Páll og Jón ekki ráðherrar, því miður

Manni finnst ótrúlegt að hægt sé að ganga framhjá forystumanni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem réttilega er annað höfuðvígi flokksins á landinu. Sjálfsagt er að Páll Magnússon veki máls á þessu. Það sýnir þó manndóm að styðja ríkisstjórnina í stað þess að láta á þessu steyta.

Einnig finnst manni skrýtið hvers vegna Jón Gunnarsson haldi ekki áfram sem ráðherra. Hann hefur sýnt hvers hann er megnugur sem ráðherra samgöngu- og sveitarstjórna. Á hans vegum hafa stórhuga uppbyggingar í vegakerfinu á suðvesturlandi verið kynntar. Þær hugmyndir hefur maður ekki áður séð. Væntanlega verða þær að veruleika á næstu árum.

Þær raddir heyrðust að Sigríður Á. Andersen hefði átt að fara í Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Sú hugmynd hefði verið góð enda þarf nagla eins og hana þar.

Að endingu þetta: Styð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, VG og Landverndar til allra góðra verka eins og píratinn sagði af öðru tilefni. laughing


mbl.is Páll styður ekki ráðherralista Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

JON  er dugnaðarforkur og athafnamaður.

 SVONA MENN ERU EKKI VINSÆLIR ÍRÍKISSTJÓRN !

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.11.2017 kl. 21:12

2 identicon

Af hverju ekki að halda dómsmálaráðherra sem loksins gerir eitthvað í því ráðuneyti?

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 22:14

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sigríður hefur staðið sig vel í dómsmálaráðuneytinu. Held að það þurfi að taka til í öðrum ráðuneytum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.12.2017 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband