Ekkert samræmi milli sölu áfengis og fjölgunar ferðamanna
26.2.2017 | 21:54
Á síðustu árum hefur erlendum ferðamönnum fjölgað gríðarlega, úr tæplega 500.000 í um 1.800.000 á síðasta ári.
Á sama tíma hefur sala áfengis skv. ÁTVR úr 19 milljón lítrum í 19,6 milljón lítra. Salan hefur þar af leiðandi ekki aukist í samræmi við fjölgun ferðamanna.
Af þessu má draga tvær ályktanir og hlýtur önnur þeirra að vera röng:
- Áfengisneysla Íslendinga hefur minnkað stórkostlega
- Útlendingar drekka hreinlega ekkert
Fjölgun ferðamanna um meira en eina milljón manna hlýtur að verða til þess að sala á áfengi aukist. Allt annað eykst. Kortanotkun eykst, sala á minjagripum, fatnaði, ferðum ... Eða eru útlendingarnir sem hingað koma bindindismenn upp til hópa.
Sala ÁTVR á árinu 2006, á þeim skrýtnu uppgangstímum, var aðeins um 18,6 milljón lítrar. Engu að síður var áfengissalan á árinu 2008 tæplega 20,5 milljón lítrar.
Ofangreindar upplýsingar um sölu áfengis eru úr ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2015. Sjá töfluna hér til hliðar.
Ég hreinlega trúi ekki mínum eigin augum. Hallast að því að mér hafi yfirsést eitthvað. Varla mælir ÁTVR rangt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Koma þeir ekki með áfengi inn í landið og drekka sitt áengi. Ég spái því. Drekka svo vatna með matnum á veitingahúsum.
Ætli þetta sé akki skýringin.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.2.2017 kl. 08:14
Ef að það væri rétt, Þorsteinn, væri það á allra vitorði. Hef aldrei heyrt um að ferðamenn neiti sér um áfengi.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.2.2017 kl. 08:51
Það hlýtur að vera að neysla íslendinga hafi minnkað.
Að minnsta kosti hér fyrir norðan síðasta sumar voru veitingastaðir "fullir" af erlendum ferðamönnum sem höfðu áfengi við hönd. Það var bara hending ef maður hitti íslending á þessum stöðum. Á skemmtistöðum um helgar var töluvert meira um íslendinga en það var samt mikið af útlendingum.
Íslendingar fara frekar í ríkið en að drekka sig fulla á börum - útlendingar stóla frekar á bari.
Ég heyrði oft hjá útlendingum hvað þeim finnst allt sjúklega dýrt hér á landi, sérstaklega áfengi. Eflaust hefur það dregið úr neyslu.
Sumarliði Einar Daðason, 27.2.2017 kl. 12:33
Það sem er náttúrulega ekki mælt er heima brugg og Landasala, en hér í bænum er hægt að kaupa mjög góðan spíra á 2500 kr 1 líter....það fer engin í ríkið lengur.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2017 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.