Sleggjudómar og hneykslunarorđ sófafólksins

Kanntu ađ aka bíl? spyr leigusali bifreiđarinnar. Já, hér er ökuskírteiniđ mitt, segir ökumađurinn.

Kanntu ađ synda? spyr sá sem býđur upp á köfun eđa snork. Já, segir ferđamađurinn og lítur kannski undan.

Geturđu gengiđ á fjöll? spyr leiđsögumađurinn. Já, segir ferđamađurinn. Hver getur ţađ ekki?

Kanntu ađ aka snjósleđa? spyr leiđsögumađur. Já, segir ferđamađurinn, hálfhneykslađur.

Passađu ţig á fjörunni, í sjónum býr meira afl en ţú veist. Auđvitađ passa ég mig, segir ferđamađurinn. Heldurđu ađ ég sé barn?

Ţannig geta hlutirnir gerst. Ferđamađurinn segir ef til vill ekki alveg satt um eigin getu, kunnáttu sína og ţekkingu, vanmetur eđa ofmetur.

Fjölmörg dćmi eru um slys og óhöpp sem ferđamenn hafa lent í, hvort heldur ţeir hafi sagt satt eđa ósatt, kunnátta ţeirra og geta hafi veriđ takmarkađri en ţeir héldu eđa jafnvel ađ ţeir hafi hreinlega veriđ ógćtnir eđa bara óheppnir.

Ég ţekki ţetta sjálfur eftir ađ hafa starfađ í ferđaţjónustu. Ég er líka oft ferđamađur og sé ýmislegt sem gćti veriđ til frásagnar. Nefna má konuna á strigaskóm og međ plastpoka í hendi og ćtlađi ađ ganga til Landmannalauga og gista ţar á hótelinu. Ökumađurinn á litla Hyundai bílnum sem kominn var ađ vađinu neđan viđ Gígjökul og ćtlađi út í af ţví ađ vegurinn lá ađ ţví og upp úr hinum megin. Göngumađurinn sem var hreinlega örmagna vegna ţess ađ hann áttađi sig ekki á kulda, vindi og vegalengd. Snjósleđamađurinn sem eitt augnablik hélt ađ bensíngjöfin vćri bremsa - međ hörmulegum afleiđingum.

Ég hef stundum mćtt eđa dregiđ uppi ökumenn sem virđast vera af asísku kyni. Sumir ţeirra voru síst af öllu öruggir í akstri. Stjórnandi bílaleigu sagđi mér fyrir stuttu ađ hann hefđi veriđ ađ leigja kínverskum hjónum bíl. Ţau framvísuđu gildum skírteinum en voru langt í frá vön í akstri, ţađ sást ţegar ţau óku í burtu. Allt gekk ţó klakklaust og ţau skiluđu bílnum í heilu lagi.

Ferđamenn eru eins og viđ hinir, sumir eru góđir og vandađir, ađrir ekki. Ţannig er bara veröldin. Vandi stjórnenda ferđaţjónustufyrirtćkja er ađ greina hér á milli og fara umfram allt varlega.

Fólk sem er fjarri vettvangi og ţekkir ekki til, ţarf einnig ađ fara varlega. Auđvelt er ađ hrasa ofan í gryfju sleggjudóma og hneykslunar. Slys verđa oft og víđa, ekki ţarf útlenda ferđamenn til eđa illa rekin fyrirtćki. 

Hvernig stendur á ţví ađ sá sem ekki kann ađ synda fćr ađ snorka í Silfru? spyrja ţeir sem ekkert ţekkja til.

Tökum ekki afstöđu međan viđ höfum ekki allar upplýsingar. Ferđamađur í köfun getur dáiđ af ýmsum öđrum völdum en vegna drukknunar eđa slćmrar skipulagningar ferđaţjónustuađila.

 


mbl.is Ekki nauđsynlegt ađ vera syndur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Af hverju er ekki nauđsynlegt ađ vera syndur?" er spurt, rétt eins og fólkiđ ćtli ađ fara synda á sundfötum einum. 

Svariđ viđ spurningunni kann ađ vera svipađ og ef mađur, sem ćtlar ađ stökkva í fallhlíf međ kennara, vćri spurđur, hvort hann geti flogiđ eins og fugl. 

Ég veit ţađ ekki, en mig grunar ađ köfunarbúnađurinn sé ţeirrar gerđar, ađ svariđ viđ spurningunni: "Af hverju er ekki nauđsynlegt ađ vera syndur?" sé: "Af ţví ađ ţađ er ekki nauđsynlegt ađ vara syndur." 

Ómar Ragnarsson, 14.2.2017 kl. 15:28

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Held ađ máliđ sé jafn einfalt og ţú lýsir, Ómar.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 14.2.2017 kl. 15:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband