Þrjú núll fyrir Ísland

BoltarÉg þorði varla að horfa á landsleik Íslands og Tyrklands fótbolta síðasta föstudag. Byrjaði, fannst Tyrkirnir miklu betri og slökkti þá á tækinu og fór að vinna. 

Hélt að Tyrkinn myndi rúlla þessu upp. Þarna var fullur leikvangur af brjáluðu köllum með fána og öskrandi upp í eyrað á næsta manni. Sjötíu og átta milljón manna þjóð á móti örríki með þrjúhundruð og fjörtíu þúsund manna þjóð. Getur ekki endað vel, hugsaði ég og ætlaði ekki að verða vitni að slátrun í beinni.

Tuttugu mínútum síðar kveikti ég aftur á sjónvarpinu og fannst hljóðið bara nokkuð gott í þulinum og staðan á strákunum okkar virtist bara bóð. Ég ákvað að horfa áfram.

Svo koma eitt mark og skömmu síður annað.

Held að hægindastóllinn minn sé stórskemmdur ... en af góðu tilefni.

Nú er ég ekki eins taugaveiklaður. Held að ég horfi á allan leikinn á móti Kósósvó.

Spái því að okkar menn vinni annað hvort með þremur mörkum gegn engu - eða á annan hátt. Sigur og ekkert annað.

Já, er Ísland ekki besta land í heimi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband