Málvillan á strćtisvagninum

IMG_6124Kostnađur Strćtó bs. viđ ađ heilmerkja einn strćtisvagn er 500.000 krónur auk virđisaukaskatts. Ţá kostar 33.500 krónur auk virđisaukaskatts ađ slagorđamerkja hvern vagn fyrirtćkisins.

Svo segir í frétt í Morgunblađi dagsins. Ţetta er dýrt og ţví mikilvćg er ađ vel sé vandađ til merkinga og ekki síđur ađ málfariđ sé rétt. Er annars vandađ til verka?

Nokkuđ langt er síđan ég tók eftir ţví ađ á einum strćtisvagni stendur svart á hvítu gulu:

Besta leiđin til ađ smakka ísinn í öllum 31 ísbúđum bćjarins.

Enginn segir: ... í öllum ţrjátíu og einni ísbúđum bćjarins.

Ekki heldur ... í ţrjátíu og einum ísbúđum bćjarins. Hvort tveggja er rangt.

Reglan er ţessi: Síđasti hluti töluorđsins rćđur beygingu.

Sagt er ađ ísbúđir bćjarins séu ţrjátíu og ein, 31. Ţar af leiđir ađ eftirfarandi er rétt:

Besta leiđin til ađ smakka ísinn í öllum 31 ísbúđ bćjarins. Ţađ er ... í öllum ţrjátíu og einni ísbúđ bćjarins.

Fjölgum ísbúđunum um eina. Ţá er ekkert ađ og skiptir engu hversu margar ísbúđirnar eru. Ađeins talan einn, 1, breytir fallinu á ísbúđ ekki hinar.

Besta leiđin til ađ smakka ísinn í öllum 32 [33/34/35/36/37/38/39/40/42] ísbúđum bćjarins.

Vandinn hér fyrir ofan  liggur í ţví ađ ţeir sem halda á penna vilja sumir hverir nota tölustafi í stađ ţess ađ skrifa tölurnar. Víđa í rituđu máli fer miklu betur á hinu síđarnefnda.

Sögnin ađ smakka er fyrir löngu búin ađ fá ţegnrétt í íslensku máli og ekkert lengur viđ ţví ađ segja. Hins vegar er víst ađ textagerđarmenn međ góđan smekk hefđu notađ í stađin sögnina ađ bragđa.

Nú er ég enginn sérfrćđingur í íslensku máli og ţess vegna velti ég ţví fyrir mér hvers vegna hefur enginn gert athugsemdir viđ málvilluna á strćtisvagninum? Annađ hvort nennir enginn ađ leggja orđ í belg eđa ţá ađ enginn tekur eftir ţessum slagorđum. Hvort er nú verra?

Verst er ađ auglýsingastofan sem sá um ađ safna saman slagorđum á strćtisvagna hefur ekki algjörlega stađiđ sig. Eftir stendur ţessi spurning: Er kostnađur vegna auglýsingastofunnar tekinn međ í reikninginn eđa kostađi slagorđamerkingin á hvern vagn ekki 35.000 krónur heldur 55.000?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er í lagi ađ fullyrđa ađ um bestu leiđina sé ađ rćđa milli stađa?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.10.2018 kl. 16:53

2 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Vćri ekki betra ađ sleppa ţessu skrumi og nota ţá fjármuni sem ţannig sparast til ađ lćkka fargjöld eđa bćta ţjónustu?

Guđmundur Ásgeirsson, 26.10.2018 kl. 17:00

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Nokkrar vangaveltur til viđbótar:

Hér hefđi kannski veriđ betra ađ sleppa tölunni um fjölda ísbúđa úr ţví ţćr ţurftu endilega ađ vera 31. Ekki víst ađ textagerđarmađurinn hafi veriđ kominn međ töluna á hreint ţegar textinn var skrifađur. Villan hefđi ţó átt ađ koma í ljós í lokayfirlestri.

Í auglýsingum á helst ađ forđast efsta stig eins og "Besta leiđin" nema hćgt sé ađ sýna fram á ađ ţađ standist. "Góđ leiđ" er ţví vćnlegri.

Og svo eins og einhver sagđi "Ţađ er dýrt ađ auglýsa en ţađ er dýrara ađ auglýsa ekki". Annar spekingur fullyrti ađ helmingnum af ţeirri upphćđ sem hann eyddi í auglýsingar gćti hann allt eins hent út um gluggann. En bćtti svo viđ ađ hann vissi ekki hvorum helmingnum.

Emil Hannes Valgeirsson, 26.10.2018 kl. 22:52

4 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Notkun efsta stigs í auglýsingum er beinlínis ólögleg ef ekki hćgt ađ fćra sönnur á ţá fullyrđingu sem haldiđ er á lofti.

Guđmundur Ásgeirsson, 26.10.2018 kl. 22:55

5 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Ţú ert vanur mađur, Emil, og ţekkir vel til. Prófarkalestur auglýsinga skiptir verulega miklu máli. Málvilla í auglýsingu er oftast ferlega mikiđ vandamál.

Sammála ţví ađ varhugavert er ađ fullyrđa of mikiđ ţó freistandi sé. Mörgum finnst best ađ fara međ strćtó en hann gagnast mér illa. Veit ekki hvort notkun efsta stig lýsingarorđa sé röng. Hef ţó stundum heyrt ţví haldiđ fram.

Í gamla daga sagđi Kókakólakompaníiđ í útlandinu: Ţegar illa árar í viđskiptum auglýsum viđ kók, ţegar vel gengur auglýsum viđ kók.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 26.10.2018 kl. 23:06

6 identicon

Segir mađur "sumir hverir" en ekki "sumir hverjir"?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 27.10.2018 kl. 14:34

7 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Já, Bjarni Guđlaugur, sérstaklega er prentvilluveiran er međ í skrifum og skemmileggur útgáfuna.  

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 27.10.2018 kl. 15:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband