Er skjálftahrinan við Herðubreið fyrirboði um eldgos?

Skjálftar í herðubreiðEkkert hefur dregið út skjálftahrinunni við Herðubreið. Þegar þetta er skrifað hafa um 190 skjálftar mælst suðvestan við fjallið. Hvað er eiginlega að gerast þarna? Best er að vísa til pistils sem ég skrifaði birtist hér 7. janúar 2018, linkur á hann er hér.

Skjálftarnir núna eru flestir á um fjögurra til sjö km dýpi, sumir miklu grynnri, 0,1 km og 0,5 km, einn hefur mælst á 8,2 km dýpi.

Langflestir hafa mælst innan við 1 stig eða 119. Alls hafa mælst 66 skjálftar sem hafa verið frá einu til tveggja stiga. 

Sagt er að mikill fjöldi lítilla skjálfta geti bent til að eldgos sé í aðsigi. Rökin eru þau að þessir litlu skjálftar verða til þegar kvikan þrengir sér upp í gegnum jarðskorpuna og við það springur hún, sprungur opnast og aðrar víka.

Síðustu misserin hefur verið talsvert um skjálftahrinur í kringum Herðubreið. Fyrr eða síðar mun kvikan ná upp og þá verður eldgos á þessu svæði þar sem hraun hafa runnið í árþúsundir.

Hvergi hefur gosið á þessu svæði fyrir utan Holuhraunsgosið 2014 og í Öskju. Á Vísindavefnum segir um eldgos í Öskju:

Askja í Ódáðahrauni hefur ekkert gosið á þessari öld, en á 20. öld gaus hún alls átta sinnum. Síðasta gos varð árið 1961, en öll hin gosin urðu á þriðja áratugnum: 1921, 1922 (tvö gos), 1923, 1924, 1927 og 1929. Þessi gos voru öll frekar smávægileg, en 28. mars 1875 hófst aftur á móti mikið öskugos í Öskju sem hrakti fólk úr nærliggjandi sveitum.

Norðan Vatnajökuls eru svokallað Norðurgosbelti, í því eru fimm eldstöðvakerfi: Kverkfjöll, Askja, Fremri-Námar, Krafla og Þeistareykir. Eldgosahrina varð í Kröflukerfinu á árunum 1724 til 1729 og svo 1975 til 1974.  Hin þrjú kerfin hafa verið til friðs frá því að land byggðist.

Kortið er fengið af vefnum map.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

2007 til 2008 var skjálftahrina í gangi, sem hófst við Upptyppinga, færðist norður í Álftadalsdyngju um þar á eftir um ytri hluta Krepputungu til Herðubreiðartagla og Herðubreiðar. 

Ómar Ragnarsson, 19.12.2018 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband