Takklćti eđa ţakklćti ... á hádegiverđi eđa í hádegisverđi

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

 

1.

„Öldungadeildarţingmenn Repúblikanaflokksins deildu sín á milli á hádegisverđi í ađdraganda atkvćđagreiđslu … 

Frétt á visir.is.      

Athugasemd: Má vera ađ ţetta sé algjört smáatriđi en réttara er ađ segja ađ ţeir hafi deilt í hádegisverđi. Veiti ekki hvađ ţađ ţýđir ţegar forsetningin „á“ er notuđ um hádegisverđinn.

Nokkur munur er á sögnunum ađ deila og rífast. Hiđ fyrrnefnda merki ţrćta en hiđ síđara er orđasenna sem er nokkuđ óvćgnari en deila. Blađamađurinn gerir hins vegar engan greinarmun á orđunum. Fyrst í stađ talar hann um deilur svo voru ţingmennirnir ađ rífast. Ţetta eru slćm vinnubrögđ og fyrir vikiđ verđur fréttin ekki trúverđug.

Á vefmiđli Washington Post segir er enska sögnin „clash“ notuđ. Hún getur  vissulega ţýtt deilur. Orđabókin segir: 

confrontation, angry exchange, shouting match, war of words, battle royal, passage of arms; contretemps, quarrel, difference of opinion, disagreement, dispute …  

Síđar í ensku fréttinni er talađ um „argument“ sem  líka má ţýđa sem deilur en varla rifrildi.

Hafi ţingmennirnir deilt ţá var ţađ ţeirra á milli, ţetta var lokađur hádegisverđarfundur.

Í fréttinni stendur ţetta líka:

Ţegar fréttamađur benti honum á ađ ţađ vinna, ţví annars yrđir ţú rekinn, vćri ekki ađ „bjóđast til ađ vinna“ …

Ţetta er óskiljanlegt. Hins vegar skildi ég málsgreinina međ ţví ađ lesa mynd af Twitter-fćrslu sem fylgdi fréttinni. Mér finnst blađamađurinn ţurfi ađ vanda sig betur. Hvađ eftir annađ birtir hann skemmdar fréttir. Allir eiga ađ lesa yfir skrif sín og vera um leiđ frekar gagnrýninn. Í fréttinni eru margar leiđinlegar villur og klúđurslegt orđalag. 

Tillaga: Öldungadeildarţingmenn Repúblikanaflokksins deildu í hádegisverđi í ađdraganda atkvćđagreiđslu …

2.

„Takklćti í tíu ár, <3 #10ychallangeaccepted 

Auglýsing í tölvupósti frá Nóva.     

Athugasemd: Hvernig má ţađ vera ađ stórt og öflugt fyrirtćki sem býđur Íslendingum ţjónustu geti ekki notađ íslensku í auglýsingum sínum? „Takklćti“ er bull, orđiđ er ekki til. Jafnvel léleg íslensk leiđréttingaforrit gera athugasemd viđ orđiđ.

Tölvupósturinn er ótrúleg vanvirđing viđ íslenskt mál. Ţađ sem stendur eftir kommuna er óskiljanlegt.

Textinn í auglýsingin er svona:

Viđ erum stolt, glöđ, ánćgđ, hrćrđ, uppveđruđ og kát, en fyrst og fremst endalaust ţakklát ykkur, viđskiptavinum Nova, fyrir öndvegiseinkunn í Íslensku ánćgjuvoginni. Viđskiptavinir Nova eru ánćgđustu viđskiptavinirnir í farsímaţjónustu, tíunda áriđ í röđ. Takk.

Mér finnst tölvupósturinn ekki sýna viđskiptavinum Nóva, neitt ţakklćti, ţvert á móti. Í auglýsingunni er bull og skelfileg nástađa.

Af hverju er ekkert samrćmi; „takklćti“ í fyrirsögn en ţakklćti í texta? Ţetta er ekki einu sinni fyndiđ eđa svalt. Fyrirtćki eiga ekki ađ verja fé og vinnu fólks í ađ misţyrma íslenskunni, hún á viđ nćgan vanda ađ etja svo ţetta bćtist nú ekki viđ.

Íslendingar ćtlast til ţess ađ fyrirtćki hafi samskipti viđ ţá á íslensku. Punktur. 

Hér er ekki úr vegi ađ rćđa um ţakkir. Langt er síđan viđ tókum upp í íslensku danska orđiđ takk. Í Málfarsbankanum segir:

Sumir hafa amast viđ orđunum takk fyrir vegna danskra áhrifa. Benda má á ţökk fyrir eđa ţakka ţér fyrir í ţeirra stađ.

Frekar er mćlt međ ţví ađ segja eiga ţakkir skildar en eiga ţakkir skiliđ enda ţótt hiđ síđarnefnda sé einnig tćkt.

Samkvćmt íslenskri orđsifjabók er nafnorđiđ ţökk náskylt třkk á fćreysku, takk á nýnorsku, tack á sćnsku og tak á dönsku. Á ţýsku er samstofna orđiđ danke og thank(s) á ensku.

Mjög sjaldgćft er ađ einhver segir: Ţökk fyrir, miklu frekar takk fyrir. Hins vegar er nafnorđiđ ţakklćti alltaf notađ, enginn asnast til ađ segja „takklćti“, nema Nóva.

Tillaga: Ţakklćti í tíu ár.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Sigurđur.

Í umfjöllun visir.is um
ţátt sem verđur á sunnudag á RÚV
er ţetta gullkorn ađ finna:

"Efnistökin í ţćttinum falla ekki öllum í kram...".

Húsari. (IP-tala skráđ) 26.1.2019 kl. 17:41

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Ţessi fer nú í gullkistuna. Ertu međ link á ţetta?

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 26.1.2019 kl. 17:46

3 identicon

Gott ađ fá sér kremkex međ ţessu krami öllu!

http://www.visir.is/g/2019190129146

Húsari. (IP-tala skráđ) 27.1.2019 kl. 10:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband