Skítugt bílastæðahús og ógreinileg afmörkun bílastæða
24.3.2017 | 09:48
Tillitsleysi ökumanna sem leggja bílum sínum í bílastæðahúsið Traðarkot við Hverfisgötu er slæmt. Fyrir nokkrum misserum var ég með skrifstofuaðstöðu á Laugaveginum og lagði bílnum reglulega í Traðarkot. Þá komst ég að því mér til mikillar furðu að það voru ekki aðeins eigendur stórra jeppa og sendibíla sem kunnu ekki að leggja í stæði heldur líka eigendur litlu bílanna.
Framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs virðist aldrei koma í húsið. Að minnsta kosti hefur hún ekki séð að málningin á bílastæðunum er máð og ógreinileg. Þessi staðreynd er að minnsta kosti lítilsháttar afsökun fyrir ökumenn.
Traðarkot er sóðalegt hús að innan. Þar hafa óvandaðir unglingar vaðið inn og krotað á veggi óásjáleg tákn, ryk er mikið í húsinu og einnig rusl.
Fyrir nokkrum misserum var mér eiginlega nóg boðið og skrifaði nokkuð um bílastæðahúsið á þessu vettvangi. Hér er tilvísun í einn pistilinn og fylgja honum myndir sem sýna hversu illa margir ökumenn leggja bílum sínum. Þeim og öðrum til skilnings eiga ökumenn að sýna öðrum þá háttvísi að leggja nákvæmlega í mitt stæðið.
Svo virðist sem að margir telji það einhverja minnkun að þurfa að gera tvær eða þrjár tilraunir til að leggja hárrétt í stæði áður en það tekst. Þetta er algjör misskilningur. Betra er að gera aðra tilraun heldur en að bjóða öðrum til dæmis upp á það að hann geti ekki opnað bíldyr eða loka af aðgangi að næsta stæði.
Bílum illa lagt og tillitsleysi algengt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.