Heilaþvottur sem leiddi til hertöku íslenska sendiráðsins

Slá­um því föstu, að her­taka sendi­ráðs er rétti­lega skil­greind sem árás á ríkið – ís­lenska lýðveldið. Í hópi okk­ar ell­efu­menn­inga var hins veg­ar hlegið að þeirri staðreynd og athöfn­in rétt­lætt í sjálfri sér. Glæp­ur­inn var til­gang­ur­inn. Augna­blikstil­finn­ing ólög­legs valds hrifsaðs með of­beldi. Ekki held ég að neinn ell­efu­menn­ing­anna hafi haft nokkra hugmynd um hvaða af­leiðing­ar árás­in hefði getað haft.

Svo segir í grein Gústafs Adolfs Skúlasonar í Morgunblaði dagsins. Hann var einn af þeim sem hertóku íslenska sendiráðið þann 20. apríl 1970 og ætluðu að halda því eins lengi og hægt var. Sænska lögreglan henti þeim út eftir tveggja tíma hertöku og varð orðstír þeirra lítill og snautlegur fyrir tiltækið. 

Tilefni þessara skrifa Gústafs er heimildarmyndin Bráðum verður bylting eftir Hjálmtý Heiðdal, kvikmyndagerðarmann. Í henni er reynt að hampa þessari aðgerð, láta hana líta út eins og eitthvað þrekvirki sem hún aldrei var. Hún þótti að vísu alvarleg á sínum tíma en svona eftir á séð er hún beinlínis hlægileg. Gústaf bendir þó á ýmislegt við sendiráðstökuna sem síst af öllu getur talist skoplegt. Þvert á móti.

Ell­efu flakk­andi ung­lings­sál­ir í stefnu­leit. Sem féllu fyr­ir vinstriróm­an­tík og æðsta­presti með marxí­sk­an heilaþvott í fyr­ir­rúmi. Ég hef oft hugsað um það, að engu máli hefði skipt hvert til­efni heilaþvott­ar­ins var, við vor­um all­ir reiðubún­ir til að fylgja leiðtog­an­um í gröf­ina. Við hefðum all­ir dáið í þeim sér­trú­ar­söfnuði þar sem for­ing­inn hefði sagt að við þyrft­um að fremja sjálfs­morð vegna þess að heimsend­ir kæmi í kvöld. Eða að vera með sprengju­belti. Bylt­ing­ar­róm­an­tík er leiðin til of­beld­is þar sem blóðið flýt­ur.

Enn eru margir þessara ellefumenninga og hóparnir í kringum þá jafn sannfærðir um kommúnismann sinn, sósíalismann, trotskíismann, maóismann eða hvað þessir ismar eru eða voru kallaðir. Hjálmtýr Heiðdal flutti við frumsýninguna tregafulla ræðu og saknaði byltingarinnar sem aldrei varð og fékk heiðursklapp frá meirihluta sýningargesta. Húsið var enda fullt af vinstri sinnum, gömlum kommum og sósíalistum sem eru ekki lengur flakkandi enda flestir komnir á níræðis- eða tíðræðisaldur. Þeir gráta að byltingin kom aldrei en eru enn harðtrúlofaðir byltingarhugsjóninni sem auðvitað er ekkert annað en vinstri öfgamennska.

Ég var á frumsýningunni og hafði gaman af því að rifja upp pólitískt andrúmsloft unglingsáranna enda var myndin um flest annað en sendiráðstökuna. Sjá pistil um heimildarmyndina hér. Og Gústaf segir:

Í þeirri dýrk­un of­beld­is og marxí­skr­ar hug­mynda­fræði, sem flæddi yfir Vest­ur­lönd á átt­unda ára­tugn­um í formi hryðju­verka og blóðugra skot­b­ar­daga, hverfa ell­efu­menn­ing­arn­ir í sög­una sem einkar ómerki­legt fyr­ir­bæri ung­menna í leit að frægð og fengu sín­ar fimmtán mín­út­ur að lok­um. Svipaða sögu má segja um '´68 kyn­slóðina. Sem bet­ur fer hef­ur ís­lenska þjóðin í ár­anna rás sýnt af sér mann­dóm og skyn­semi sem er stærri en aumk­un­ar­verð heilaþvott­a­starf­semi hryðju­verka­manna.

Því miður skilur margt ungt fólk ekki þetta. Það þekkti ekki skiptingu Evrópu í austur og vestur, veit fátt um óþverraháttinn sem viðgekkst í ríkjum sem studdust við kommúnismann og viðbjóðinn sem notaður var til að helda almenningi í skefjum og koma í veg fyrir að hann fengi upplýsingar um frelsi og lýðræði í Vestur-Evrópu.

Engu að síður eru alltof margir svo værukærir að yfirlýstir sósíalistar og kommúnistar hafa til dæmis tekið yfir stéttarfélögin VR og Eflingu. Stæðan er sú að félagar í þessum samtökum nýta ekki kosningarétt sinn. Fyrir vikið komast öfgafullir aðilar að stjórnborði öflugra og fjársterkra félaga og fyrsta verk þeirra er að reka alla þá starfsmenn sem ekki sýna þeim fylgispekt.

Í lok greinar sinnar segir Gústa Adolf Skúlason:

Bylt­ing­ar­róm­an­tík­in tók nokk­ur ár af ævi minni. Ég er þakk­lát­ur öll­um þeim sem hafa fyr­ir­gefið mér bernsku­brek­in og skil líka þá sem ekki hafa gert það. Betra er að gera mis­tök sem ung­ur maður en til ára kom­inn.

Mér finnst bara sorg­legt að sjá suma jafn­aldra mína enn á sama stað eft­ir tæpa hálfa öld. Hef­ur virki­lega eng­in þróun átt sér stað?

Ég verð að koma því að hérna í lokin að eitt fyndnasta atriði heimildarmyndarinnar var örsagan af því er ellefumenningarnir voru komnir í yfirheyrslu á sænskri lögreglustöð. Þar voru þeir spurðir um nafn og annað tilheyrandi. Enn þeirra sagðist heita Gústaf Adolf ... Móðguðust þá hinir sænsku og héldu að drengurinn væri að gera grín að sænska konungsveldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Varla trúir þú Gústa Siggi??

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.10.2018 kl. 10:49

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Er Gústaf Adolf á einhvern hátt ótrúverðugur, Týri?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.10.2018 kl. 10:52

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gústi skrifar: Myndin ber með sér alla leiðina í gröfina að hún er bara gerð í þeim tilgangi að mjólka fé skattgreiðenda úr Kvikmyndasjóði og RÚV.

Trúir þú þessu?

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.10.2018 kl. 11:01

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gústi skrifar:

Ég hef oft hugsað um það, að engu máli hefði skipt hvert til­efni heilaþvott­ar­ins var, við vor­um all­ir reiðubún­ir til að fylgja leiðtog­an­um í gröf­ina. Við hefðum all­ir dáið í þeim sér­trú­ar­söfnuði þar sem for­ing­inn hefði sagt að við þyrft­um að fremja sjálfs­morð vegna þess að heimsend­ir kæmi í kvöld. Eða að vera með sprengju­belti. Bylt­ing­ar­róm­an­tík er leiðin til of­beld­is þar sem blóðið flýt­ur. 

Þú verður að athuga að Gústi var alltaf sá al-róttækasti. Hann klauf KSML og stofnaði KSMLb þar sem b stóð fyrir byltingarsinnarnir vegna þess að honum þótti KSML ekki nægilega róttæk. Það var Gústi sem stóð með steyttan hnefann og hrópaði Stalin! Stalín!. Að hann sé núna orðinn hálfur eða fullkominn fasisti er kannski ekkert undarlegt. Öfgar eru öfgar í öllum herbúðum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.10.2018 kl. 11:07

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég ber nú meiri virðingu fyrir þér, Týri minn, og öðrum framleiðendum heimildarmynda en svo að svona orðalag sé réttlætanlegt. Væri þetta rétt hjá þínum gamla félaga eru allir þeir sem fá styrk frá Kvikmyndasjóði undir þessa sök seldir. 

Ríkisútvarpið kaupir heimildarmyndir af sjálfstæðum kvikmyndagerðarmönnum. Slíkt kallast viðskipti, ekki styrkir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.10.2018 kl. 11:08

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gústi hefði því verið eini kandidatinn til að ganga í raðir ISIS. Ef hann hefði opinberað þessar grillur sínar á sínum tíma þá hefði hannverið rekinn úr KSML. En þess þurfti ekki þar sem hann klauf sig sjálfur frá.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.10.2018 kl. 11:09

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

RÚV borgar ekki nema 7 - 10% af fremleiðslukostnaði. Það er nú allt og sumt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.10.2018 kl. 11:09

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég þekki ekkert til þessa gamla félaga þíns, Týri. aðeins lesið blaðagreinar eftir hann af og til. Líst vel á margt sem hann segir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.10.2018 kl. 11:10

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Svona er nú lífið. Mér fannst heimildarmyndin þín fróðleg eins og ég hef áður sagt. Hún rifjaði upp minningar um órólega tíma þar sem kommúnistar og sósíalistar, flokkar og örflokkar, voru áberandi í þjóðlífinu. Síðan hefur mikið gerst og þjófélagið breyst. Gömlu róttæklingarnir lentu eins og við hinir í lífsbaráttunni og það breytir.

Byltingin kom aldrei, byltingarsinnarnir höfðu annað og mikilvægara að hugsa um. Sumir breyttu um skoðun aðrir þráast við. Heimildarmyndin um sendiráðstökuna er framar öðru um „fornan“ átrúnað, rifjar upp bernskubrek og í dag er þetta allt broslegt og jafnvel fyndið. Þetta er ástæðan fyrir því að mér finnst heimildarmyndin áhugaverð og hvatti fólk til að sjá hana.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.10.2018 kl. 11:26

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér fannst grein Gústafs Skúlasonar bera það með sér, eins og hann segir sjálfur, að þegar hann gerði þessi "heimskupör" hafi hann verið ungur og óþroskaður og það ráðið för en nú sé hann búinn að sjá að þessi aðgerð var ekki aðeins vanhugsuð heldur einnig heimskuleg.  Hann hefur greinilega þroskast með aldrinum, sem því miður verður ekki séð með suma aðra......

Jóhann Elíasson, 23.10.2018 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband