Vandi erfingja Halldórs Laxness er ţeirra vandi, ekki ţjóđarinnar

Halldór LaxnesŢegar ég var ungur voru gefnar einkunnir fyrir ritgerđir. Ţá ţótti sú ritgerđ góđ sem var lćsilega handskrifuđ, snyrtileg í frágangi, fáar eđa engar stafsetningavillur og málfariđ gott. Flestum var ţó ljóst ađ ritgerđir án merkilegs innihalds voru leiđinlegar enda verđur léleg ritgerđ aldrei betri ţótt hún vćri rétt stafsett en efnislega vel skrifuđ ritgerđ varđ sjaldan léleg ţrátt fyrir hörmulega stafsetningu ţó slíkar villur vćru vissulega lýti.

Ţetta datt mér í hug ţegar ég las lćsilega og snyrtilega grein eftir Gunnar Haraldsson, hagfrćđing í Morgunblađi dagsins. Hún hefđi fengiđ háa einkun í gamla daga, er afar sennileg eins og oft er sagt. Gallinn er bara innihaldiđ sem er svo rýrt miđađ viđ umrćđuefniđ.

Gunnar ritar um raunir erfingja Halldórs Laxness en ţeim hefur nú veriđ gert ađ greiđa erfđafjárskatt af hugverkum hans. Ţeir vilja skiljanlega ekki greiđa krónu nema af ţeim tekjum sem skila sér. Yfirskattanefnd var ekki sammála og ţannig standa mál núna og ćtla erfingjarnir í mál vegna úrskurđa hennar.

Hér mjög mikilvćgt ađ gera greinarmun á hugverkum Halldórs Laxnes og erfingjum hans. Ég hef til dćmis engan áhuga á erfingjunum, ţekki ţá ekki eđa tengist. Hins vegar les ég reglulega mér til ánćgju ţćr bćkur Nóbelskáldsins sem eru í uppáhaldi án ţess ađ leiđa hugann ađ erfđamálunum. Íslandsklukkan stendur fyrir sínu ţó eitthvađ bjáti á í heimilislífi afkomenda höfundarins.

Ástćđan fyrir ţví ađ mér finnst grein Gunnars innihaldsrýr er ađ hann reynir af miklum klókindum ađ blanda saman ást og virđingu ţjóđarinnar á Halldóri Laxnes og erfđamálunum. Hann gerir mikiđ úr ţví ađ ríkinu hafi veriđ gefnar flestar eigur Auđar, ekkju Halldórs eins og ţađ skipti einhverju skattamáli. Gunnar segir orđrétt:

Ţessar eignir ásamt Gljúfrasteini sjálfum mynda nú eins og kunnugt er hornstein mikillar ţjóđargersemar sem auk stórbrotinna listaverka skáldsins verđur ţjóđinni kćr um aldir og órjúfanlegur hluti ţess sem best og fegurst er til í íslenskri menningu.

Áđur hafđi skáldiđ faliđ Seđlabanka Íslands til varđveislu verđlaunagrip Nóbels, gullpeninginn sjálfan.

Eftir hélt Auđur höfundarétti Halldórs.

Ég geri mér grein fyrir ţessu ţó dálítiđ skrautlega sé í lagt hjá höfundinum. Hitt skil ég ekki hvađ ţetta kemur erfđamálunum viđ nema auđvitađ ađ gefi listamađur til ríkisins eigi lög og reglur ekki ađ gilda um hann, til dćmis um erfđir. Međ ţessu er ég ekki ađ taka afstöđu heldur benda á hversu langt er til seilst í rökfćrslu fyrir erfingjanna.

Greinin er öll međ ţessu yfirbragđi en hvergi tekiđ á lögfrćđilegum álitamálum, rök yfirskattanefnda ekki nefnd. Höfundurinn kórónar síđan vitleysuna og hvetur til ađ listamenn komi erfingjunum til ađstođar og mótmćli og hann grípur til ţess ađ „eggja listamenn lögeggjan“ út af fjölskylduvandamálum erfingjanna. Sem er furđulegt.

Í lokinn segir Gunnar:

Ég er ţess viss ađ verđi nú brugđist viđ af afli muni dómstólar komast ađ farsćlli niđurstöđu í ţessu máli svipađ og gerđist í ađför ríkisvaldsins ađ prentfrelsi í landinu ţar sem Halldór Laxness fór fyrir hópi manna er buđu valdinu birginn. Viđ Íslendingar njótum alla tíđ ţótt ef til vill öllum sé ekki í minni nú.

Ţarna heldur höfundurinn ţví fram ađ hávađi og lćti utan dómsala muni hafa áhrif á dómendur sem muni ţá sleppa ţví ađ fletta í íslenskum lögum og dćma ţess í stađ eftir desibelum á götunni.

Hvers konar bull er nú ţetta? Trúir mađurinn ţví ađ međ áróđri megi knýja dómastóla til ađ dćma samkvćmt ţeim sem hćst hrópa? Sé svo er illa komiđ fyrir íslensku samfélagi, verr en sem nemur vanda örfárra erfingja sem međ réttu eđa röngu gert er ađ borga erfđafjárskatt.

Íslendingar dá arfleiđ Halldórs Laxness og henni hefur veriđ sýndur margvíslegur sómi og hvergi nokkurs stađar er sneitt ađ höfundinum međ einum eđa neinum hćtti jafnvel ţó erfingjar og Gunnar Haraldsson reyni ađ halda ţví fram. Halldór var ţó fjarri ţví óumdeildur í lifanda lífi en sá tími er löngu liđinn. 

Niđurstađa mín er einfaldlega sú ađ erfingjar Halldórs Laxness ţurfa ekki á stuđningi almennings ađ halda. Lagarökin eiga ađ duga ţeim fullkomnlega enda ekki annađ tekiđ gilt í dómsal. Ritgerđin hans Gunnars Haraldssonar er samt laus viđ stafsetninga- og málfrćđivillur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband