Svikamylla í nafni Símans

TövuborðKæri alla Símann: Heima vefpóstnotendur
Netfangið þitt hefur verið lokað fyrir tímabundið með kerfisbréfi
Stjórnandi vegna einhvers óvenjulegra aðgerða í tölvupóstreikningnum þínum sem sumum Upplýsingar hafa ekki verið staðfestar, til að virkja reikninginn þinn smellt á
Neðan tengilinn
Ýttu hér
Þú getur fundið þessi skilaboð í ruslpóstmöppunni þinni vegna þess að það er óvenjulegt Starfsemi, vinsamlegast farðu í pósthólfið þitt og smelltu á tengilinn hér að ofan. Bilun Til að gera þetta mun leiða til alls læsa niður á netfangið þitt og þitt
Tölvupóstur verður eytt úr póstþjóninum, ekki hunsa þetta
Tilkynning. Meðhöndla mjög brýn
Persónuverndarstefna | © Síminn: Forsíða
Vefpóstarsteymi 2017
 
Oftast er gott að vera Íslendingur og tala þetta forna mál okkar sem fáir virðast geta lært. Að minnsta kosti er hún hindrun fyrir glæpamenn sem senda bréf eins og það sem ég fékk í morgun og er frá einhverju skítapakki úti í útlandinu. Þeir hafa þýtt textann sinn með aðstoð Google-Translate og útkoman er hroði sem er tóm vitleysa.
 
Flestir ættu að vera eldsnöggir að átta sig á því að þetta er tilraun til að hafa af manni fé, læsa tölvunni eða eitthvað álíka. Málið á bréfinu er einfaldlega ekki rétt, ekki frekar en hjá nígerísku ekkjunni sem fyrir helgi bað mig um kristilega aðstoð við að koma 500 milljónum dollara í lóg. Eða frænku hennar sem sendi mér svipað erindi og þar áður frænda hennar sem var líka í vandræðum með auðæfi sín.
 
Hins vegar baslar maður hér uppi á því kalda skeri sem ber enn kaldara nafn og reynir að hafa í sig og á og eitthvað aukreitis fyrir tyllidaga. Tilboð sem virðist vera of gott er venjulegast of gott. Vissulega væri hægt að nýta þessa peninga til gáfulegra hluta, viðurkenni það alveg.
 
Útsendingin á svona bréfum byggist fyrst og fremst á því að kjánarnir klikki á bláa letrið (linkurinn er óvirkur) og láti þar með glæpamennina vita að einhver hefur fallið í gildruna. Tölulegar staðreyndir segja að það þurfi ekki nema innan við 1% af einni milljón að svara og af þeim eru 1% sem eru féflettir og glæponarnir standa uppi með fúlgur fjár. Svikamyllan gengur upp.
 
Ég ætla hins vegar að gera eitthvað annað við tíma minn en að hafa áhyggjur af nígerísku fjölskyldunni með milljónir dollara. Nóg er að hafa skrifað þennan pistil.
 
En mikið dj... myndi manni nú bregða ef Síminn birti í dag fréttatilkynningu og bæðist afsökunar á orðalagi í netpóstinum og hann væri dagsannur, en nýi starfsmaðurinn í samskiptadeildinni hefði skrifað hann ... og enginn lesið yfir (það er póstinn).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband