Salerni sem fríka, margir meirihlutar og horn Mörkarinnar

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

 

1.

En hiđ sögulega viđ tap flokksins er ţađ ađ hann getur ekki lengur myndađ einn meirihluta í fylkinu eins og hann hefur getađ í nćrri sjö áratugi.“ 

Forystugrein á bls. 18 í Morgunblađinu 16.10.2018.     

Athugasemd: Hér hefur eitthvađ skolast til. Höfundurinn á varla viđ ađ hćgt sé ađ mynda fleiri en einn meirihluta í Bćjaralandi. Hćgt er ađ orđa ţetta betur og jafnframt einfalda framsetninguna, draga úr málalenginu og komast hjá nástöđu.

Síđar í sömu grein segir:

Merkel kanslari virtist ekki ćtla ađ taka úrslitunum í Bćjaralandi blindandi, ţótt umfjöllun hennar vćri af alkunnri varfćrni.

Mér er alveg hulin ráđgáta hvađ ţađ merkir ađ „taka úrslitunum blindandi“. Ţekki ekki ţetta orđfćri og dreg í efa ađ ţađ sé ţekkt. Einna helst gćti veriđ ađ höfundurinn sem er greinilega ekki ritstjóri blađsins, hafi fyrir sér texta úr ţýskum eđa enskum fjölmiđlum.

Tillaga: Flokkurinn getur ekki lengur myndađ hreinan meirihluta í fylkinu eins og hann hefur gert í nćrri sjö áratugi.

2.

Metradjúpt vatn ţegar mest var í miklum vatns­leka í Vals­heimilinu.“ 

Fyrirsögn á visir.is.     

Athugasemd: Viđ fyrstu sýn kann lesandinn ađ halda ađ blađamađurinn kunni ekki ađ fallbeygja nafnorđiđ metri (meter á ensku og fleiri málum). Fyrirsögnin er hins vegar rétt. 

Metri beygist svo: Metri, metra, metra, metra. Og í fleirtölu: Metrar, metra, metrum, metra.

Ţar af leiđir ađ metradjúp vatn ţýđir ađ dýptin hafi veriđ einn metri eđa jafnvel meira. Einhvern tímann hefđi mađur skrifađ „metersdjúpt vatn“ en ţađ er ekki rétt. Hins vegar hefđi ég haft fyrirsögnina eins og segir í tillögunni hér fyrir neđan, óţarfi ađ tvítaka vatn.

Svo oft hefur visir.is veriđ gagnrýndur hér og ţađ međ réttu ađ ástćđa er til ađ hćla fréttavefnum og blađamanninum ţegar vel er gert.

Tillaga: Allt ađ metradjúpt vatn ţegar mest var í Valsheimilinu.

3.

10 salerni gerđ til ţess ađ fríka ţig út.“ 

Fyrirsögn á dv.is.    

Athugasemd: Íslenskri tungu mun smám saman hnigna vegna ţess ađ ekkert ađhald er á ritstjórnum. Illa skrifandi „blađamenn“ leika lausum hala og niđurstađan eru skemmdar fréttir. Af hverju er ekki meiri agi á dv.is? Hvađ í ósköpunum er nýi útgefandinn ađ hugsa svo ekki sé talađ um ritstjórann?

Hvađ ţýđir til dćmis eftirfarandi í fréttinni sem um rćđir:

Margar hverjar ţeirra eru eflaust beint stignar úr martröđum sumra.

Fólk međ reynslu, ţekkingu svo ekki sé talađ um vit hefđi orđađ ţetta á annan hátt.

Tillaga: Tíu salerni sem flestum kann ađ hrylla viđ

4.

Viđ Fella­hvarf í Kópa­vogi stend­ur ákaf­lega vel heppnuđ og fal­leg íbúđ …“ 

Frétt á mbl.is.    

Athugasemd: Flestir eru ţeirrar skođunar ađ hús standi á grunni sínum en íbúđir séu í húsum. Frekar ofmćlt er ađ segja ađ íbúđ standi viđ götu. Einfalt er ađ lagfćra ţetta-, bara skipta út einu sagnorđi.

Hér verđur ađ segjast eins og er ađ dálkurinn sem tilvitnunin er fengin úr hefur fariđ batnandi, málfar er miklu betra og villur sjaldgćfar.

Tillaga: Viđ Fellahvarf í Kópavogi er ákaflega vel heppnuđ og falleg íbúđ …

5.

Margir hafa velt vöngum yfir nokkuđ dularfullu skilti sem er viđ gatnamót Suđurlandsbrautar og Markarnnar.“ 

Frétt á dv.is.     

Athugasemd: Mörk er kvenkynsnafnorđ. Gata í Reykjavík nefnist Mörkin, ţađ er međ ákveđnum greini. Ferđafélag Íslands er međ skrifstofur í Mörkinni.  Af ţessu leiđir ađ götuheitiđ fallbeygist svo: Mörkin, Mörkina, Mörkinni, Markarinnar/Merkurinnar, sjá hér.

Ekki eru allir blađamenn DV góđir í íslensku máli né heldur er málfar ţeirra margra gott og síđast en ekki síst eru ţeir ekki góđir í ađ segja frá. Hiđ síđarnefnda er ţó afar mikilvćgt fyrir blađamenn.

Áđur en ţessi klúđurslega fallbeyging á götuheitinu birtist á DV hafđi enn verri útgáfa sést: 

… Suđurlandsbraut og Mörkarinnar.

Eđlilegt er ađ lesandinn brosi eđa hlćgi yfir vitleysunni. Skemmdar fréttir eru hins vegar ekkert grín.

Tillaga: Margir hafa velt vöngum yfir nokkuđ dularfullu skilti sem er viđ gatnamót Suđurlandsbrautar og Merkurinnar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband