Grímulausa hagsmunagæslan og innanlandsflugið

Það fyr­ir­tæki sem und­ir­ritaður stjórn­ar greiddi á síðustu 16 mánuðum 600 millj­ón­ir í veiðileyf­a­gjald sem er hálf­virði af ný­smíði fiski­skips. Með þeim gjöld­um var slökkt á getu fyr­ir­tæk­is­ins til að halda áfram þeirri tækni­væðingu sem við höf­um verið svo stolt­ir af og telj­um vera eina svarið við sam­keppni frá rík­is­styrkt­um lág­launa­lönd­um.

Ofangreind tilvitnun eru eftir Pétur Hafstein Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, sem  skrifar afburðagóðri grein í Morgunblaði dagsins. Hann tengir þessi orð ansi snyrtilega við niðurlagið í grein sinni og hefur þar eftir sjávarútvegsráðherra þegar hann er spurður að því hvað verði um fyrirtæki sem ekki fylgja tækniþróuninni:

Þau bara deyja, það er ekk­ert flókið. Þau verða að gjöra svo vel að standa sig í sam­keppn­inni, fylgj­ast með því sem er að ger­ast, öðru­vísi geta þau ekki keppt, hvorki um starfs­fólk né verð á er­lend­um mörkuðum.

Stutt og laggott. Hreinskilið svar, bitur sannleikurinn.

Þorsteinn kallar lægri veiðigjöld „grímulausa hagsmunagæslu“. Að hans mati má sækja nær óendalega fjármuni til sjávarútvegsins.

Ekkert hlægilegt er við orð Þorsteins og hér kemur brandarinn. Þegar hann reynir að vera alveg grjótharður í stjórnarandstöðu og velur ríkisstjórninni öll hinn verstu orð sendur félagi hans upp í grímulausri hagsmunagæslu.

Benedikt Jóhannesson heitir maður sem er fyrrum formaður Viðreisnar, fyrrum þingmaður, fyrrum fjármálaráðherra og fyrrum frambjóðandi: Hann er maðurinn sem kjósendur höfnuðu eftir aðeins eitt ár. Snautlegri gerist nú ekki stjórnmálaferill nokkurs manns.

Þessi „margfyrrum“ skrifar líka grein í Morgunblað dagsins og býsnast yfir verði á flugfarmiðum innanlands og hann vill að flugið verði niðurgreitt:

Hvernig ætl­um við að fjár­magna þetta? Jú, við vilj­um að ákveðinn hluti afla­heim­ilda verði seld­ur á markaði og sölu­verðið sett í sjóð til þess að byggja upp innviði á því landsvæði sem afla­heim­ild­irn­ar voru áður á.

Með auk­inni eft­ir­spurn verður inn­an­lands­flugið ódýr­ara, ekki bara fyr­ir lands­byggðarfólk held­ur alla lands­menn, ferðum mun fjölga og flugið verður eft­ir­sókn­ar­verðari ferðamáti. Þá græða all­ir.  

Já, allir græða. Mikið óskaplega væri samfélagið gott ef tunguliprir Viðreisnungar eins og Þorsteinn Víglundsson og Benedikt Jóhannesson fengju ráðið. Þá væri ekki stunduð grímulaus hagsmunagæsla. Niðurgreiðsla á flugfarmiðum er sko alls ekki nein hagsmunagæsla.

Sleppum nú allri kaldhæðni og spyrjum hvort það sé ekki þannig að allt óvarkárt tal stjórnmálamanna komi í bakið á þeim. Hugsanlega kemst Viðreisn einhvern tímann í ríkisstjórn og mun þá án efa reyna að tóna niður talsmátann. 

Alltaf er það þannig að stjórnarandstöðuþingmaður sem kemst í ríkisstjórnarmeirihluta leggur af kjaftbrúk sitt og verður þá nærri því málefnalegur og kurteis. Dæmin eru ótalmörg en nærtækast að bera saman Þorstein Víglundsson, félagsmálaráðherra, og Þorstein Víglundsson, stjórnarandstöðuþingmann. Halda mætti að þeir væru óskyldir.

Eiga annars ekki allir hagsmuna að gæta? Vel færi á því að þeir Þosteinn og Benedikt svöruðu þessari spurningu þannig að þversögnin í málflutningi þeirra væri ekki eins æpandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt greining ef við gefum okkur að núverandi handhafar kvótans eigi kvótann.

Ef við gefum okkur hins vegar að eitthvað sé að marka 1. gr. fiskveiðilaga um að fiskurinn sé eign þjóðarinnar, er þetta óttalegt væl forréttindahóps sem vill fá að nýta verðmæti í annarra eigu á undirverði.

Haukur (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 18:02

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þessi eignaréttur er náskyldur því að eiga vatnið, grasið og loftið. Falleg orð á blaði.

Sigurður, þetta er hárrétt og umhugsunarvert þegar einn útgerðarflokkur fær hluti annars gefins líkt og nú er viðhaft. Það er athugunarvert þegar ríkið er orðinn stærsti handhafi aflaheimilda og þeim heimildum er síðan meir og minna dreift sem ölmusu til þeirra sem ekki geta staðið undir að greiða Hauki fyrir það sem hann telur sig eiga.

Við lifum á tímum vinstrisinnaðrar þjóðnýtingarstefnu sem best er lýst í skrifum Georg Orwell.

'Who controls the past controls the future. Who controls the present controls the past.', and 'In a time of deceit telling the truth is a revolutionary act.'

Sindri Karl Sigurðsson, 18.12.2018 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband