Bifreiđ, bifreiđ, bíl, bifređ ... stoliđ

Lögreglan á höfuđborgarsvćđinu lýsir eftir bifreiđ númer JJ-P44, sem stoliđ var í gćrkvöldi úr vesturbć Kópavogs, á Facebook síđu sinni.

Bifreiđin er af gerđinni Toyota Land Cruizer 200 og er hún svört ađ lit en bíllinn er 2010 árgerđ. Bifreiđin er međ skíđaboga of mikiđ af skíđabúnađi og öđru í bifreiđinni, ţar sem fjölskyldan sem á bifreiđina var á leiđ í ferđalag ţegar bifređinni var stoliđ.

Lögreglan óskar eftir ţví ađ hringt sé í neyđarnúmeriđ 112 ef ađ sést til bifreiđarinnar.

Ţetta er stutt frétt á visir.is. Sá sem svona skrifar er ekki ađ ţjónusta lesendur, hann er bara hrođvirkur.

Átta sinnum er getiđ um bifreiđ („bíl“, „bifređ“) í fréttinni. Einu sinni hefđi dugađ. Ţar af fjórum sinnum í einni málsgrein.

Bifreiđin er međ skíđaboga of mikiđ af skíđabúnađi og öđru í bifreiđinni, ţar sem fjölskyldan sem á bifreiđina var á leiđ í ferđalag ţegar bifređinni var stoliđ.

Settu punkt sem oftast, hljóđar eitt gott ráđ til ţeirra sem sitja viđ skriftir. Fréttina hefđi auđveldlega mátt stytta, til dćmis svona: 

„Lögreglan hefur á Facebook-síđu sinni lýst eftir svartri Toyota Landcrusier bíl sem stoliđ var í vesturbć Kópavogs í gćrkvöldi.

Fjölskyldan sem á bílinn var á leiđinni í skíđaferđ. Í honum var međal annars mikiđ af skíđabúnađi. Ţeir sem hafa séđ bílinn eru beđnir ađ hringja í neyđarnúmeriđ 112.“

Nei, ţess í stađ er eitthvađ hripađ niđur, enginn les yfir hvorki höfundur né annar. Fjölmiđlar, prentađir eđa á vefnum, veita lesendum ţjónustu. Ţeir eru ekki fyrir blađamenn eđa ađra sem ađ útgáfunni koma. 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í gamla daga hefđi séra Emil Björnsson fréttastjóri rekiđ starfmann, sem hefđi vogađ sér ađ hripa niđur annan eins hrođa, vegna ţess ađ augljóst er ađ sá, sem skrifađi ţetta er ekki einu sinni sendibréfsfćr.  

Ómar Ragnarsson, 24.2.2017 kl. 10:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En nýyrđiđ "bifređur" er skemmtilegt. 

Ómar Ragnarsson, 24.2.2017 kl. 10:43

3 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Fattađi ekki „nýyrđiđ“ fyrr en Ómar nefndi ţađ. Hló upphátt.

Svona fréttir eru alltof algengar. Nú vantar menn eins og Eiđ heitinn Guđnason sem var ódeigur í gagnrýni sinni á málfar í fjölmiđlum.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 24.2.2017 kl. 10:50

4 identicon

lýst eftir svartri Toyota Landcrusier bíl 

Greinilega fleiri en blađamenn sem geta flýtt sér of hratt....

:-)

ls (IP-tala skráđ) 24.2.2017 kl. 11:02

5 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Úbbs...

Breyti ţessu ekki. Orđinu „bíl“ er ţarna ofaukiđ ţví tegundaheitiđ tekur af allan vafa um ađ ţetta er bíll ... ekki flugvél. 

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 24.2.2017 kl. 11:07

6 Smámynd: Már Elíson

Ef ţú í stolti ţínu breytir ţessu ekki (bíl) ţá lćturđu ambögu ţína standa. Ţađ er ţér til vansa. - Ţú gćtir ţá látiđ svo lítiđ ađ setja fyrir framan "svartri........bifreiđ" eđa "svörtum Toyota.....".

Már Elíson, 24.2.2017 kl. 14:22

7 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Már, auđvitađ er ţađ mér til vansa ađ gagnrýna málfar annarra og klikka sjálfur á einfaldri beygingu lýsingarorđs. Ég átti ţađ val ađ breyta og láta eins og ekkert vćri eđa ţá ađ leyfa lesendum eins og ţér ađ sjá mistökin. Valdi ţađ síđara. Ţetta kennir mér bara ađ vanda betur yfirlesturinn.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 24.2.2017 kl. 14:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband