Hurð réðst á fimmtugan flugmann

Flugmaður lést í slysi á flugvellinum í Kittilä í norðurhluta Finnlands í gær. Frá þessu greinir YLE.

Flugmaðurinn, sem var fimmtugur að aldri, á að hafa verið á leiðinni um borð í flugvél þegar hurð flugvélarinnar fór í hann með þeim afleiðingum að hann lést samstundis.

Vélin er af gerðinni Gulfstream G 150, með sæti fyrir tuttugu farþega, og skráð í Austurríki. Fram hefur komið að maðurinn sem lést ekki finnskur ríkisborgari. Lögregla telur ekki að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Kittilä er að finna um 150 kílómetrum norður af Rovaniemi og um 80 kílómetrum frá sænsku landamærunum.

Í þessa frétt vantar það eitt lögreglan hafi sleppt hurðinni að lokinni yfirheyrslu enda ekki talið að „eitthvað saknæmt hafi átt sér stað“.

Þetta er frétt af vefmiðlinum visir.is og er vart boðleg, svo hroðvirknislega er hún skrifuð.

Gera má ráð fyrir að hurðin hafi skellst á flugmanninn, það er hins vegar ekki sagt heldur að hún hafi farið í hann, rétt eins og þegar varnarmaður í fótbolta eða handbolta fer í sóknarmann. Nema því aðeins að hurðin hafi farið í manninn, inn í hann. Við nánari umhugsun gæti hurðin hafa ráðist á flugmanninn.

Blaðamaðurinn er alls ekki viss. Flugmaðurinn „á að hafa verið á leiðinni ...“ en var ekki á leiðinni.

Í fréttinni segir: „Fram hefur komið að maðurinn sem lést sé ekki finnskur ...“, var þá ekki hægt að segja að hann hafi ekki verið finnskur. Og hvar kom þetta fram, ekki í fréttinni.

Svo gleymir blaðamaðurinn að segja frá því hvers vegna hurðin „fór í“ flugmanninn. Klúður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það átakanlegt að lesa ansi margar fréttir og fyrirsagnir á visir.is. 

"Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll" er t.d. fyrirsögn fréttar um hið gagnstæða. Metnaðarleysið er algert, að því er virðist.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 5.1.2018 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband