Rjómabollur eru tæknilega léleg hönnun

bollaBolludagurinn er á mánudaginn. Hann hefur fylgt manni í gegnum lífið, fyrst með mikilli ánægju sem hefur svo farið dvínandi. Ástæðan er tæknilegs eðlis.

Eflaust hefur þessi dagur verið sniðugari forðum daga en í nútímanum. Í dag er hægt að fá fleiri „nömm“ í bakaríum en þessar bollur. Nú er svo komið að ég skil lítið í þeirri áráttu að troða hveitibollu fylltri af rjóma og sultu í andlitið á sér.

Það er ekki hægt að éta svona bollu. Þegar bitið er í hana gerist það óhjákvæmilega að rjóminn og sultan spýtast til beggja hliða, jafnvel svo að sessunautar manns eru í stórhættu. Ástæðan er þessi ómögulega hönnun bollunnar. Hún á ekki að vera hringlótt eins og við sögðum í gamla daga. Frekar á lengdina, ekki of breið, heldur frekar svona kjaftbreið. 

Trúið mér, ég hef gert tilraunir með alls kyns bollur. Þær hafa allar mistekist. Það er einfaldlega ekki hægt að hafa rjóma eða sultu í samloku. Bollan er ekkert annað en samloka.

VendirRjóminn mun alltaf renna niður munnvikin, niður á skyrtuna/peysuna og loks í kjöltu fólks. Eina ráðið er að fara eftir skipun foreldranna að beygja sig diskinn ...Eða nota smekk, það er nú eiginlega bara smekksatriði

Bolludaginn á að leggja af, banna þessar árans hringlóttu bollur nema því aðeins að þær verði lokaðar, svona eins og pítubrauð. Þar að auki eru krakkar hættir að nota bolluvendi sem í gamla daga var óaðskiljanlegur hluti bolludagsins. Heimur versnandi fer.

Á bolludaginn ætla ég ekki að gúffa í mig bollu ... ég ætla að fá mér ellefu bollur. Takk fyrir og verði mér að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband