Grímulausa hagsmunagćslan og innanlandsflugiđ

Ţađ fyr­ir­tćki sem und­ir­ritađur stjórn­ar greiddi á síđustu 16 mánuđum 600 millj­ón­ir í veiđileyf­a­gjald sem er hálf­virđi af ný­smíđi fiski­skips. Međ ţeim gjöld­um var slökkt á getu fyr­ir­tćk­is­ins til ađ halda áfram ţeirri tćkni­vćđingu sem viđ höf­um veriđ svo stolt­ir af og telj­um vera eina svariđ viđ sam­keppni frá rík­is­styrkt­um lág­launa­lönd­um.

Ofangreind tilvitnun eru eftir Pétur Hafstein Pálsson, framkvćmdastjóri Vísis í Grindavík, sem  skrifar afburđagóđri grein í Morgunblađi dagsins. Hann tengir ţessi orđ ansi snyrtilega viđ niđurlagiđ í grein sinni og hefur ţar eftir sjávarútvegsráđherra ţegar hann er spurđur ađ ţví hvađ verđi um fyrirtćki sem ekki fylgja tćkniţróuninni:

Ţau bara deyja, ţađ er ekk­ert flókiđ. Ţau verđa ađ gjöra svo vel ađ standa sig í sam­keppn­inni, fylgj­ast međ ţví sem er ađ ger­ast, öđru­vísi geta ţau ekki keppt, hvorki um starfs­fólk né verđ á er­lend­um mörkuđum.

Stutt og laggott. Hreinskiliđ svar, bitur sannleikurinn.

Ţorsteinn kallar lćgri veiđigjöld „grímulausa hagsmunagćslu“. Ađ hans mati má sćkja nćr óendalega fjármuni til sjávarútvegsins.

Ekkert hlćgilegt er viđ orđ Ţorsteins og hér kemur brandarinn. Ţegar hann reynir ađ vera alveg grjótharđur í stjórnarandstöđu og velur ríkisstjórninni öll hinn verstu orđ sendur félagi hans upp í grímulausri hagsmunagćslu.

Benedikt Jóhannesson heitir mađur sem er fyrrum formađur Viđreisnar, fyrrum ţingmađur, fyrrum fjármálaráđherra og fyrrum frambjóđandi: Hann er mađurinn sem kjósendur höfnuđu eftir ađeins eitt ár. Snautlegri gerist nú ekki stjórnmálaferill nokkurs manns.

Ţessi „margfyrrum“ skrifar líka grein í Morgunblađ dagsins og býsnast yfir verđi á flugfarmiđum innanlands og hann vill ađ flugiđ verđi niđurgreitt:

Hvernig ćtl­um viđ ađ fjár­magna ţetta? Jú, viđ vilj­um ađ ákveđinn hluti afla­heim­ilda verđi seld­ur á markađi og sölu­verđiđ sett í sjóđ til ţess ađ byggja upp innviđi á ţví landsvćđi sem afla­heim­ild­irn­ar voru áđur á.

Međ auk­inni eft­ir­spurn verđur inn­an­lands­flugiđ ódýr­ara, ekki bara fyr­ir lands­byggđarfólk held­ur alla lands­menn, ferđum mun fjölga og flugiđ verđur eft­ir­sókn­ar­verđari ferđamáti. Ţá grćđa all­ir.  

Já, allir grćđa. Mikiđ óskaplega vćri samfélagiđ gott ef tunguliprir Viđreisnungar eins og Ţorsteinn Víglundsson og Benedikt Jóhannesson fengju ráđiđ. Ţá vćri ekki stunduđ grímulaus hagsmunagćsla. Niđurgreiđsla á flugfarmiđum er sko alls ekki nein hagsmunagćsla.

Sleppum nú allri kaldhćđni og spyrjum hvort ţađ sé ekki ţannig ađ allt óvarkárt tal stjórnmálamanna komi í bakiđ á ţeim. Hugsanlega kemst Viđreisn einhvern tímann í ríkisstjórn og mun ţá án efa reyna ađ tóna niđur talsmátann. 

Alltaf er ţađ ţannig ađ stjórnarandstöđuţingmađur sem kemst í ríkisstjórnarmeirihluta leggur af kjaftbrúk sitt og verđur ţá nćrri ţví málefnalegur og kurteis. Dćmin eru ótalmörg en nćrtćkast ađ bera saman Ţorstein Víglundsson, félagsmálaráđherra, og Ţorstein Víglundsson, stjórnarandstöđuţingmann. Halda mćtti ađ ţeir vćru óskyldir.

Eiga annars ekki allir hagsmuna ađ gćta? Vel fćri á ţví ađ ţeir Ţosteinn og Benedikt svöruđu ţessari spurningu ţannig ađ ţversögnin í málflutningi ţeirra vćri ekki eins ćpandi.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta er hárrétt greining ef viđ gefum okkur ađ núverandi handhafar kvótans eigi kvótann.

Ef viđ gefum okkur hins vegar ađ eitthvađ sé ađ marka 1. gr. fiskveiđilaga um ađ fiskurinn sé eign ţjóđarinnar, er ţetta óttalegt vćl forréttindahóps sem vill fá ađ nýta verđmćti í annarra eigu á undirverđi.

Haukur (IP-tala skráđ) 18.12.2018 kl. 18:02

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Ţessi eignaréttur er náskyldur ţví ađ eiga vatniđ, grasiđ og loftiđ. Falleg orđ á blađi.

Sigurđur, ţetta er hárrétt og umhugsunarvert ţegar einn útgerđarflokkur fćr hluti annars gefins líkt og nú er viđhaft. Ţađ er athugunarvert ţegar ríkiđ er orđinn stćrsti handhafi aflaheimilda og ţeim heimildum er síđan meir og minna dreift sem ölmusu til ţeirra sem ekki geta stađiđ undir ađ greiđa Hauki fyrir ţađ sem hann telur sig eiga.

Viđ lifum á tímum vinstrisinnađrar ţjóđnýtingarstefnu sem best er lýst í skrifum Georg Orwell.

'Who controls the past controls the future. Who controls the present controls the past.', and 'In a time of deceit telling the truth is a revolutionary act.'

Sindri Karl Sigurđsson, 18.12.2018 kl. 18:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband