Almannaskilningur um almannahættu

Í frétt á mbl.is segir í fyrirsögn: Skapaðist gríðarleg almannahætta. Þetta virðist vera spurning og spurningamerkið vantar. Nei, svo svo er ekki. Mjög algengt er að þeir sem skrifa fréttir byrji setningar á sagnorði þó ekki sé verið að spyrja neins.

Til að fyrirsögnin þjóni gildi sínu og skiljist þarf sögnin að vera aftast í setningunni: „Gríðarleg almannahætta skapaðist“.

Að auki hefði verið að nóg að segja að hætta hefði skapast, enda orðið notað yfir það sem er fólki hættulegt. „Almannahætta“ er virðist orðið að stagli í fréttum núorðið.

Svo mun ógæfusami maðurinn hafa „framið rán“ í apóteki. Samkvæmt „almannaskilningi“ mun maðurinn hafa rænt apótekið, en þannig skrifar víst enginn „almennilegur“ blaðamaður lengur.

Í fréttinni segir:

Er það mat lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu að mik­il mildi hafi orðið til þess að eng­inn skaði hlaust af hátt­erni manns­ins.

Aftur byrjar setning á sagnorði sem er svo sem ekki rangt en stíllaust. Veslings maðurinn mun hafa keyrt utan í nokkra bíla og skaðað þá. Í því er kannski „almannaskaði“ fólginn.

Margir hefðu sleppt þessari lengingu hafi orðið til þess ...“.

Fer ekki betur á því að skrifa: „Lögreglan telur mikla mildi að maðurinn slasaði engan á flótta sínum.“

 


mbl.is „Skapaðist gríðarleg almannahætta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég hef alltaf gagn og gaman af þegar þú skrifar um íslenskt mál, Sigurður. Ég tók eftir ásláttarvillu í síðustu setningunni, „slasaði engann". 

Wilhelm Emilsson, 19.4.2017 kl. 08:04

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir, Wilhelm. Ég er ferlega lélegur í stafsetningu og málfræði en ég er skárri að rýna aðra en mig sjálfan. Fjölmiðlar hafa hins vegar enga afsökun.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.4.2017 kl. 08:32

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega fyrir svarið, Sigurður. Mér finnst þú nú skrambi góður :-)

Það er nauðsynlegt að veita fjölmiðlum aðhald með gagnrýni og hugleiðingum um hvernig mætti orða hlutina betur. Það sem mér finnst einna verst eru hráþýðingarnar úr ensku sem maður sér oft á Mbl.is og annars staðar. Það er fyrir neðan allar hellingar, eins og einhver sagði einhvern tímann :)

Wilhelm Emilsson, 20.4.2017 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband