Skemmdar fréttir fjölmiđla og öllum er sama

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.


1.

Ţó ISIS-liđar hafi hlotiđ hvern ósigurinn á fćtur öđrum er baráttuvilji ISIS-liđa enn til stađar samkvćmt höfundum skýrslunnar.“ 

Frétt á visir.is.        

Athugasemd: Ţetta er viđvaningslegt og slćmt orđalag. Enginn hlýtur ósigur, hins vegar bíđa sumir ósigur, tapa, fara halloka, gjalda afhrođ og svo framvegis, allt eftir samhenginu.

Í raun er ţetta ómöguleg málsgrein. Í henni eru villur og nástađa. Hvers vegna er í henni tvisvar getiđ um ISIS-liđa? Dugar ekki eitt skipti eđa er höfundurinn hrćddur um ađ lesandinn missi ţráđinn á milli setninga?

Svo er ţessi klifun á orđasambandinu til stađar. Hefur blađamađurinn enga tilfinningu fyrir stíl eđa er markmiđiđ ađ moka út orđum án tillits til máfars eđa efnis? Greinin er illa skrifuđ, margar málfarsvillur og nástöđur. Blađamađurinn ţarf ađ hugsa sinn gang.

Tillaga: Ţó ISIS-liđar hafi beđiđ mikiđ afhrođ er baráttuvilji ţeirra enn mikill segja höfundar skýrslunnar.

2.

Gjóskulag var mun ţykkara en áđur var taliđ sem gefur vísbendingar um ađ fyrri eldgos hafi veriđ öflugri en áđur var taliđ.“ 

Myndatexti á visir.is.        

Athugasemd: Fljótfćrni, hugsunarleysi og hrođvirkni blađamanna á visir.is er oft hrikaleg og ţađ sem verra er, enginn lesi yfir. Takiđ eftir klifinu hér í myndatextanum. Ţetta er afar algengt á fréttamiđlinum.

Ţetta er einfaldlega skemmd frétt og ţví ekki bjóđandi neytendum, ekki frekar en skemmdur matur í verslunum eđa á veitingastađ.

Einfalt mál er ađ lagfćra svona, sé blađamađurinn eđa ritstjórnin á annađ borđ međ međvitund.

Tillaga: Gjóskulag var mun ţykkara en vitađ var sem gefur vísbendingar um ađ fyrri eldgos hafi veriđ öflugri en áđur var taliđ.

3.

Messi íhug­ar ađ kalla ţetta gott.“ 

Fyrirsögn á mbl.is.        

Athugasemd: Hvađ er Lionel Messi, fótboltamađur hjá Barcelóna, ađ hugsa? Fyrirsögnin segir ekkert um ţađ.

Af hverju geta íţróttablađamenn á Mogganum ekki tjáđ sig á einföldu máli?

Ef eitthvađ er til í ţessari frétt er Messi ađ velta ţví fyrir sér ađ hćtta í fótbolta.

Blađamenn ţekkja margir ekki sögnina ađ hćtta, ţess í stađ nota ţeir einhver illa samanin skrautyrđi. Enginn hćttir lengur. Menn stíga til hliđar, stíga til baka, draga sig í hlé, víkja fyrir öđrum og svo framvegis.

Hvađ kallar Messi hvađ gott? Hundinn sinn, morgunverđarborđiđ, mömmu sína? Viđ skulum segja ţetta gott er stundum sagt ţegar til dćmis er komiđ ađ verklokum.

Tillaga: Messi íhugar ađ hćtta.

4.

Konan, sem var daglegur stjórnandi fyrirtćkisins, stóđ ekki skil á virđisaukaskattskýrslum fyrirtćkisins á lögmćtum tíma á ţessum árum og stóđ ekki skil á virđisaukaskatti á sama tímabili sem nam rúmum 16 milljónum króna.“ 

Frétt á visir.is.        

Athugasemd: Ef vinnubrögđin eru svona á visir.is er sökin alfariđ stjórnenda vefsins, ritstjóra. Ofangreint er algjörlega óbođlegt, dćmi um skemmda frétt. Ritstjórninni er greinilega sama um neytendur, ađalatriđiđ ađ magn „frétta“, ekki gćđi.

Hvađ ţýđir svo skil á lögmćtum tíma á ţessum árum?

Ţvílík ókurteisi og vanvirđa viđ neytendur. Skrifa börn á visir.is?

Tillaga: Ekki hćgt ađ laga svona vitleysu.

5.

Bergsveinn Birgisson rithöfundur svarar í símann, svolítiđ móđur og ég sé hann fyrir mér skokkandi á norskum skógarstíg “ 

Frétt á visir.is.        

Athugasemd: Hvađ kemur persónulegt álit eđa skođun blađamanns lesendum viđ? Hvers konar blađamennska er ţađ ađ skrifa frétt í 1. persónu í eintölu?

Auđvitađ er ţetta tóm vitleysa enda er fréttin algjörlega úr takti viđ hefđbundin fréttaskrift. Sýnir bara barnslegan einfaldleika hjá visir.is

Tillaga: Ekki hćgt ađ laga svona vitleysu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband