …“ en nóg er ađ segja liđin hafa … Ábendingarfornafniđ er gagnslaust ţví liđin eru ađeins tvö og lesandinn veit nöfnin.

Sagt er ađ „öryggisgćsla ţurfti ađ stíga á milli“. Ţetta er ónákvćmt. Ţarna var öryggisgćsla en öryggisverđirnir ţurftu ađ ganga á milli.

Ofmćlt er ađ segja ađ eftirfarandi málsgrein flokkist sem gullkorn:

Til handalögmála kom ţegar tvćr mínútur voru liđnar ţar sem hnefar flugu.

Blađamanninum ţykir aldrei of oft talađ um handalögmál en ţannig verđur nástađan til, en hann veit ekkert hvađ ţađ er.

Hvernig geta hnefar flogiđ? Ţetta er nú meira rugliđ.

Eina sem er jákvćtt viđ fréttina eru stórkostlegar myndir af kjánum úr stuđningsmannaliđunum, sem kunnu sig ekki heldur slógust (fóru í „handalögmál“).

Allt annar bragur er á frétt DV um máliđ. Ţar segir í yfirfyrirsögn og undirfyrirsögn:

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuđningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öđrum

Ţarna er öll fréttin skrifuđ á mannamáli og fátt ađfinnsluvert og lítt segir af flugi hnefa.

Á Vísi birtist frétt um sama mál. Ţar segir í fyrirsögn:

Sjáđu hnefana tala í Laugardalshöll

Aumara verđur ţetta nú varla. Flestir ţekkja orđasambandi ađ láta hendur skipta, hins vegar ţekkist ekki ađ láta hendur tala. Til eru orđasamböndin ađ gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana, láta hnefana ganga og fleiri.

Enn er spurt: Hvers vegna í ósköpunum geta íţróttablađamenn ekki talađ eđlilegt mál? Af hverju ţurfa ţeir ađ nota klisjur eđa klúđra frásögn međ hallćrislegum eđa lélegum orđasamböndum? 

Talandi hnefar, fljúgandi hnefar … Hvađ nćst, flugveikir hnefar, hnefar međ kvef?

Tillaga: Stuđningsmenn Stjörnunnar og ÍR slógust í upphafi leiks.

2.

Sigrađi Kanye West Valentínus­ar­dag­inn ţegar hann fćrđi sinni heittelskuđu Kenny G. í rósa­hafi? “ 

Myndatexti á mbl.is.              

Athugasemd: Hvernig er hćgt ađ sigra valentínusardaginn?

Ekki er hćgt ađ sigra valentínusardaginn hvađ ţá ađ sigra Íslandsmeistaratitilinn svo dćmi sé tekiđ úr „íţróttablađamannamáli“. Nú er ábyggilega skammt í ţađ ađ einhvern sigri sumardaginn fyrsta.

Mađur sem ţarf ađ fylla stofuna sína af rósum til heiđurs konu sinni er ekkert fremri ţeim sem fćrir elskunni sinni eina blómarós, falleg orđ á blađi eđa hvíslar hugsun sína. Líklega á rósafanturinn eitthvađ alvarlegt á samviskunni sem hann reynir ađ fela međ blómunum. Viđ karlmenn ţekkjum svoleiđis mćtavel.

Tillaga: Engin gerđ.

3.

Vígamennirnir eru međ efratána í bakiđ og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn ţeirra …“ 

Myndatexti á mbl.is.              

Athugasemd: Ţetta er ein skemmtilegasta málsgrein sem ég hef lengi séđ. Hún olli mér óţćgilega löngum heilabrotum. Hvađ er efri táin og hvernig er hćgt ađ koma henni í bakiđ? Skrýtin leikfimi. 

Ég ţurfti ađ lesa fréttina nokkrum sinnum áđur en augu mín lukust upp og ég skildi. Ég var samt of lengi ađ finna svariđ.

„Efri táin“ er Efrat áin í Írak, áin sem heitir Efrat, Euphrates. Í landafrćđinni sem viđ lćrđum í gamla daga stóđ ađ Efrat og Tigris vćru fljót í Írak. Milli ţeirra er Mesapótamía en ţar er međal annars taliđ vera upphaf siđmenningar fyrir um ţrjú ţúsund árum. Í Wikipediu segir:

Fyrirsagnir í erl blöđumAlmennt er ţó átt viđ allt árframburđarsvćđiđ sem afmarkast af sýrlensku eyđimörkinni í vestri, ţeirri arabísku í suđri, Persaflóa í suđaustri, Zagrosfjöllum í austri og Kákasusfjöllum í norđri. Einhver elstu merki um siđmenningu í veröldinni er ađ finna á ţessu svćđi og ţví er ţađ stundum kallađ „vagga siđmenningar“. Súmerar réđu ţar ríkjum í kringum 3500 f.Kr. og ţróuđu međ sér eitt fyrsta ritmál sem ţekkt er í sögunni og síđar voru rituđ ţar niđur ein elstu lög sem ţekkt eru. Nokkrar elstu siđmenningar heims byggđu ţetta svćđi, m.a. Súmerar, Akkađar, Babýlóníumenn og Assýringar. Í dag er ţetta svćđi hluti af Írak, Sýrlandi og Tyrklandi.

Mesópótamía hefur um aldir veriđ ţekkt fyrir mjög nćringarríkan jarđveg, og er ţetta ţví tilvalinn stađur fyrir mannabyggđ. Mikla jarđolíu er ađ finna á ţessu svćđi, en ţetta er jafnframt austasti hlutinn af frjósama hálfmánanum.

Svona er nú í stuttu máli sagan um efratána, ein lítil stafsetningavilla sem öllu breytti. Er ekki gaman ađ íslenskum fjölmiđlum? Jú, og líka ţeim útlendu.

Til gaman set ég hér til hliđar nokkrar skondnar fyrirsagnir úr erlendum fjölmiđlum.

Tillaga: Vígamennirnir eru međ Efrat ána í bakiđ og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn ţeirra …


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband