Fyrir atvikið hafa þeir liði sálarkvalir ...

Ekki hvað síst þeir sem það gerðu, eins og þeir hafa viður­kennt af­drátt­ar­laust og beðist fyr­ir­gefn­ing­ar á af ein­lægni. Fyr­ir at­vikið hafa þeir enda liðið sál­ar­kval­ir og þegar þolað grimmi­legri refs­ingu en nokk­ur dóm­stóll myndi telja viðeig­andi.

Svo segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður, í grein í Morgunblaði dagsins. Í tveimur málsgreinum kemur hann inn á það sem marga hefur grunað en enginn spurst fyrir um: Hvernig er líðan þessara þingmanna?

Umræðan um vanhugsað drykkjuröfl var heiftarleg og versnaði eftir því sem á leið. Allir þurftu að tjá sig um orð þessara þingmanna og þeim voru valin þau verstu hrakyrði sem hugsast gat. 

Auðvitað áttu þeir gagnrýnina skilda en það flögrar engu að síður að manni umræðan hafi verið að stórum hluta óþörf enda oft yfirmátlega skítleg.

Fyrir löngu var nóg komið. Þó bendir margt til þess að fjöldi fólks hafi eingöngu gagnrýnt þingmennina til þess eins að upphefja sjálfa sig, rétt eins og þeir gera, sem teljast „virkir í athugasemdum“ fjölmiðla.

„Liðið sálarkvalir ...“ Stöldrum við eitt augnablik og íhugum þetta.

Hversu lengi skal refsað fyrir orð sem látin voru falla í hugsunarleysi? Hvenær er umræðan orðin að ljótu einelti?

Er ekki meira en nóg þegar sálarheill fólks er í veði? 

Getur þú, lesandi góður, fundið til með öðrum eða er þér alveg sama?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Virkilega góður pistill hjá þér Sigurður.

Hafðu þökk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2019 kl. 17:56

2 identicon

Mér skilst að drykkjurausið á Klausturbarnum hafi bara verið barnahjal borið saman við sumt af því sem siðbótarmaðurinn og trúarleiðtogi vor, Marteinn Lúter, lét sér um munn fara í hinum frægu "Borðræðum" sínum:                          Die dunkle Seite Martin Luthers - Luther einmal anders - Dokumentation               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 21.1.2019 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband