Lestur frétta í útvarpi og sjónvarpi

Ţví er haldiđ fram ađ fréttatímar á Bylgjunni séu hundleiđinlegir. Ástćđan er einfaldlega sú ađ mörgum finnst raddir lesara (fréttamanna) einstaklega óáheyrilegir og ţeir lesi auk ţess illa.

Undir ţetta má vissulega taka og um leiđ spyrja, hvort ţeim sé lesa sé ekki leiđbeint og jafnvel hvort ekki sé til nein samrćmd stefna um lestur frétta. Svo virđist ţví miđur ekki vera.

Sami vandi virđist ekki til hjá Ríkisútvarpinu. Lesarar i fréttatímum á ábyrgđ ríkisins eru flestir (ekki allir) vanda sínum vaxnir. Ţeir lesa röggsamlega og tiltölulega rétt. Gríđarlegur munur er á fréttatímum ţessara útvarpsstöđva, ríkisútvarpinu í hag svo miklu munar.

Ekki er nóg ađ skýrmćltur heldur er afar mikilvćgt ađ lesarinn tali viđ hlustandann. Hann má ekki bara ţylja upp stađreyndir af blađi heldur reyna ađ miđla ţeim til hlustenda eins og hann sé ljóslifandi viđ hliđ ţeirra.

Afi minn heitinn var frekar heyrnardaufur og sagđi alltaf ţegar vinsćll, dimmraddađur fréttaţulur Ríkisútvarpsins kynnti sig og hóf lestur: „Kemur ţú, helvískur ...“. Ástćđan var sú ađ röddin mannsins rann saman í einhćfa belg og biđu, varđ dimm suđa, og afi náđi ekki alltaf ađ greina á milli orđa. Ţess vegna bölvađi hann og taldi sig svikinn um fréttir ţegar sá dimmraddađi flutti ţćr.

Stađreyndin er sá ađ lestur í heyrenda hljóđi krefst ćfingar. Mér er minnisstćtt ráđ sem tćknimađur hjá Ríkisútvarinu gaf mér fyrir ćvalöngu er ég var međ vikulega útvarpsţćtti í nokkur misseri. Ţeir voru sjaldnast í beinni útsendingu heldur teknir upp fyrirfram. Ég átti ţađ til ađ reka í vörđurnar, stundum var ég ađ flýta mér og gaf mér ekki nćgan tíma til lestursins.

Ráđ ţessa ágćta tćknimanns var stutt og stutt: Lestu upphátt í um fimm mínútur á hverjum degi.

Ég var ungur og tók ekki alltaf ráđum en í ţetta sinn gerđi ég ţađ. Viti menn innan mánađar var lesturinn orđinn svo léttur og leikandi hjá mér ađ ţessi sami tćknimađur hafđi ţađ á orđi ađ framfarirnar vćru miklar. Ég sagđi eins og var og ţakkađi honum en hann sagđi ađ ég vćri ekki sá fyrsti til ađ nota ţetta ráđ og nefndi marga ţekkta úrvarpsmenn og rćđumenn sem gerđu ţetta.

Stađreyndin er einföld. Ćfingin skapar meistarann. Enginn getur orđiđ góđur lesari nema ţví ađeins ađ hann ćfi sig reglulega. 

Ţetta er hins vegar ekki allt. Lesarinn ţarf ađ lćra á rödd sína, nota mismunandi tónhćđ og sveiflur. Hann ţarf ađ hlusta á rödd sína í upplestrinum, taka hana upp og hlusta á hana á eftir, gleyma ţví ađ hann eigi röddina og gagnrýna lesturinn og laga.

Í lokin er ekki úr vegi ađ nefna einn alvarlegan galla sem margir fréttalesarar eiga viđ ađ etja en gera sér ekki allir grein fyrir honum. Hann er sá ađ gera örstutt hlé eftir hvert orđ eđa setningu í stađ ţess ađ lesa í óslitnu samhengi. Dćmi:

Nú ... er runn­inn upp ... loka­dag­ur ... Íslands­móts­ins ... í golfi. Eins og fram kom í gćr ... er mik­il spenna ... í báđum flokk­um, ... en ţrír kylf­ing­ar ... eru jafn­ir í kvenna­flokki. Axel Bóas­son ... hef­ur ţriggja ... högga ... for­ystu á nćstu menn, ... en einnig er ... mjótt á mun­um ... hjá körl­un­um.

Margir góđir og áheyrilegir fréttamenn og jafnvel dagskrárgerđarmenn hafa tileinkađ sér ţennan leiđinlega lestrarstíl.

Og síđast en ekki síst er bráđfyndiđ ađ minnst ţeirra sem í gegnum tíđina hafa lesiđ veđurfréttir í Ríkisútvarpinu. Margir ţeirra voru stórkostlegir upplesarar sem mađur minnist međ brosi vegna ţess ađ ţeir lásu međ „sínu nefi“ eins og sagt er, en ekki í samkvćmt samrćmdri „ríkisupplestrarstefnu“. '

Sumir byrjuđu afar hátt og runnu síđan í gegnum málgreinina og enduđu nćr loftlausir „...skyggne fjégur steg, hiteee sjööö gráđöööööör.“. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Sigurđur

Góđir punktar ţarna. Viđ ţetta má bćta ađ ţegar fréttamenn í sjónvarpi byrja ađ túlka fréttir međ líkamstjáningu, eins og međ handahreifingu eđa svipbrigđum. Ţá fćr mađur flutningurinn á fréttinni sjálfri plús einhver siđferđileg túlkun fréttamannsins í gegnum líkamstjáningu hanns í kaupbćti. Vandamáliđ er hinsvegar öllum augljóst, fréttamađurinn fellir dóm yfir viđfangsefni sínu og hćttir ţar međ ađ gćta ţess hlutleysis sem fréttamönnum ber ađ gćta í flutningi frétta. Ţetta sér mađur sjaldan á Rúv en allt of oft á Stöđ 2.

Sigţór Hrafnsson (IP-tala skráđ) 23.7.2017 kl. 14:36

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sćll, Sigţór. Ég er sammála ţér. Fréttalesari á ađ vera hlutlaus og fréttirnar eiga ađ vera hlutlaust skrifađar og fluttar. Mér finnst allt of algengt ađ lesarar tjái sig eins og ţú segir. Fyrir vikiđ á mađur erfiđara ađ móta sér skođun og hver veit nema manni sé eitthvađ innrćtt međ ţessu.

Jú, ég sé ţetta líka í Ríkissjónvarpinu og stundum heyrir eđa skynjar mađur ákveđinn tón í útvarpsfréttum. Ţetta má ekki gerast.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 23.7.2017 kl. 15:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ćtli afi ţinn hafi meint ţann sem kallađur var ţokulúđurinn?

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2017 kl. 20:19

4 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Eins illa og mér er ávallt viđ ađ neyđast til ađ borga fyrir RÚV, er ég sammála síđuhöfundi. RÚV virđist sjá sóma sinn í ađ tala Íslensku. Ţađ er reyndar einn af fáum plúsum sem RÚV fćr í "kladdann" hjá undirrituđum.

 "Lćknanir" "Slökkviliđsmenninir" "Sjómenninir" heyrir mađur aldrei á RÚV.

 Ţađ vantar hinsvegar ávallt eitt r á Stöđ Tvö í flest starfsheiti, í fréttum. 

 Metnađarleysi er synd. Málleti er ţađ einnig. Mállöt fréttastofa er verri en engin. 

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 24.7.2017 kl. 02:36

5 identicon

Ţetta međ tónhćđina hef ég oft heyrt. Tónhćđ og rythmi skipta miklu máli ţegar veriđ er ađ miđla gögnum. Ég heyrđi Noam Chomsky segja einhverstađar ađ miđlun gagna međ tali ćtti helst ađ vera međ flatri röddu upp ađ ţví marki ađ röddinn vćri međ ţćgilegan einfaldan stöđugan tón. Andstađan, eins og hann sagđi, gagnaglutningur međ skrúđmćlgi, skrumskrćlingum og ćslagangi gagnist bara til ađ varpa skugga á gögnin og mögulega spilla ţeim. Ţađ finnst mér koma heim og saman.

Sigţór Hrafnsson (IP-tala skráđ) 24.7.2017 kl. 03:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband