Er bókaútgáfa hornsteinn, eftirlæti eða atvinnugrein?

Bóka­út­gáf­ur eru einn af horn­stein­um sam­fé­lags­ins og gegna mik­il­vægu hlut­verki sem menn­ing­armiðlun.

Þetta segir í grein­ar­gerð með frum­varpi Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns og nú mennta- og menningarmálaráðherra. Fullyrðingin er röng. Bókaútgáfa er ekkert öðru vísi en aðrar atvinnugreinar. Hún byggist á markaðssetningu og sölu, rétt eins og verslun með aðrar vöru.

Hins vegar er afar flott að segja að bókaútgáfan sé einn af hornsteinum samfélagsins. Sé svo eru hornsteinarnir æði margir og varla pláss fyrir fólk á milli þeirra.

Hafi bókaútgáfa dregist saman undanfarin ár má fleiru en virðisaukaskatti kenna um. Hér eru nokkur atriði sem skipta máli:

  1. Margar bækur eru leiðinlegar
  2. Bækur geta verið illa skrifaðar
  3. Markaðssetningin bókar getur hafa verið árangurslaus
  4. Yngra fólk les síður bækur (og dagblöð)
  5. Menntakerfið hefur brugðist, bóklestur er ekki hluti af því
  6. Kennarar eru ekki nægilega góðir í bókmenntum
  7. Facebook og aðrir samfélagsmiðlar eru með stutta texta, ungt fólk ræður ekki við lengra mál
  8. Uppalendur yngstu kynslóðanna eru síður bókmenntalega sinnuð en eldra fólk

Eflaust er hægt að telja upp fleiri skýringar á minnkandi bóklestri og hnignandi sölu bóka.

Staðreyndin er hins vegar sú að ef markaðurinn hefur ekki sama áhuga á bókum og áður þá verður svo að vera. Verðlækkun hjálpar lítið til ef áhuginn fyrir bókum er ekki fyrir hendi.

Verði framtíðin sú að „bókaþjóðin“ verði í framtíðinni ekki bókaþjóð þá er lítið sem hægt er að gera. Jú, eitt ráð er til og það er vænlegt. Gerum eins og í fótboltanum, byggjum upp unga fólkið, glæðum áhuga þess á bóklestri. Sérmenntum kennara í bókmenntum, virkjum menntakerfið, kynnum foreldrum dásemd barnabókmennta. 

Bækur eru frábrugðnar öllum öðrum markaðsvörum. Hins vegar eiga allir sín eftirlæti og þau spilla hins vegar fyrir og þar af leiðandi verður verðið hærra á þeim vörutegundum sem ekki njóta eftirlætis. Er þá ekki betra að haga skattheimtunni þannig að allar vörur beri lágan virðisaukaskatt og stjórnvöld freistist ekki til að lækka eða afnema hann af eftirlæti sínu.

Hornsteinar samfélagsins eru margir og ýmis konar hagsmunir felast í því að lækka virðisaukaskatt af hinum og þessum vörutegundunum. Því meir sem það er gert því flóknara verður kerfið. Ef ég fengi að velja myndi ég hafa virðisaukaskatti 11% og engar undanþágur. Það væri nú almennilegur hornsteinn fyrir samfélagið, eftirlætislaus.

 


mbl.is Ríkisstjórnin boðar afnám bókaskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband