Almennir flokksmenn semja drög ađ ályktunum fyrir landsfund Sjálfstćđisflokksins

Nei, kommon Bjarni.
Skynsamir flokksmenn felldu út „flokkseigendatillöguna” um ađ byggja nýja Landspítalann viđ Hringbraut og reisa um leiđ einkaspítala annars stađar.
Í stađinn kom skýr og rökrétt stefna um ađ fara strax í stađarvalsgreiningu ţar sem m.a. yrđi hugađ ađ betri samgönguleiđum.

Ţetta segir Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, formađur Miđflokksins og fyrrum forsćtisráđherra, á Fésbókarsíđu sinni. Hann telur sig ţar međ hafa komiđ höggi á formann Sjálfstćđisflokksins og „flokkseigendafélagiđ“.

Ţetta er auđvitađ tóm vitleysa hjá manninum ţví hann veit ekki hvernig Sjálfstćđismenn vinna tillögur fyrir landsfund. Ţađ er ekki ţannig ađ einn mađur eđa örfáir flokksmenn semji ţađ sem lagt er fyrir fundinn. Í öllum tilvikum eru málefnanefndir flokksins opnir. Allir flokksmenn hafa rétt til ţáttöku og fundirnir eru auglýstir opinberlega og fjöldi fólks tekur átt.

Ţar af leiđandi er ţađ engin „flokkseigendatillaga“ sem lögđ er fyrir landsfund. Ég man ekki til ţess ađ forysta flokksins sćki ţessa málefnafundi, en ţađ getur ţó veriđ í einstaka nefndum.

Á landsfundi eru málefnafundirnir afar fjölmennir, miklu fleiri taka ţátt í umrćđum um drög ađ ályktunum en ţeir sem sömdu ţau. Í lýđrćđislegum flokki rćđur meirihlutinn.

Vel má vera ađ Sigmundur Davíđ hripi niđur á servéttu drög ađ ályktun Miđflokksins og hún sé svo samţykkt án mótatkvćđa á ađalfundi flokksins. Ţannig er ţađ bara ekki í Sjálfstćđisflokkunum ţar sem almennum flokksmanni er treyst og hann hvattur til ađ hafa áhrif.

Svo get ég ekki orđa bundist um hegđun margra stjórnmálamanna, til dćmis Sigmundar Davíđs. Í ţrjú ár sat hann međ Sjálfstćđismönnum í ríkisstjórn og ţađ án nokkurra vandkvćđa. Hvađ rekur hann til ţess ađ stunda persónulegar árásir á fyrrum samstarfsmenn? Kynntust hann engum í ríkisstjórn sinni eđa var allt svona ömurlegt og leiđinlegt og ástćđa til ađ hefna međ međ skítkasti í stađ ţess ađ rćđa málefnalega um stađreyndir?

Hins vegar er ţađ mín skođun og fjölda annarra Sjálfstćđismanna ađ byggja eigi nýjan Landspítala annars stađar en viđ Hringbraut.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband