Vísir stendur sig, Mogginn situr eftir

180122 VísirOft á dag kíki ég á fréttasíður vefmiðlanna, Moggans, Vísis, DV og jafnvel fleiri. Auðvitað byrja ég oftast á mbl.is en mér til mikillar furðu hefur það gerst æ oftar að visir.is er fyrstur með fréttirnar. Þar að auki eru fréttirnar oft ítarlegri.

Þannig var þetta í dag. Ein merkilegasta fréttin dagsins er sú að demókratar og repúblikanar hafa náð samkomulagi og bráðabirgðafjárlög en ríkisvaldið í Bandaríkjunum var lokað í dag vegna þess að aungvar heimildir hafa verið til að greiða fyrir rekstur ríkisins.

Þetta er Vísir með á hreinu og birtir umsvifalaust sem fyrstu frétt á forsíðu vefsins.

Mogginn er hins vegar eitthvað að pæla í viðhorfum forsætisráðherra til klúðurs dómsmálaráðherra vegna skipunar dómara í Landsrétt.

Maður velti fyrir sér hvað eiginlega sé að gerast hjá Morgunblaðinu. Því hefur verið gaukað að mér að margir afbrags blaðamenn hafi á undanförnum misserum horfum frá útgáfunni og fundið nýjan vettvang hjá Vísi og Fréttablaðinu.

Í þeirra stað hafa verið ráðnir ungt fólk með enga reynslu, sumt varla skrifandi í íslensku og í þokkabót illa upplýst og þekkja lítt til blaðamennskustarfa og það sem verra er, enginn er til leiðsagnar.

180122 mblRaunar er þetta oft vandamál hjá Vísi og Fréttablaðinu líka en þó sérstaklega hjá DV og fréttamiðlum Eyjunnar og Pressunnar. Ástæðan er líklega sú að ungir starfsmenn eru ódýrari en reynsluboltar og verkefni hinna fyrrnefndu er að fylla upp í plássið milli auglýsinga, ekki að sinna alvörðu blaðamennsku.

Fyrir vikið er fjórða valdið í hræðilegum vanda. Má vera að Kjarnanum og Stundinni undanskildum en skrifin á þessum tveimur síðastnefndum miðlum eru ekki nógu góð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband