VG tapar fylgi nema þingmennirnir séu stöðugt í fjölmiðlum
4.7.2017 | 14:33
Þegar Alþingi er í hléi tapa Vinstri grænir fylgi í skoðanakönnunum. Ástæðan er einföld. Þingmenn flokksins eru í fríi og eru ekki í fjölmiðlum eins og þegar þingi stendur yfir.
Allan veturinn líður yfirleitt ekki einn einasti dagur öðru vísi en að þingmenn vinstri grænna nái ekki að troða sér inn í fréttatíma og er það skiljanlegt. Þeir tala í fyrirsögnum en fréttamenn spyrja ekki djúpt um stefnumálin því þau eru svokölluð réttlætismál sem Vinstri grænum smjatta einna helsst á (nema þegar þeir eru í ríkisstjórn).
Þetta á nú eftir að lagast í haust og Vinstri grænir munu þá án efa ná nýjum hæðum í könnunum, rétt eins og Píratar sem í lok mars í fyrra fengu 36% fylgi í skoðanakönnunum en eru nú með aðeins 14%. Skýringin er án efa klofningur í flokknum sem sálfræðingar eru að vinna í að laga. Svo koma kosningar og allt fer lóðbeint niður hjá þessum stórmerkilegu flokkum.
Gallup birtir nýja skoðanakönnun í dag og það vekur einna helst athygli hversu lítil þátttaka er í henni aðeins tæp 57% úrtaksins svara. Kjósendur eru í sumarfríi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.