Áhugaverđar ekki-fréttir úr íslenskri pólitík matreiddara sem naglasúpa

Ađ gefnu tilefni flögrar stundum sú hugsun ađ ţeim sem hér hamrar á lyklaborđ hvort ritstjórnir fjölmiđla haldi ađ viđ, neytendur ţeirra, séum kjánar. Aftur á móti kunna dćmin ađ sanna ţá einföldu stađreynd ađ viđ lesendur séum síst af öllu kjánar en ţeir sem starfa á ritstjórnunum sé ţađ miklu frekar. Ađ minnsta kost ţarf ađ krefjast meiri hugsunar af ţeirra hálfu.

Leikskólinn

„Rétt upp hönd sem telur sig geta starfađ međ Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grćnna,“ kallađi annar stjórnanda umrćđuţáttar međ formönnum flokkanna kvöldiđ fyrir kjördag.

Ţetta gerđist í upphafi ţáttarins. Fleiri en ég fengu gćsahúđ, grćnar bólur og kjánahroll, allt í einum pakka.

Ţvílík steypa og rugl. Engin virđing fyrir flokksformönnunum heldur er bókstaflega komiđ fram viđ ţá eins og börn. Og síst af öllu er okkur, áhorfendum sýnd tilhlýđileg virđing.

Stjórnmálafrćđingurinn

„Hvađ sérđu í stöđunni eftir ţessar niđurstöđur í kosningunum, Eiríkur Bergmann,“ spyr blađamađur og/eđa fréttamađur stjórnmálafrćđinginn, og horfir bláeygur á hann eins og sá Bergmann sé véfréttin, spádómskall sem rýnir í kristalskúlu, spil eđa kaffibolla og sér ţar framtíđina skráđa međ orđum eđa í myndum.

Bergmann svarar eins og hann er spurđur, ekkert gáfulegar heldur en ég hefđi gert í sporum hans, leikskólakennari, hjúkrunarfrćđingur, bílstjóri, sundlaugarvörđur, blađamađur eđa einhver annar sem fylgist međ fréttum. Svariđ kemur alls ekkert á óvart ţví stjórnmálafrćđingurinn kann ađ giska eins og viđ hin.

Stjórnmálafrćđingar sjá ekki fram í tímann. Ţeir vita ekkert meira heldur en blađamenn eđa -fréttamenn og alls ekkert meira en ég eđa ţú, ágćti lesandi. Samt eru stjórnmálafrćđingar spurđir um hiđ óorđna og allir vita hvađ ţeir vita ekki.

Ekki er svo ýkja langt síđan blađamenn eđa fréttamenn settu sjálfir saman ţađ sem ţeir vilja núna hafa eftir einhverjum öđrum. Fyrir vikiđ lengjast fréttir í fjölmiđlum en innihaldiđ verđur ţví miđur ekkert merkilegra, meiri líkur eru á ţví ađ innihaldiđ verđi álíka rýrt og ţurrkuđ marglitta.

Íhugum flesta er ekki hćgt ađ sívinna sömu fréttina. Innihaldiđ tćmist fljótar en margir blađa- eđa fréttamenn halda. Í kjölfariđ er ekki sagt frá öđrum og merkilegri atburđum, til dćmis úti í heimi.

Eftir kosningar

Raunar er takmörkuđ hugsun margra fjölmiđlamanna slík ađ mađur veltir ţví fyrir sér hvers vegna atburđurinn ţegar ţeir urđu fyrir höfuđhögginu hafi ekki komiđ í fréttum.

Í langflestum tilvikum er ekki hćgt ađ spyrja formann stjórnmálaflokks hvernig ríkisstjórn hann vilji mynda vegna ţess ađ ţeir hafa af praktískum ástćđum ekki leitt hugann ađ ţví, geta ţađ ekki. Ţar ađ auki eđa kannski ţess vegna fara menn varlega í yfirlýsingum.

Ţetta kemur ţó ekki í veg fyrir ađ blađamađurinn spyrji hvort stjórnmálamađurinn hafi átt fund međ einhverjum úr öđrum flokkum í ţví skyni ađ mynda ríkisstjórn.

Á međan fylgist enginn međ ţví hvađ „óbreyttir“ ţingmenn eru ađ gera. Ţeir gćtu veriđ í miklum stjórnarmyndunarviđrćđum međan formađurinn segist ekkert vita. Og hugsanlega veit hann ekkert hvađ samflokksmenn hans eru ađ bralla. Fjöldi dćma eru um ţingmenn sem hafi unniđ ađ myndun ríkisstjórnar í felum og loks ţegar rétti tíminn er kominn á flokksformađur auđveldar međ ađ láta hendur standa fram úr ermum.

Ríkissjónvarpiđ

Hversu leiđinlegt er ekki ađ horfa á ríkissjónvarpiđ „eyđa“ fimmtán mínútum í ađ fylgjast međ hverjum flokksformanninum á fćtur öđrum ganga á fund forsetans og spjalla um hvern ţeirra rétt eins og einhver tíđindi hafa veriđ ađ gerast. Ég hefđi getađ sagt ţessu fólki ađ ekkert fréttnćmt hafi gerst á ţessum fundi formanna međ forsetanum. Ţar var allt fyrirsjáanlegt. Svo kom ţađ líka á daginn ađ allir flokksformennirnir gátu engu svarađ öđru en međ lođnum yfirlýsingum, nćstum ţví út í bláinn.

Samt stóđ skeggjađur fréttamađurinn út í myrkrinu á Bessastöđum, nokkrum klukkustundum ađ tjaldiđ hafđi veriđ dregiđ fyrir, sýningar á einţáttungum dagsins lauk. Hann endurtók allt, sagđi ekkert og var eiginlega frekar andlaus. Hins vegar vantađi ekki ađ hann var afar áheyrilegur og sagđi frá engu á einstaklega eftirtektarverđan máta.

Ágćti lesandi. Svona er naglasúpa matreidd. Fréttamenn á Ríkissjónvarpinu og Stöđ2 eru ađ verđa afar duglegir í svokölluđum „stand-upp“ sem skila engu annađ en ađ sýna skeggvöxt eđa fatnađ ungmennanna.

Er ekki kominn tími til ađ fjölmiđlarnir skođi fréttastefnu sína međ gagnrýnum augum og reyni ađ segja fréttir af einhverju í stađ ţess ađ tuđa um ekkert?

Á međan á ţessu öllu stóđ gerđist ýmislegt í erlendum fréttum. Carles Puigdemont hefur flúiđ Katalóníu vegna ákćru um landráđ, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viđskiptafélagi hans hafa veriđ ákćrđir vegna samskipta viđ Rússa, snćlduvitlaust veđur var í dag í Evrópu og Kim Jong-un og Ri Sol-ju, hinn stórkostlegi leiđtogi Norđur-Kóreu og kona hans, skođuđu snyrtivörumarkađ í Norđur-Kóreu viđ dynjandi lófaklapp og hvatningahróp alţýđu manna.

Sko, ţađ er nóg ađ frétta. Rétt upp hönd sem nennir ekki ađ fylgjast međ engum fréttum úr íslenskri pólitík.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Ţakka góđan og mjög svo ţarfan pistil.

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 30.10.2017 kl. 22:10

2 Smámynd: Haukur Árnason

Mikiđ er ég sammála ţér Sigurđur, ţetta er orđiđ algert rugl. Ađ fá eihverja til ađ standa hjá ţeim sem er ađ lesa fréttir og spyrja einnar spurningar, kannski tveggja, sem viđkomandi á oftast ekki svar viđ.

Og svo ţetta, ađ vera međ fólk útí bć í beinni útsendingu í fréttatíma. Tími til opna umrćđuna um ţetta rugl.  Höfum hátt.

Haukur Árnason, 31.10.2017 kl. 00:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband