Suðaustanáttin varhugaverð á Fimvörðuhálsi
18.7.2017 | 23:34
Ferðalangar sem ætla á Fimmvörðuháls ættu að hafa eina þumalputtareglu í huga. Ekki fara á Hálsinn er spáð er hvassri suðaustanátt. Þá verða yfirleitt hrikaleg veður þarna uppi, þetta er byggt reynsla okkar, nokkurra félaga sem höfum um þrjátíu ára reynslu á ferðalögum þarna, á öllum árstíðum.
Hvöss suðaustanátt magnast einhverra hluta vegna þarna uppi. Það er eins og að vindurinn ná sér á strik þegar upp á Skógaheiði er komið og þar magnist hann margfalt. Oftast fylgir rigning svo úr verður meinlegt slagveður, nærri því lárétt vindstefna, eða eins og oft er sagt, vindurinn stefnir upp í móti og á því greiða leið upp buxnaskálmarnar. Þetta síðasta er auðvitað spaug en öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Alvarlegast í þessu er hvassviðrið, úrkoman og þokan. Reyndustu ferðamenn geta villst í svona veðri. Best af öllu er að halda kyrru fyrir og bíða. Þeir þolinmóðu eru sigurvegararnir.
Allar þessar upplýsingar er að finna í bókinni um Fimmvörðuháls sem undirritaður skrifaði og hægt er að panta hana hér; 5vh@simnet.is.
Fá sér kaldan á krana inni í hlýjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.