Slakur skilningur á íslensku er vandamál á dv.is

DVÍ sígildu ævintýrunum hefjast sögur ósjaldan á þennan hátt: Fyrir langa löngu var ... og svo heldur sagan áfram.

Fengi ritstjórn DV að ráða myndi sagan hefjast þannig: „Fyrir langa löngu síðan ...“.

Á þessu tvennu er mikill munur. Hið fyrra er rétt en það síðara er rangt.

Þegar tengt er við tíma er einfaldalega sagt: Hann kom fyrir löngu. Algjör ofrausn er að bæta við atviksorðinu „síðan“, það hjálpar ekkert. Allir með þokkalegan skilning á íslensku vita að verið er að tala um liðna tíð.

Hins vegar er allt í lagi að segja: „Langt er síðan ég sá þig fyrst.“

Fólk sem er ekki mjög vel lesið áttar sig ekki á þessu og ruglar saman svo úr verður rassbagan „Fyrir löngu síðan“. Þetta er sagt vegna þess að lestur bókmennta er grundvallaratriði í skilningi á tungumáli, ekki aðeins íslensku heldur allra. 

Þetta skilur vefmiðillinn dv.is ekki þetta og ekki heldur Facebook. Villan grasserar á báðum miðlum.

bækurNú hefur dv.is breytt forsíðu sinni. Kostir og gallar fylgja breytingunum. Gallarnir eru tveir. Í fyrsta lagi blasir villan, rassbagan, við öllum í hverri einustu frétt sem birt er þann daginn sem síðan er skoðuð. Í öðru lagi setur vefmiðillinn niður þegar dagur líður án þess að ný frétt birtist. Hvort tveggja er svona frekar neyðarlegt.

Hér áður fyrr var eldklárt fólk starfandi á ritstjórn DV sem lagði mikið á sig til að fara rétt með íslenskt mál. Skyldi nú starfa á dv.is eldklárt fólk sem hefur slakan skilningi á íslensku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst DV vera hinn mesti sorpbleðill, og ekkert þar, sem hægt er að kalla vandaða blaðamennsku. Það segi ég af eigin raun, því að um daginn hringdi til mín einhver "blaðamaðurinn" þar, og sagðist vera að skrifa um ferðir fólks með dýr í strætó. Þar sem ég hafði skrifað í Moggann um þetta efni, þá vildi hann fá einhverja umsögn frá mér um þetta, og ræddi við mig smástund, en það, sem birtist síðan á vefsíðunni og átti að sögn að vera eftir mér haft, var tómur skáldskapur, sem hann hafði spunnið upp, og ég sagði líka aldrei, fyrir utan það litla, sem hann tók upp úr greininni í Mogganum. Ég skrifaði mótmæli til ritstjórans, en hef enga afsökun fengið eða neitt. Ef blaðamennskan er eftir þessu, þá leyfi ég mér að kalla þetta sorprit á við The Sun í Englandi. Vankunnátta í íslensku máli væri bara viðbót við þessa vitleysuna. Ég er a.m.k. sannfærð um það, að Jónas Kristjánsson, fv. ritstjóri, hefði ekki kallað þetta blaðamennsku, sem vit væri í. Það er víst alveg ábyggilegt. Ég hef ekkert álit á þessum blaðsnepli DV eftir þetta.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2018 kl. 14:57

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Tek undir þetta, Guðbjörg. Furðuleg „blaðamennska“.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.3.2018 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband