Borgarstjóri stjórnar ekki borginni, talar bara

Borgarstjóri fullyrðir að hann hafi ekki vitað af mengunarslysinu í Fossvogi, las bara um það í fjölmiðum að skolp hafi streymt í sjóinn í tíu daga án þess að nokkur vissi nema einhverjir starfsmenn Veitna eða heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Enginn dregur orð borgarstjóra í efa, en þau stækka hreinlega þann vanda sem borgarstjórinn á við að etja. Nú er ljóst að hann virðist ekki hafa neina stjórn á starfsemi borgarinnar. 

Eðli máls vegna eiga embættismenn að tilkynna borgarstjóra um atvik eins og þetta mengunarslys. Hafi þeir ekki gert það er ljóst að borgarstjóri kann ekki eða getur ekki stýrt borginni. Í fræðunum er þetta kallaður stjórnunarvandi.

Sá sem stýrir byggir á því að dreifa valdinu skynsamlega. Engu að síður liggja allir þræðir til borgarstjóra en geri þeir það ekki er hann í vanda, hefur ekki því ekki yfirsýn yfir stöðu borgarmála.

Undanfarin ár hefur borgarskipulaginu margoft verið breytt og í öllum tilfellum var ætlunin að einfalda það eða spara.

Í skýrslu starfshóps um þjónustuveitingu sem kynnt var árið 2015 segir:

Á undanförnum áratug hefur fjöldi íslenskra fyrirtækja og stofnana gjörbreytt um viðmót og menningu innan sinna veggja og farið úr að vera þunglamalegar afgreiðslustofnanir yfir í fyrirmyndarþjónustufyrirtæki. Önnur hafa hafið þessa vegferð en ekki lokið henni eða gefist upp á miðri leið – líkt og hugsanlega má segja að gerst hafi hjá Reykjavíkurborg.

Sem sagt, lítið gerst hjá Reykjavíkurborg. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, svaraði gagnrýni borgarbúa á lélega þjónustu borgarinnar á þennan hátt í viðtal við Ríkisútvarpið í febrúar 2015:

Alveg hárrétt, og ég held að Reykvíkingar sé þess vegna bara kröfuharðari og svona gagnrýnni og þannig viljum við hafa það. Við viljum vera gott sveitarfélag, veita góða þjónustu, en við tökum líka ábendingum alvarlega og vinnum með þær og erum þannig alltaf að reyna að verða betri og betri.

Svona er nú talið, aldrei farið beint í málin, heldur hringsólað í kringum þau með sennilegum orðum. Degi mælist oftast vel en þegar upp er staðið veit enginn hvað hann er að tala um.

Og þegar skoðanakannanir um þjónustumál sýna slaka útkomu fyrirskipar borgarstjóri að hætt verði að taka þátt í þeim. Þetta er svipað og ef sjúklingur er mældur og í ljós kemur að hann er með hita þá krefst læknirinn að hitinn verið ekki mældur aftur (sko, Dagur B. Eggertsson er læknir að mennt).

Ekki er að furða þó lekandinn í dælustöðinni haldi áfram þegar aginn hjá embættismönnum er lítill og virðingin fyrir embætti borgarstjóra er í lágmarki. Málið er að borgarstjóra, hver sá sem sinnir því, ber að stjórna. Annars er hann óhæfur.

Munið hvernig fór í landsmálunum árið 2013. Samfylkingin var flengd fyrir starf sitt í ríkisstjórn, almenningur varð einfaldlega þreyttur á kjaftavaðlinum sem einkenndi flokkinn svo ekki sé talaðum verkleysið.

Þá tók við önnur ríkisstjórn og í síðustu kosningum var Samfylkingin aftur flengd. Ekki vegna þess að hún hefði átt aðild að stjórninni heldur vegna þess að hún var ekki einu sinni traustsins verð í stjórnarandstöðu. Kjósendur völdu frekar hugsjónalausa Pírata eða gamaldags sósíalista fram yfir tilgerðalega jafnaðarmenn. Þvílík niðurlæging.

Ég þori að veðja að Samfylkingin verði flengd í borgarstjórnarkosningunum eftir tæpt ár. Það er gengur nefnilega ekki að tala sennilega, tala mikið og kjafta sig frá málunum. Væri það hægt væru Össur Skarphéðinsson, Árni Páll Árnason, Oddný Harðardóttir og Helgi Hjörvar enn á þingi. Sömu örlög bíða Dags B. Eggertssonar, Hjálmars Sveinssonar og annarra borgarfulltrúa Samfylkingarinnar sem enginn veit hvað heita eða hvað þeir yfirleitt eru að gera.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það liggur mikið við þegar allir sótraftar eru  dregnir fram til að skrifa fyirr sjálfstæðisflokkinn  !

JR (IP-tala skráð) 9.7.2017 kl. 00:31

2 identicon

Sæll Sigurður

Ég er ekki pólitískt ismaður.

Upplifun mín af Degi er eins og fáguð auglýsing sem maður bíður eftir að komi með vitrænar upplýsingar. Reyndar er Bjarni Ben á ekki ósvipuðum stað í höfðinu á mér og já eiginlega flestir þessir isma foringjar.

Þannig að ég reikna með að innlegg mitt hafi enga merkingu fyrir ismatengt fólk en hér er það nú samt :)

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.7.2017 kl. 18:04

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sigþór, þú þarft ekki að afsaka hvernig þín upplifun af stjórnmálafólki eða stjórnmálastefnum er. Sem betur fer er upplifun okkar af því sem gerist mismunandi og ekkert við því að segja. Hitt er svo annað mál að hver og einn myndar sér skoðun út frá þekkingu reynslu og upplifun.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.7.2017 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband