Dagur B. Eggertsson og Gunnar B. Sveinsson

Hér eru tvær fullyrðingar, aðeins önnur þeirra er rétt:

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ætlar að sitja í nefnd sem á að fara yfir skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið, af því að hann hafði enga yfirsýn yfir öll málsatvik og málavexti, vissi ekkert.


Gunnar B. Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, ætlar að sitja í siðanefnd Alþingis sem á að fara yfir Klaustursmálið af því að hann hefur betri yfirsýn yfir öll málsatvik og málavexti en aðrir.

Sá sem heldur að það sé kusk á hvítflibbanum þegar óhreinindin ná langt upp á bak þarf líklega að skipta um spegil eða fá sér aðra ráðgjafa. Jafnvel hvort tveggja.

 


mbl.is Mun líklega víkja á fyrsta fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er ekki tilvalið að láta þá bara skipta á stólum. Setja spillta borgarstjórann í siðanefnd þingsins og spillta þingmanninn í rannsóknarnefnd borgarinnar?

Þorsteinn Siglaugsson, 4.1.2019 kl. 14:38

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

... og málið dautt, eins og ullllingarnir segja. smile

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.1.2019 kl. 16:04

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Eigum við að nefna Björn Leví, eða aðeins sleppa því? Já, sennilega best að sleppa því.

 Þakka góða pistla og góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.1.2019 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband